Innlent

Nýtt þjóðleikhúsráð skipað í skugga deilna innan leiklistargeirans

Andri Eysteinsson skrifar
Nýtt þjóðleikhúsráð tekur við eftir mánaðamót.
Nýtt þjóðleikhúsráð tekur við eftir mánaðamót. Vísir
Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, hefur skipað nýtt þjóðleikhúsráð í skugga þeirra deilna sem uppi hafa verið innan leiklistargeirans undanfarið.

Sjá einnig: Leiklistarheimurinn logar vegna hatramra deilna Birnu og Ara

Vísir greindi frá því í byrjun mánaðarins að allir fulltrúar Þjóðleikhúsráðs hefðu sagt sig úr ráðinu. Ráðið sagði af sér í heild til þess að umsóknarferlið um starf þjóðleikhússtjóra yrði hafið yfir allan vafa um mögulegt vanhæfi en það kemur til kasta Þjóðleikhúsráðs að meta hæfi umsækjenda um stöðu næsta þjóðleikhússtjóra.

Lögum samkvæmt er þjóðleikhúsráð skipað fimm mönnum, þremur skipuðum af ráðherra, einum tilnefndum af félagi íslenskra leikara og sá síðasti tilnefndur af félagi leikstjóra á Íslandi.

Sjá einnig: Þjóðleikhúsráð segir af sér



Nýskipaður formaður ráðsins er Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri og rithöfundur, varaformaður ráðsins verður Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir framkvæmdastjóri en bæði eru þau skipuð af ráðherra.

Þá hafa einnig verið skipuð í ráðið þau Sigmundur Örn Arngrímsson leikari sem tilnefndur var af Félagi íslenskra leikara. Fulltrúi Félags leikstjóra á Íslandi verður Fríða Björk Ingvarsdóttir rektor Listaháskóla Íslands. Síðasti fulltrúi ráðsins er Pétur Gunnarsson rithöfundur skipaður af ráðherra.

Varamenn í ráðinu eru Jóna Finnsdóttir, Magnús Árni Skúlason og Baldur Þórir Guðmundsson skipuð án tilnefningar, Karen María Jónsdóttir tilnefnd af Félagi íslenskra leikara og Arnbjörg María Daníelsen tilnefnd af Félagi leikstjóra á Íslandi.

Nýtt Þjóðleikhúsráð tekur formlega til starfa á morgun, 1. júlí. Samdægurs rennur umsóknarfrestur til embættis Þjóðleikhússtjóra út.






Tengdar fréttir

Embætti þjóðleikhússtjóra laust til umsóknar

Í auglýsingunni er leitað eftir einstaklingi með umfangsmikla stjórnunarreynslu, leiðtoga- og samskiptahæfni, reynslu af stefnumótunarvinnu og hæfileika til nýsköpunar. Þekking og reynsla af stjórnsýslu, fjármálum og rekstri er einnig mikilvæg sem og góð kunnátta í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×