Sjö af hverjum tíu innflytjendum vilja persónulega þjónustu Sighvatur Jónsson skrifar 4. maí 2019 12:15 Nær fjórðungur íbúa Reykjanesbæjar eru erlendir ríkisborgarar. Mynd/Reykjanesbær Sjö af hverjum tíu innflytjendum vilja fá persónulega þjónustu en ekki eingöngu þjónustu í gegnum síma eða tölvu. Þetta er meðal niðurstaðna í nýju meistaraverkefni um bætta innflytjendaþjónustu í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum segir þörf á því að geta veitt innflytjendum margvíslega þjónustu á einum stað. Verkefnið var unnið í meistaranámi HR í verkefnastjórnun í samstarfi við Vinnumálastofnun á Suðurnesjum og fjölmenningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Verkefnið ber yfirskriftina Betri þjónusta við innflytjendur. Greind var þörf á þjónustu við innflytjendur á Suðurnesjum. Litið er til Fjölmenningarstofu á Ísafirði sem var stofnuð fyrir nokkrum árum. Hlutfallslega eru innflytjendur flestir í Reykjanesbæ, þeir nema nær fjórðungi íbúa þar. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir þörf á því að innflytjendur geti sótt þjónustu og upplýsingar á einn stað. Reynslan sýni að innflytjendur leiti til Vinnumálastofnunar ekki vitandi hvar þeir eigi að sækja ýmsa þjónustu. Hildur segir niðurstöður verkefnisins verða kynntar fulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum. Margar góðar hugmyndir hafi verið settar fram, meðal annars um færanlega þjónustumiðstöð. „Að hafa bíl sem keyrir á milli, skrifstofu á hjólum, sem myndi aðstoða fólk. Það eru margir sem eru ekki með bíl eða annað farartæki til að ferðast á milli og strætósamgöngur ekki alltaf hentugar. Þannig að það er mjög góð hugmynd sem kom út úr þessu,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum. Innflytjendamál Reykjanesbær Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
Sjö af hverjum tíu innflytjendum vilja fá persónulega þjónustu en ekki eingöngu þjónustu í gegnum síma eða tölvu. Þetta er meðal niðurstaðna í nýju meistaraverkefni um bætta innflytjendaþjónustu í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum segir þörf á því að geta veitt innflytjendum margvíslega þjónustu á einum stað. Verkefnið var unnið í meistaranámi HR í verkefnastjórnun í samstarfi við Vinnumálastofnun á Suðurnesjum og fjölmenningarfulltrúa Reykjanesbæjar. Verkefnið ber yfirskriftina Betri þjónusta við innflytjendur. Greind var þörf á þjónustu við innflytjendur á Suðurnesjum. Litið er til Fjölmenningarstofu á Ísafirði sem var stofnuð fyrir nokkrum árum. Hlutfallslega eru innflytjendur flestir í Reykjanesbæ, þeir nema nær fjórðungi íbúa þar. Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum, segir þörf á því að innflytjendur geti sótt þjónustu og upplýsingar á einn stað. Reynslan sýni að innflytjendur leiti til Vinnumálastofnunar ekki vitandi hvar þeir eigi að sækja ýmsa þjónustu. Hildur segir niðurstöður verkefnisins verða kynntar fulltrúum sveitarfélaga á Suðurnesjum. Margar góðar hugmyndir hafi verið settar fram, meðal annars um færanlega þjónustumiðstöð. „Að hafa bíl sem keyrir á milli, skrifstofu á hjólum, sem myndi aðstoða fólk. Það eru margir sem eru ekki með bíl eða annað farartæki til að ferðast á milli og strætósamgöngur ekki alltaf hentugar. Þannig að það er mjög góð hugmynd sem kom út úr þessu,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, forstöðumaður Vinnumálastofnunar á Suðurnesjum.
Innflytjendamál Reykjanesbær Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira