Tveimur pottum og vaðlaug lokað í Vesturbæjarlaug vegna kuldans Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. janúar 2019 20:00 Heitasti potturinn sést hér í forgrunni og plastpotturinn Örlygshöfn er aftast á mynd. Þeim hefur báðum verið lokað vegna kuldans. Mynd/Reykjavíkurborg Tveimur heitum pottum og vaðlaug var lokað í Vesturbæjarlaug í dag vegna kuldakastsins sem nú gengur yfir landið. Gripið var til þessara aðgerða svo anna mætti heitavatnsþörf laugarinnar í kuldanum. Lokanirnar ná til heitasta pottsins og plastpottsins Örlygshafnar. Þá var vaðlaugarhluta nýju pottanna einnig lokað og næst því að halda hita á sundlauginni og í sturtunum. Greint var frá lokununum á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar í morgun. Guðrún Arna Gylfadóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugar segir í samtali við Vísi að ákvörðunin hafi verið tekin þegar ljóst var að lagnakerfi laugarinnar stæði ekki undir heitavatnsþörfinni. „Þetta hefur verið lokað frá því um níu í morgun og verður frameftir í dag. Við tökum svo stöðuna á morgun,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gripið hafi verið til slíkra lokana. „Já já, ekki kannski svona margir samt en við reynum hvað við getum,“ segir Guðrún. „Með þessu sáum við fram á að geta haldið úti þjónustunni. En það eru sannarlega færri gestir hjá okkur, ekkert skólasund til dæmis.“ Þá segir hún sundlaugargesti taka vel í þessi neyðarúrræði stjórnenda laugarinnar. „Tveir pottar eru betri en enginn!“ segir Guðrún. Nístingskuldinn á landinu hefur víða haft áhrif á stórnotendur heitavatns, einkum sundlaugarnar. Í dag var til að mynda tilkynnt um að loka þyrfti sundlaugum í Árborg vegna kuldans. Ekki hafa þó borist tilkynningar um að grípa þurfi til lokana í öðrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu. Árborg Sund Sundlaugar Veður Tengdar fréttir Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40 Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. 31. janúar 2019 15:36 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Tveimur heitum pottum og vaðlaug var lokað í Vesturbæjarlaug í dag vegna kuldakastsins sem nú gengur yfir landið. Gripið var til þessara aðgerða svo anna mætti heitavatnsþörf laugarinnar í kuldanum. Lokanirnar ná til heitasta pottsins og plastpottsins Örlygshafnar. Þá var vaðlaugarhluta nýju pottanna einnig lokað og næst því að halda hita á sundlauginni og í sturtunum. Greint var frá lokununum á Facebook-síðu Vesturbæjarlaugar í morgun. Guðrún Arna Gylfadóttir forstöðumaður Vesturbæjarlaugar segir í samtali við Vísi að ákvörðunin hafi verið tekin þegar ljóst var að lagnakerfi laugarinnar stæði ekki undir heitavatnsþörfinni. „Þetta hefur verið lokað frá því um níu í morgun og verður frameftir í dag. Við tökum svo stöðuna á morgun,“ segir Guðrún. Aðspurð segir hún að þetta sé ekki í fyrsta skipti sem gripið hafi verið til slíkra lokana. „Já já, ekki kannski svona margir samt en við reynum hvað við getum,“ segir Guðrún. „Með þessu sáum við fram á að geta haldið úti þjónustunni. En það eru sannarlega færri gestir hjá okkur, ekkert skólasund til dæmis.“ Þá segir hún sundlaugargesti taka vel í þessi neyðarúrræði stjórnenda laugarinnar. „Tveir pottar eru betri en enginn!“ segir Guðrún. Nístingskuldinn á landinu hefur víða haft áhrif á stórnotendur heitavatns, einkum sundlaugarnar. Í dag var til að mynda tilkynnt um að loka þyrfti sundlaugum í Árborg vegna kuldans. Ekki hafa þó borist tilkynningar um að grípa þurfi til lokana í öðrum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu.
Árborg Sund Sundlaugar Veður Tengdar fréttir Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40 Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. 31. janúar 2019 15:36 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Segir að kuldinn geti ekki talist mikill og því viti það varla á gott að Veitum sé brugðið Trausti Jónsson, veðurfræðingur, fjallar um kuldann sem verið hefur undanfarna daga á höfuðborgarsvæðinu, og víðar, á bloggsíðu sinni Hungurdiskum og segir að kuldinn geti varla talist mikill. 31. janúar 2019 14:40
Loka sundlaugum í Árborg vegna kulda Verði aðstæður metnar betri af Selfossveitum verður reynt að opna fyrr. 31. janúar 2019 15:36