Þjóðleikhúsráð afgreiðir þjóðleikhússtjóraumsóknirnar frá sér í næsta mánuði Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2019 12:53 Magnús Geir, Kristín og Ari eru meðal þeirra sem kljást um stöðu þjóðleikhússtjóra en ekkert þeirra siglir lygnan sjó. „Þjóðleikhúsráð hyggst vanda til umsóknar sinnar einsog kostur er og jafnframt fá sérfræðinga í lið með sér. Það er búið að fara yfir hinar skriflegu umsóknir og næst liggur fyrir að eiga viðtöl við umsækjendur. Við stefnum að því að ljúka okkar umsögn í september,“ segir Halldór Guðmundsson formaður ráðsins. Eins og Vísir greindi frá fyrr í sumar vilja sjö verða þjóðleikhússtjórar. Sérfræðingarnir sem Halldór vísar til eru ráðningarfyrirtækið Capacent og mun það aðstoða við upphaf ferils en þjóðleikhúsráð mun þá ljúka vinnunni sjálft. Þegar álit ráðsins liggur fyrir mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra taka afstöðu til málsins og skipa þjóðleikhússtjóra í kjölfar þess, hvort sem það verður sitjandi stjóri eða einhver annar.Halldór Guðmundsson er formaður þjóðleikhúsráðs sem hefur leita fulltingis Capacent við afgreiðslu umsókna um starf þjóðleikhússtjóra.Fbl/Anton BrinkStarfið var auglýst laust til umsóknar 10. maí síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út í upphafi þessa mánaðar. Sjö umsóknir bárust, fjórar konur og þrír karlar: Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri Guðbjörg Gústafsdóttir Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur.Spenna um ráðninguna Skipað verður í embætti þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir hefur fjallað nokkuð um vendingar í leikhúsinu og baráttu þar bak við tjöldin en veruleg spenna ríkir um þessa stöðuveitingu sem kann hugsanlega að hafa einhverjar hrókeringar í för með sér sem ýmsir eru áhugasamir um. Til að mynda kann að fara svo að starf útvarpsstjóra losni nú eða starf leikhússtjóra Borgarleikhússins. Hvorugt þeirra Magnúsar Geirs né Kristínar, sem bæði hljóta að teljast sterkir umsækjendur, sigla lygnan sjó en væntanleg er niðurstaða stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu og í næsta mánuði mun Einar Þór Sverrisson lögmaður flytja mál leikarans Atla Rafns Sigurðssonar á hendur Kristínu Eysteinsdóttur og Borgarleikhúsinu vegna uppsagnar sem vakti mikla athygli á sínum tíma og tengist MeToo-byltingunni. Þá hefur Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri staðið í ströngu í málum sem tengjast deilum hans og Birnu Hafstein, formanns Félags íslenskra leikara. Þjóðleikhúsráðið sem nú situr er nýtt og var skipað eftir að hið eldra sagði allt af sér vegna deilna innan leiklistargeirans. Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Sjá meira
„Þjóðleikhúsráð hyggst vanda til umsóknar sinnar einsog kostur er og jafnframt fá sérfræðinga í lið með sér. Það er búið að fara yfir hinar skriflegu umsóknir og næst liggur fyrir að eiga viðtöl við umsækjendur. Við stefnum að því að ljúka okkar umsögn í september,“ segir Halldór Guðmundsson formaður ráðsins. Eins og Vísir greindi frá fyrr í sumar vilja sjö verða þjóðleikhússtjórar. Sérfræðingarnir sem Halldór vísar til eru ráðningarfyrirtækið Capacent og mun það aðstoða við upphaf ferils en þjóðleikhúsráð mun þá ljúka vinnunni sjálft. Þegar álit ráðsins liggur fyrir mun Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra taka afstöðu til málsins og skipa þjóðleikhússtjóra í kjölfar þess, hvort sem það verður sitjandi stjóri eða einhver annar.Halldór Guðmundsson er formaður þjóðleikhúsráðs sem hefur leita fulltingis Capacent við afgreiðslu umsókna um starf þjóðleikhússtjóra.Fbl/Anton BrinkStarfið var auglýst laust til umsóknar 10. maí síðastliðinn en umsóknarfrestur rann út í upphafi þessa mánaðar. Sjö umsóknir bárust, fjórar konur og þrír karlar: Ari Matthíasson, þjóðleikhússtjóri Brynhildur Guðjónsdóttir, leikari og leikstjóri Guðbjörg Gústafsdóttir Kolbrún K. Halldórsdóttir, leikstjóri Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri Stefán Sturla Sigurjónsson, verkefnastjóri, leikari og rithöfundur.Spenna um ráðninguna Skipað verður í embætti þjóðleikhússtjóra frá og með 1. janúar 2020. Vísir hefur fjallað nokkuð um vendingar í leikhúsinu og baráttu þar bak við tjöldin en veruleg spenna ríkir um þessa stöðuveitingu sem kann hugsanlega að hafa einhverjar hrókeringar í för með sér sem ýmsir eru áhugasamir um. Til að mynda kann að fara svo að starf útvarpsstjóra losni nú eða starf leikhússtjóra Borgarleikhússins. Hvorugt þeirra Magnúsar Geirs né Kristínar, sem bæði hljóta að teljast sterkir umsækjendur, sigla lygnan sjó en væntanleg er niðurstaða stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á Ríkisútvarpinu og í næsta mánuði mun Einar Þór Sverrisson lögmaður flytja mál leikarans Atla Rafns Sigurðssonar á hendur Kristínu Eysteinsdóttur og Borgarleikhúsinu vegna uppsagnar sem vakti mikla athygli á sínum tíma og tengist MeToo-byltingunni. Þá hefur Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri staðið í ströngu í málum sem tengjast deilum hans og Birnu Hafstein, formanns Félags íslenskra leikara. Þjóðleikhúsráðið sem nú situr er nýtt og var skipað eftir að hið eldra sagði allt af sér vegna deilna innan leiklistargeirans.
Leikhús Stjórnsýsla Tengdar fréttir Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45 Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00 Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Fleiri fréttir Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Sjá meira
Atli Rafn krefst 13 milljóna frá Borgarleikhúsinu Atli Rafn stefnir Kristínu Eysteinsdóttur og LR vegna uppsagnar í desember í fyrra. 14. janúar 2019 11:45
Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara Þjóðleikhússtjóri segir formann FÍL grafa með ósæmilegum hætti undan sér og leikhúsinu. 20. maí 2019 09:00
Ríkisendurskoðandi ákveður að gera stjórnsýsluúttekt á RÚV Úttekt mun taka til fjármögnunar, reikningsskila og samkeppnisreksturs Ríkisútvarpsins. Úttektin er að frumkvæði Ríkisendurskoðunar og sú fyrsta sem gerð er á RÚV í 24 ár. 15. janúar 2019 08:00