Segir viðskiptahagsmuni tekna fram yfir líf og heilsu barna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 4. ágúst 2019 18:48 Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Hún upplifir að viðskiptalegir hagsmunir hafi verið teknir fram yfir líf og heilsu barnanna. Enn er óljóst hvort dóttir hennar nái sér að fullu. „Þetta voru rosaleg krampaköst. Að horfa upp á barnið sitt svona, það á engin að þurfa að ganga í gegn um þetta. Við verðum að læra af þessu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Þriggja ára dóttir Áslaugar, Aníta, er ein af þeim nítján börnum sem greindust með E.coli bakteríuna í sumar. Talið er að öll hafi þau smitast á bænum Efstadal 2 í Bláskógabyggð en ekki er komið á hreint hvort það sé vegna snertingar við kálfa á staðnum eða vegna íss sem þar er seldur. Aníta heimsótti bæinn um miðjan júní en þær mæðgur voru í útilegu á svæðinu. Nýrun á Anítu biluðu og lá hún þungt haldin á sjúkrahúsi þar sem hún hlaut sjaldgæfa lífshættulega eitrun af völdum E.coli. Sama dag og Aníta fékk einkennin dó tveggja ára drengur í San Digeo í Bandaríkjunum vegna eitrunarinnar. „Það var hátíð þar. Þar urðu fjögur smit og það var öllu lokað þar,“ segir Áslaug Hún er gagnrýnin á bænum hafi ekki verið lokað þann 1. júlí, um leið og í ljós kom að tvö börn hefðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug. Ekki var gripið til aðgerða á bænum fyrr en 4. júlí. Þær fólust meðal annars aðgengi að kálfunum var lokað. Tveir smituðust eftir þann tíma og var þá gripið til frekari aðgerða og var sala íss stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun höfðu verið framkvæmd. Áslaug segir nauðsynlegt að herða reglur um aðskilnað dýra og matvælaframleiðslu. Auk þess þurfi heilbrigðiseftirlitið að auka við eftirlit á slíkum stöðum og komi oftar á staðinn og taki sýni en hún hafi fengið upplýsingar um að heilbrigðiseftirlitið kæmi einu sinni á ári. Aníta er nú á batavegi. Enn er þó ekki hægt að segja til um hvort hún eigi eftir að ná sér alveg. Það verður tíminn að leiða í ljós. „Það verður bara að verða vakning. ég held að þetta sé alveg komið til að vera þessi tegund af ecoli og getur blossað upp hvenær sem er. Fólk gerir sér enga grein fyrir því hvað þessi börn eru búin að ganga í gegn um. Þetta er rosalegt. þessi börn eru algjörar hetur, segir Áslaug. Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira
Móðir þriggja ára stúlku sem hlaut alvarlega nýrnabilun eftir að hafa greinst með Ecoli bakteríuna á bænum Efstadal 2 segir að strax hefði átt að loka bænum þegar ljóst var að börn höfðu smitast þar. Hún upplifir að viðskiptalegir hagsmunir hafi verið teknir fram yfir líf og heilsu barnanna. Enn er óljóst hvort dóttir hennar nái sér að fullu. „Þetta voru rosaleg krampaköst. Að horfa upp á barnið sitt svona, það á engin að þurfa að ganga í gegn um þetta. Við verðum að læra af þessu,“ segir Áslaug Fjóla Magnúsdóttir, móðir stúlkunnar. Þriggja ára dóttir Áslaugar, Aníta, er ein af þeim nítján börnum sem greindust með E.coli bakteríuna í sumar. Talið er að öll hafi þau smitast á bænum Efstadal 2 í Bláskógabyggð en ekki er komið á hreint hvort það sé vegna snertingar við kálfa á staðnum eða vegna íss sem þar er seldur. Aníta heimsótti bæinn um miðjan júní en þær mæðgur voru í útilegu á svæðinu. Nýrun á Anítu biluðu og lá hún þungt haldin á sjúkrahúsi þar sem hún hlaut sjaldgæfa lífshættulega eitrun af völdum E.coli. Sama dag og Aníta fékk einkennin dó tveggja ára drengur í San Digeo í Bandaríkjunum vegna eitrunarinnar. „Það var hátíð þar. Þar urðu fjögur smit og það var öllu lokað þar,“ segir Áslaug Hún er gagnrýnin á bænum hafi ekki verið lokað þann 1. júlí, um leið og í ljós kom að tvö börn hefðu smitast þar. „Að viðskiptalegir hagsmunir skuli vera teknir fram fyrir líf og heilsu barna. þetta er mín upplifun,“ segir Áslaug. Ekki var gripið til aðgerða á bænum fyrr en 4. júlí. Þær fólust meðal annars aðgengi að kálfunum var lokað. Tveir smituðust eftir þann tíma og var þá gripið til frekari aðgerða og var sala íss stöðvuð þar til alþrif og sótthreinsun höfðu verið framkvæmd. Áslaug segir nauðsynlegt að herða reglur um aðskilnað dýra og matvælaframleiðslu. Auk þess þurfi heilbrigðiseftirlitið að auka við eftirlit á slíkum stöðum og komi oftar á staðinn og taki sýni en hún hafi fengið upplýsingar um að heilbrigðiseftirlitið kæmi einu sinni á ári. Aníta er nú á batavegi. Enn er þó ekki hægt að segja til um hvort hún eigi eftir að ná sér alveg. Það verður tíminn að leiða í ljós. „Það verður bara að verða vakning. ég held að þetta sé alveg komið til að vera þessi tegund af ecoli og getur blossað upp hvenær sem er. Fólk gerir sér enga grein fyrir því hvað þessi börn eru búin að ganga í gegn um. Þetta er rosalegt. þessi börn eru algjörar hetur, segir Áslaug.
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Fleiri fréttir Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Sjá meira