Leyfir sér að vona að ekki verði verkföll í næstu viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. mars 2019 10:32 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist leyfa sér að vona að ekki þurfi að blása til verkfalla í næstu viku líkt og áætlað er. Verkfallið í dag hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. Þá segist Ragnar bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega og gerir ráð fyrir að fundað verði stíft næstu daga. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Ragnar í beinni útsendingu á Vísi í húsakynnum VR skömmu eftir klukkan 10 í morgun. Verkfall um tvö þúsund félagsmanna VR og Eflingar hófst á miðnætti og stendur í sólarhring. Ragnar segist bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega. Það séu vissulega alltaf vonbrigði að þurfa að fara í „átakaferli“ á borð við verkfall en viðræður haldi áfram. „Það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Ekkert alvarlegt hefur komið upp á það sem af er þessum fyrsta verkfallsdegi VR í 31 ár, að sögn Ragnars. „Allavega engir pústrar og engin átök.“ Þá hafi verkfallsvörðum verið tekið vel þar sem þeir hafa komið.Ekki búið að boða formlega til fundar í dag Aðspurður segir Ragnar að dagurinn í dag snúist að mestu leyti um að vinna að málum sem komu út úr viðræðunum í gær. Ragnar segist þó ekki mega tjá sig um efni þeirra en verið sé að vinna kröfugerðina og teikna upp mögulegar lausnir. Þá vill hann ekki tjá sig um það hvort stutt sé á milli samningsaðila í kjaraviðræðunum. „Ég get ekki svarað neinu um það. Við megum ekki tjá okkur um stöðuna eins og hún er núna. […] En við erum að reyna að nálgast þetta lausnamiðað.“ Aðspurður segir Ragnar að ekki sé búið að boða formlega til fundar í dag en býst við því að fundað verði stíft næstu daga. Þá hefur VR verið í óformlegu sambandi við stjórnvöld vegna kjaraviðræðanna. Um áframhaldandi verkfallsaðgerðir segir Kjartan að samtöl séu í góðum farvegi. Þá vonast hann til þess að ekki þurfi að efna til verkfalla í næstu viku, líkt og áætlað er á fimmtudag og föstudag. „Ég leyfi mér að vona ekki.“Greint er ítarlega frá framvindu dagsins í verkfallsvaktinni á Vísi. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segist leyfa sér að vona að ekki þurfi að blása til verkfalla í næstu viku líkt og áætlað er. Verkfallið í dag hafi þó gengið áfallalaust fyrir sig en engin verkfallsbrot hafa komið upp. Þá segist Ragnar bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega og gerir ráð fyrir að fundað verði stíft næstu daga. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður, ræddi við Ragnar í beinni útsendingu á Vísi í húsakynnum VR skömmu eftir klukkan 10 í morgun. Verkfall um tvö þúsund félagsmanna VR og Eflingar hófst á miðnætti og stendur í sólarhring. Ragnar segist bjartsýnn á að kjaradeilan leysist fljótlega. Það séu vissulega alltaf vonbrigði að þurfa að fara í „átakaferli“ á borð við verkfall en viðræður haldi áfram. „Það er það sem skiptir máli,“ segir Ragnar. Ekkert alvarlegt hefur komið upp á það sem af er þessum fyrsta verkfallsdegi VR í 31 ár, að sögn Ragnars. „Allavega engir pústrar og engin átök.“ Þá hafi verkfallsvörðum verið tekið vel þar sem þeir hafa komið.Ekki búið að boða formlega til fundar í dag Aðspurður segir Ragnar að dagurinn í dag snúist að mestu leyti um að vinna að málum sem komu út úr viðræðunum í gær. Ragnar segist þó ekki mega tjá sig um efni þeirra en verið sé að vinna kröfugerðina og teikna upp mögulegar lausnir. Þá vill hann ekki tjá sig um það hvort stutt sé á milli samningsaðila í kjaraviðræðunum. „Ég get ekki svarað neinu um það. Við megum ekki tjá okkur um stöðuna eins og hún er núna. […] En við erum að reyna að nálgast þetta lausnamiðað.“ Aðspurður segir Ragnar að ekki sé búið að boða formlega til fundar í dag en býst við því að fundað verði stíft næstu daga. Þá hefur VR verið í óformlegu sambandi við stjórnvöld vegna kjaraviðræðanna. Um áframhaldandi verkfallsaðgerðir segir Kjartan að samtöl séu í góðum farvegi. Þá vonast hann til þess að ekki þurfi að efna til verkfalla í næstu viku, líkt og áætlað er á fimmtudag og föstudag. „Ég leyfi mér að vona ekki.“Greint er ítarlega frá framvindu dagsins í verkfallsvaktinni á Vísi.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41 Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00 Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn hafi látið aflífa hunda án heimildar Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Sjá meira
Hafa ekki orðið vör við neina verkfallsverði Framkvæmdastjóri Kynnisferða lítur ekki svo á að verkfallið nái til þeirra starfsmanna fyrirtækisins sem ekki eru félagsmenn í Eflingu eða VR. 22. mars 2019 06:41
Verkfallsvaktin: Hótelstarfsmenn og rútubílstjórar leggja niður störf Fréttamenn Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis standa verkfallsvaktina í dag, taka púlsinn á starfsmönnum í verkfalli, atvinnurekendum og fulltrúum stéttarfélaganna. 22. mars 2019 07:00
Sólveig Anna við Hús atvinnulífsins: Vona að þessar manneskjur hér inni sjái okkur Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, vill ekkert tjá sig um gang viðræðna við Samtök atvinnulífsins enda sé fjölmiðlabann sem ríkissáttasemjari hafi sett á og hún ætli að virða það. 22. mars 2019 10:05