Ekkert bendir til þess að sprungan í Eldey sé að stækka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2019 15:30 Frá Eldey á dögunum. Vísir/Egill Stóra sprungan sem uppgötvaðist í Eldey fyrir rúmum áratug virðist ekki vera að stækka. Þetta segir Sigurður Harðarson rafeindavirki sem fylgst hefur með gangi mála í eynni undanfarin ár. Hópur fólks flaug út í Eldey í með þyrlu Landhelgisgæslunnar í desember og til að setja upp 4G beini í viðbót við örbylgjusamband sem verið hefur í eynni og notað til að koma merki í land. Frá árinu 2008 hefur fólk getað fylgst með fuglalífi í eynni í vefmyndavél. Myndavélin hefur verið drifin áfram af rafgeymum sem sólarsellur hafa séð um að hlaða. Í heimsókninni í desember kom í ljós að hluti sólarsellanna hafði fokið á haf út. Var því farið í aðra ferð í janúar til að gera við það sem hafði skemmst.Eldey skotin úr lofti.Vísir/EgillEldey er friðuð og þarf því leyfi frá Umhverfisstofnun til að fara út í eyjuna. Slíkar heimsóknir þurfa að eiga sér stað utan varptíma. Eldey er með stærri súluvörpum í heimi, þar verpa um 15 þúsund pör árlega. Sigurður fylgdist vel með hvenær súlan birtist en það var þann 3. febrúar klukkan 13. Hann segir að það byrji með því að súlurnar hringsóli í kringum eyjuna og komi svo ein af annarri. Oft sé mikill bægslagangur og áflog um hreiðrin.Eldey er um 77 m hár klettadrangur um 15 km suðvestur af Reykjanesi.Vísir/EgillÍ eyjunni er stór sprunga. Undanfarin ár hefur Umhverfisstofnun vaktað sprunguna og hún mæld í hvert sinn sem farið er út í eyjuna. Sigurður segir að miðað við mælingu fyrir tveimur árum bendi ekkert til þess að hún sé að stækka.Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, var á ferðinni í Eldey í upphafi árs og fylgdist með því sem fram fór. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Stóra sprungan sem uppgötvaðist í Eldey fyrir rúmum áratug virðist ekki vera að stækka. Þetta segir Sigurður Harðarson rafeindavirki sem fylgst hefur með gangi mála í eynni undanfarin ár. Hópur fólks flaug út í Eldey í með þyrlu Landhelgisgæslunnar í desember og til að setja upp 4G beini í viðbót við örbylgjusamband sem verið hefur í eynni og notað til að koma merki í land. Frá árinu 2008 hefur fólk getað fylgst með fuglalífi í eynni í vefmyndavél. Myndavélin hefur verið drifin áfram af rafgeymum sem sólarsellur hafa séð um að hlaða. Í heimsókninni í desember kom í ljós að hluti sólarsellanna hafði fokið á haf út. Var því farið í aðra ferð í janúar til að gera við það sem hafði skemmst.Eldey skotin úr lofti.Vísir/EgillEldey er friðuð og þarf því leyfi frá Umhverfisstofnun til að fara út í eyjuna. Slíkar heimsóknir þurfa að eiga sér stað utan varptíma. Eldey er með stærri súluvörpum í heimi, þar verpa um 15 þúsund pör árlega. Sigurður fylgdist vel með hvenær súlan birtist en það var þann 3. febrúar klukkan 13. Hann segir að það byrji með því að súlurnar hringsóli í kringum eyjuna og komi svo ein af annarri. Oft sé mikill bægslagangur og áflog um hreiðrin.Eldey er um 77 m hár klettadrangur um 15 km suðvestur af Reykjanesi.Vísir/EgillÍ eyjunni er stór sprunga. Undanfarin ár hefur Umhverfisstofnun vaktað sprunguna og hún mæld í hvert sinn sem farið er út í eyjuna. Sigurður segir að miðað við mælingu fyrir tveimur árum bendi ekkert til þess að hún sé að stækka.Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, var á ferðinni í Eldey í upphafi árs og fylgdist með því sem fram fór.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira