Kjörís gaf gestum sínum þrjú tonn af ís í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. ágúst 2019 20:15 Klettasalat ís, Aspasís, lúsmíís, te ís og kampavíns ís voru meðal ísa, sem gestir ísdags Kjörís í Hveragerði fengu að smakka á í dag en fyrirtækið gaf gestum og gangandi um þrjú tonn af ís í tilefni af fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins. Samhliða Ísdeginum fara Blómstrandi dagar fram í Hveragerði um helgina. Það má segja að allt sé að gerast í Hveragerði um helgina því Blómstrandi dagar standa yfir þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og svo er það Ísdagurinn hjá Kjörís, sem haldin var hátíðlegur í 13. skipti í dag. Ís tegundirnar sem boðið var upp á voru mjög margar og óvenjulegar í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins. „Við erum t.d. með aspas ís, og lúsmýís, og svo eru með bloodi marry og sweet chilli, bloddy mary er versti ísinn í dag, hann er næstum því óætur finnst mér“, segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís. En hvernig hefur íssumarið 2019 verið? "Það er búið að vera frábært, ofboðslega gott íssumar og við gleðjumst yfir því og eru þakklát Íslendingum fyrir að hafa fylgt okkur í sumar og viljum þakka fyrir þessa samfylgd með svona degi í dag", segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri er mjög ánægð með daginn.Magnús HlynurGestir voru mjög ánægðir með stemminguna og ísinn hjá Kjörís í dag. „Hann er góður eins og venjulega“, segir Óskar Albertsson. „Þetta er stórkostleg framtak hjá þeim og bara til hamingju með daginn Kjörís“, segir Gunnvör Kolbeinsdóttir. En þó Ísdeginum sé lokið þá býður Kjörís upp á spennandi dagskrá í kvöld í lystigarði bæjarins. Mörg þúsund manns komu í dag á planið hjá Kjörís og þáðu þar gefins ís frá fyrirtækinu á 50 ára afmæli þess.Magnús Hlynur„Já, við ætlum bjóða Hvergerðingum upp á tónleika með Bubba Morthens. Kóngurinn er að koma í Hveragerði, tónleikarnir byrja klukkan 21:00“, segir Guðrún hæstánægð með daginn. Hveragerði Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira
Klettasalat ís, Aspasís, lúsmíís, te ís og kampavíns ís voru meðal ísa, sem gestir ísdags Kjörís í Hveragerði fengu að smakka á í dag en fyrirtækið gaf gestum og gangandi um þrjú tonn af ís í tilefni af fimmtíu ára afmæli fyrirtækisins. Samhliða Ísdeginum fara Blómstrandi dagar fram í Hveragerði um helgina. Það má segja að allt sé að gerast í Hveragerði um helgina því Blómstrandi dagar standa yfir þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna og svo er það Ísdagurinn hjá Kjörís, sem haldin var hátíðlegur í 13. skipti í dag. Ís tegundirnar sem boðið var upp á voru mjög margar og óvenjulegar í tilefni af 50 ára afmæli fyrirtækisins. „Við erum t.d. með aspas ís, og lúsmýís, og svo eru með bloodi marry og sweet chilli, bloddy mary er versti ísinn í dag, hann er næstum því óætur finnst mér“, segir Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís. En hvernig hefur íssumarið 2019 verið? "Það er búið að vera frábært, ofboðslega gott íssumar og við gleðjumst yfir því og eru þakklát Íslendingum fyrir að hafa fylgt okkur í sumar og viljum þakka fyrir þessa samfylgd með svona degi í dag", segir Guðrún. Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri er mjög ánægð með daginn.Magnús HlynurGestir voru mjög ánægðir með stemminguna og ísinn hjá Kjörís í dag. „Hann er góður eins og venjulega“, segir Óskar Albertsson. „Þetta er stórkostleg framtak hjá þeim og bara til hamingju með daginn Kjörís“, segir Gunnvör Kolbeinsdóttir. En þó Ísdeginum sé lokið þá býður Kjörís upp á spennandi dagskrá í kvöld í lystigarði bæjarins. Mörg þúsund manns komu í dag á planið hjá Kjörís og þáðu þar gefins ís frá fyrirtækinu á 50 ára afmæli þess.Magnús Hlynur„Já, við ætlum bjóða Hvergerðingum upp á tónleika með Bubba Morthens. Kóngurinn er að koma í Hveragerði, tónleikarnir byrja klukkan 21:00“, segir Guðrún hæstánægð með daginn.
Hveragerði Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Erlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Innlent Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Erlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Fleiri fréttir Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Nítján ára ferðamaður fannst látinn Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Sjá meira