Aukið álag og engin árshátíð vegna WOW Birna Dröfn skrifar 29. apríl 2019 08:00 Mikið álag fylgdi falli WOW air en þar að auki þurfti að blása af árshátíð stofnunarinnar því starfsfólk átti flug með félaginu. Fréttablaðið/Jóhanna Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ástæðu þess að hætt var við árshátíðarferð stofnunarinnar vera bæði aukið álag ásamt því að fljúga átti út með WOW air. Starfsfólkið átti að sögn Unnar bókað flug út með WOW air en heim með öðru flugfélagi. Hún segir að þrátt fyrir að líklega hefði verið hægt að koma fólkinu á leiðarenda hafi tímasetningin ekki hentað vegna mikilla anna. Ferðina átti að fara um liðna helgi. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Vinnumálastofnunar vegna gjaldþrots WOW air en í byrjun mánaðarins höfðu stofnuninni borist um 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur frá fyrrverandi starfsfólki flugfélagsins.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Þegar svona gerist þá þarf að tryggja að allir sem eiga bótarétt fái greiðslur sem fyrst og núna um mánaðamótin eru að koma greiðslur til þeirra. Það fylgir því heilmikil vinna,“ segir Vilmar Pétursson, mannauðsstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir að vegna þessa hafi ferðinni verið aflýst og bætir við að starfsfólk stofnunarinnar hafa verið svekkt til að byrja með en sé þó sammála um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hafði hugsað sér að ferðast til Rotterdam í Hollandi og skemmta sér saman en Unnur segir að gjaldþrot WOW air hafi sett strik í reikninginn. „Það sem við héldum að yrði venjulegur aprílmánuður þegar við skipulögðum ferðina varð að einhverju allt öðru. Það er miklu meira að gera hér en vanalega. Starfsfólkið er auðvitað fúlt yfir því að missa af ferðinni en hér er samt sem áður góð stemning, starfsfólkið stendur saman og skilur aðstæður.“ Unnur segir alla starfsmenn hafa fengið ferðina endurgreidda að fullu en starfsfólk fjármagnaði ferðina sjálft. Vilmar tekur undir orð Unnar og segir stemninguna á vinnustaðnum góða. „Það er svolítið skrítið að þegar það þurfa allir að leggjast á eitt þá verður stemningin oft góð, þó að það sé brjálað að gera.“ Unnur og Vilmar segja mikilvægt að sýna starfsfólkinu þakklæti fyrir vel unnin störf og að stefnt sé að því að skipuleggja aðra ferð sem farin verði við betri aðstæður. Einnig segja þau það vera á stefnuskránni að halda vorfagnað í maí þar sem starfsfólkið gerir sér glaðan dag og fagnar saman vorinu. Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Svartur mars í uppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. 3. apríl 2019 07:45 Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir ástæðu þess að hætt var við árshátíðarferð stofnunarinnar vera bæði aukið álag ásamt því að fljúga átti út með WOW air. Starfsfólkið átti að sögn Unnar bókað flug út með WOW air en heim með öðru flugfélagi. Hún segir að þrátt fyrir að líklega hefði verið hægt að koma fólkinu á leiðarenda hafi tímasetningin ekki hentað vegna mikilla anna. Ferðina átti að fara um liðna helgi. Mikið álag hefur verið á starfsfólki Vinnumálastofnunar vegna gjaldþrots WOW air en í byrjun mánaðarins höfðu stofnuninni borist um 700 umsóknir um atvinnuleysisbætur frá fyrrverandi starfsfólki flugfélagsins.Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar.„Þegar svona gerist þá þarf að tryggja að allir sem eiga bótarétt fái greiðslur sem fyrst og núna um mánaðamótin eru að koma greiðslur til þeirra. Það fylgir því heilmikil vinna,“ segir Vilmar Pétursson, mannauðsstjóri Vinnumálastofnunar. Hann segir að vegna þessa hafi ferðinni verið aflýst og bætir við að starfsfólk stofnunarinnar hafa verið svekkt til að byrja með en sé þó sammála um að rétt ákvörðun hafi verið tekin. Starfsfólk Vinnumálastofnunar hafði hugsað sér að ferðast til Rotterdam í Hollandi og skemmta sér saman en Unnur segir að gjaldþrot WOW air hafi sett strik í reikninginn. „Það sem við héldum að yrði venjulegur aprílmánuður þegar við skipulögðum ferðina varð að einhverju allt öðru. Það er miklu meira að gera hér en vanalega. Starfsfólkið er auðvitað fúlt yfir því að missa af ferðinni en hér er samt sem áður góð stemning, starfsfólkið stendur saman og skilur aðstæður.“ Unnur segir alla starfsmenn hafa fengið ferðina endurgreidda að fullu en starfsfólk fjármagnaði ferðina sjálft. Vilmar tekur undir orð Unnar og segir stemninguna á vinnustaðnum góða. „Það er svolítið skrítið að þegar það þurfa allir að leggjast á eitt þá verður stemningin oft góð, þó að það sé brjálað að gera.“ Unnur og Vilmar segja mikilvægt að sýna starfsfólkinu þakklæti fyrir vel unnin störf og að stefnt sé að því að skipuleggja aðra ferð sem farin verði við betri aðstæður. Einnig segja þau það vera á stefnuskránni að halda vorfagnað í maí þar sem starfsfólkið gerir sér glaðan dag og fagnar saman vorinu.
Birtist í Fréttablaðinu Vinnumarkaður WOW Air Tengdar fréttir Svartur mars í uppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. 3. apríl 2019 07:45 Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15 700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Svartur mars í uppsögnum Sex tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í mars. 473 starfsmönnum var sagt upp. 3. apríl 2019 07:45
Örvæntingarfullar flugfreyjur fá ekki undanþágu frá Vinnumálastofnun Þeir einstaklingar sem störfuðu sem flugfreyjur eða þjónar hjá WOW air samhliða námi horfa fram á þrönga stöðu í kjölfar gjaldþrots félagsins. 1. apríl 2019 18:15
700 umsóknir til Vinnumálastofnunar vegna WOW air Rúmlega 700 umsóknir hafa borist Vinnumálastofnun vegna gjaldþrots WOW air. Flugliðar í fullu námi sem fá ekki atvinnuleysisbætur óska eftir því að stofnunin grípi inn í varðandi tímabundnar greiðslur. 40 fyrrverandi flugmenn WOW air hafa sótt um vinnu hjá erlendu flugfélagi sem kynnti starfsemi sína hér á landi í dag. 2. apríl 2019 20:00