Endaði númer 206 af 20 milljónum: Tómas spilar Fortnite upp í sex klukkustundir á dag Stefán Árni Pálsson skrifar 15. febrúar 2019 11:30 Tómas Bernhöft er einn af bestu Fortnite spilurum heims. Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. Hann tók þar leik á vegum Origo og fékk mikla athygli Fortnite spilara á öllum aldri enda var leikurinn sýndur á risaskjá. Tómas er ekki bara einn besti Fortnite spilari Íslands heldur er hann einnig mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða í þessum vinsæla leik. Hann vann HR-inginn árið 2018 og lenti í 3. sæti á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Tómas er til að mynda að kenna Fortnite í Rafíþróttaskólanum í samstarfi við Ground Zero. Tómas fær góðan stuðning frá föður sínum Vilhelm Patrick Bernhöft. „Ég er búinn að spila mjög lengi alveg síðan ég var fimm ára. Ég hef spilað mikið Counter Strike, Minecraft, þegar ég var yngri, og fleiri leiki. Ég spila ekki jafn mikið og margir halda. Ég spila svona 2 til 6 klukkutíma á dag. Ég hef unnið í kringum tvö þúsund leiki. Það væri fyndið að geta séð hversu marga ég hef látið brjóta lyklaborðið sitt ,“ segir Tómas og brosir.Fundið sig vel í rafíþróttum Hann er sjálfur að kenna Fortnite og alls konar töluvleiki á Ground Zero í gegnum Rafíþróttaskólann. Þar er lögð áhersla á samvinnu, samskipti og markvissar æfingar á leikjum. Þar hafa nemendurnir nú þegar lært mikið af Tómasi og fundið sig frábærlega í nýrri tegund af skipulögðu starfi í kringum þeirra áhugamál þar sem þeir fá að læra frá þeim bestu. „Það er kennt þrisvar í viku. Það er mikið fjör. þetta er ekkert ósvipað en að þjálfa fótbolta eða körfubolta,“ segir Tómas. Vilhelm Patrick Bernhöft, faðir Tómasar, segist styðja strákinn í spilamennskunni. „Ég er nú spilari sjálfur. Þegar ég fór að átta mig á því hvað þetta E Sports er gríðarlega stórt þá var ekkert annað í stöðunni en að styðja hann í þessu. Hann er asnalega góður í þessu,“ segir Vilhelm. Tómas hefur náð fínum árangri á alþjóðlegum vettvangi og stefnir enn hærra. Hann tók nýverið í keppni þar sem spilarar höfðu ákveðin tímaramma til að ná eins góðum árangri og hægt er og þar endaði Tómas ásamt nokkrum öðrum íslenskum spilurum í hópi þúsund bestu spilara í Evrópu sem er jafnframt hæsta „rank“ sem hægt var að ná í þessum viðburði. Þar á undan spilaði Tómas í undankeppni fyrir mót á vegum Epic games þar sem um 20 milljónir spilara tóku þátt og endaði hann í 206. sæti, aðeins 6 sætum frá því að komast í úrslitin. „Ég er að spila á móti mjög góðum. Það er allt öðruvísi að spila venjulega heldur en á móti miklu betri gaurum,“ segir hann að lokum. Leikjavísir Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Sjá meira
Tómas Bernhöft, einn besti Fortnite tölvuleikjaspilari landsins, sýndi góða takta á UT messunni í Hörpu um síðustu helgi. Hann tók þar leik á vegum Origo og fékk mikla athygli Fortnite spilara á öllum aldri enda var leikurinn sýndur á risaskjá. Tómas er ekki bara einn besti Fortnite spilari Íslands heldur er hann einnig mjög góður á alþjóðlegan mælikvarða í þessum vinsæla leik. Hann vann HR-inginn árið 2018 og lenti í 3. sæti á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári. Tómas er til að mynda að kenna Fortnite í Rafíþróttaskólanum í samstarfi við Ground Zero. Tómas fær góðan stuðning frá föður sínum Vilhelm Patrick Bernhöft. „Ég er búinn að spila mjög lengi alveg síðan ég var fimm ára. Ég hef spilað mikið Counter Strike, Minecraft, þegar ég var yngri, og fleiri leiki. Ég spila ekki jafn mikið og margir halda. Ég spila svona 2 til 6 klukkutíma á dag. Ég hef unnið í kringum tvö þúsund leiki. Það væri fyndið að geta séð hversu marga ég hef látið brjóta lyklaborðið sitt ,“ segir Tómas og brosir.Fundið sig vel í rafíþróttum Hann er sjálfur að kenna Fortnite og alls konar töluvleiki á Ground Zero í gegnum Rafíþróttaskólann. Þar er lögð áhersla á samvinnu, samskipti og markvissar æfingar á leikjum. Þar hafa nemendurnir nú þegar lært mikið af Tómasi og fundið sig frábærlega í nýrri tegund af skipulögðu starfi í kringum þeirra áhugamál þar sem þeir fá að læra frá þeim bestu. „Það er kennt þrisvar í viku. Það er mikið fjör. þetta er ekkert ósvipað en að þjálfa fótbolta eða körfubolta,“ segir Tómas. Vilhelm Patrick Bernhöft, faðir Tómasar, segist styðja strákinn í spilamennskunni. „Ég er nú spilari sjálfur. Þegar ég fór að átta mig á því hvað þetta E Sports er gríðarlega stórt þá var ekkert annað í stöðunni en að styðja hann í þessu. Hann er asnalega góður í þessu,“ segir Vilhelm. Tómas hefur náð fínum árangri á alþjóðlegum vettvangi og stefnir enn hærra. Hann tók nýverið í keppni þar sem spilarar höfðu ákveðin tímaramma til að ná eins góðum árangri og hægt er og þar endaði Tómas ásamt nokkrum öðrum íslenskum spilurum í hópi þúsund bestu spilara í Evrópu sem er jafnframt hæsta „rank“ sem hægt var að ná í þessum viðburði. Þar á undan spilaði Tómas í undankeppni fyrir mót á vegum Epic games þar sem um 20 milljónir spilara tóku þátt og endaði hann í 206. sæti, aðeins 6 sætum frá því að komast í úrslitin. „Ég er að spila á móti mjög góðum. Það er allt öðruvísi að spila venjulega heldur en á móti miklu betri gaurum,“ segir hann að lokum.
Leikjavísir Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Fleiri fréttir Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Sjá meira