Enski boltinn

Liverpool setti met í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Klopp er einstaklega ánægður maður þessa dagana.
Klopp er einstaklega ánægður maður þessa dagana. Vísir/Getty
Með 3-1 sigri sínum á Newcastle United fyrr í dag varð Liverpool fyrsta lið í sögu efstu deildar á Englandi til að vinna 14 leiki í röð og skora tvö eða fleiri mörk í hverjum og einum leik. Sigurganga Liverpool hófst þann 10. mars þegar liðið vann 4-2 sigur á Burnley á Anfield. Liðið vann síðustu níu leiki sína á síðustu leiktíð og hefur hafið núverandi leiktíð á fimm sigrum.Alls hefur liðið skorað 40 mörk í leikjunum 14. Næsti mótherji Liverpool í deildinni er Chelsea og verður forvitnilegt að sjá hvort Frank Lampard og hans mönnum takist að stöðva sigurgöngu Liverpool. Leikirnir níu á síðustu leiktíð:

Liverpool 4-2 Burnley

Fulham 1-2 Liverpool

Liverpool 2-1 Tottenham Hotspur

Southampton 1-3 Liverpool

Liverpool 2-0 Chelsea

Cardiff City 0-2 Liverpool

Liverpool 5-0 Huddersfield TownLeikirnir fjórir á þessari leiktíð:

Liverpool 4-1 Norwich City

Southampton 1-2 Liverpool

Liverpool 3-1 Arsenal

Burnley 0-3 Liverpool

Liverpool 3-1 Newcastle United


Tengdar fréttir

Þægilegt hjá Liverpool á Anfield

Liverpool vann öruggan 3-1 sigur á Newcastle United í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur nú unnið 14 deildarleiki í röð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.