Vill sjá breytingar á nýrri fjármálaáætlun Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 24. mars 2019 20:00 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segist ekki sjá mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga úr launakostnaði, eins og aðhaldskrafa nýrrar fjármálaáætlunar gerir ráð fyrir. Spara á um fimm milljarða með því að hagræða í innkaupum og launakostnaði hjá hinu opinbera. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær og samkvæmt henni verða fjárframlög til samgöngu-, nýsköpunar- og velferðarmála aukin um marga milljarða. En einnig á að gera aðhald í ríkisrekstri upp á fimm milljarða með því að draga saman í opinberum innkaupum á vörum og þjónustu sem og draga úr launakostnaði og er þá horft til tæknilausna. Formaður BSRB segir stofnanir víðast hvar reknar á lágmarksmönnun. „Við sjáum hins vegar ekki mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga saman og við leggjumst fastlega geng því að það verði fækkun hjá starfsmönnum ríkisins,“ segir Sonja. Hún segir að kröfur í komandi kjarasamningagerð séu meðal annars að bæta starfsumhverfi opinberra starfamanna. Þá vísar hún í aukningu á kulnun og veikindafjarveru sem rekja má til vinnuumhverfis. Alþingi mun fjalla um áætlunina áþriðjudag. „Í okkar huga er þetta einfaldlega áætlun. Eins og ég segi við leggjum mikla áherslu á það í kjarasamningaviðræðum að horft verði til starfsumhverfis opinberra starfsmanna og það verði gripið til aðgerða vegna veikindafjarveru og kulnunar. Við ætlumst svo auðvitað til að það verði breytingar áætluninni í kjölfarið,“ segir hún. Hún segir að tæknivæðing muni breyta störfum í framtíðinni en ekki endilega draga úr launakostnaði. „Við vitum að störfin munu breytast á framtíðar vinnumarkaði. Þá erum við að horfa til þess aðþau verkefni taki breytingum og fólkið okkar verði undirbúið. Þá með aukinni þekkingu og þjálfun.Getur það þýtt fækkun á störfum?„Það getur auðvitað þýtt það en við vitum að krafan um þjónustu er að aukast. Þannig að við teljum að þessi framtíðarbreyting feli í sér breytingu á verkefnum okkar félagsmanna,“ segir hún. Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segist ekki sjá mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga úr launakostnaði, eins og aðhaldskrafa nýrrar fjármálaáætlunar gerir ráð fyrir. Spara á um fimm milljarða með því að hagræða í innkaupum og launakostnaði hjá hinu opinbera. Ný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar var kynnt í gær og samkvæmt henni verða fjárframlög til samgöngu-, nýsköpunar- og velferðarmála aukin um marga milljarða. En einnig á að gera aðhald í ríkisrekstri upp á fimm milljarða með því að draga saman í opinberum innkaupum á vörum og þjónustu sem og draga úr launakostnaði og er þá horft til tæknilausna. Formaður BSRB segir stofnanir víðast hvar reknar á lágmarksmönnun. „Við sjáum hins vegar ekki mikið svigrúm hjá stofnunum til að draga saman og við leggjumst fastlega geng því að það verði fækkun hjá starfsmönnum ríkisins,“ segir Sonja. Hún segir að kröfur í komandi kjarasamningagerð séu meðal annars að bæta starfsumhverfi opinberra starfamanna. Þá vísar hún í aukningu á kulnun og veikindafjarveru sem rekja má til vinnuumhverfis. Alþingi mun fjalla um áætlunina áþriðjudag. „Í okkar huga er þetta einfaldlega áætlun. Eins og ég segi við leggjum mikla áherslu á það í kjarasamningaviðræðum að horft verði til starfsumhverfis opinberra starfsmanna og það verði gripið til aðgerða vegna veikindafjarveru og kulnunar. Við ætlumst svo auðvitað til að það verði breytingar áætluninni í kjölfarið,“ segir hún. Hún segir að tæknivæðing muni breyta störfum í framtíðinni en ekki endilega draga úr launakostnaði. „Við vitum að störfin munu breytast á framtíðar vinnumarkaði. Þá erum við að horfa til þess aðþau verkefni taki breytingum og fólkið okkar verði undirbúið. Þá með aukinni þekkingu og þjálfun.Getur það þýtt fækkun á störfum?„Það getur auðvitað þýtt það en við vitum að krafan um þjónustu er að aukast. Þannig að við teljum að þessi framtíðarbreyting feli í sér breytingu á verkefnum okkar félagsmanna,“ segir hún.
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira