Býður uppá mat að hætti danskra fanga Jakob Bjarnar skrifar 30. október 2019 09:00 Guðmundur Ingi nýtir reynslu sína úr Nyborg-fangelsinu á jákvæðan hátt og eldar að hætti fanga þar. „Slátrið gekk vel í vikunni og svo ætla ég að taka upp gamla takta, nýta mér reynsluna úr danska fangelsiskerfinu og hafa djúsí Hakkebøff með lauk og einu spældu eggi,“ tilkynnir Guðmundur Ingi Þóroddsson vert á Blásteini í Árbæ. Matur að hætti danskra fanga? Getur það verið gott? Fangafóður. Já, svo segir vertinn. „Já maður verður að nýta reynsluna í botn sama hvaðan sú reynsla kemur. Fólk hefur almennt verið ánægt með dönsku eldamennskuna hjá okkur; hakkabuffið og purusteikina til dæmis.“Lærði að elda í Nyborg-fangelsinu Guðmundir Ingi hefur látið til sín taka í umræðu um stöðu fanga, var lengi formaður Afstöðu – samtaka fanga en sjálfur sat hann lengi inni í tengslum við fíkniefnasmygl. Meðal annars í Danaveldi. Og nú nær hann að nýta reynslu sína þaðan í eldhúsið. Hvernig má þetta vera?„Ég var í Nyborg-fangelsinu á góðum gangi þar sem 26 fangar voru. Þar skiptust 3 fangar á að elda ofan í hina í heila viku; morgunmat, hádegismat og kvöldmat,“ útskýrir Guðmundur Ingi.Kátir í eldhúsinu. Guðmundur Ingi með Teiti Jóhannessyni sem stjórnar matreiðslunni.Hann var í eitt og hálft ár í Nyborg-fangelsinu og þar þurftu fangarnir að panta inn og útbúa matseðla.„Það má segja að maður hafi lært að elda almennilega þar. Það var ekki slæmt að læra alla þessu frægu dönsku rétti en ég gat á móti sett íslenskan stíl í matgerðina þegar ég fékk að ráða.“ Guðmundur Ingi segir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem honum finnst vanta hérna í fangelsiskerfið. „Það ætti að skylda alla fanga til að læra að panta inn vörur, gera innkaupalista og hafa læra að versla miðað við fjárhag, gera matseðla, elda og ganga frá. Það getur ekki verið annað en gott að fólk kunni þetta svona almennt. Þá kviknar oft áhugi á matagerð og um leið ætti fangelsiskerfið að taka á móti og bjóða föngunum að læra matreiðslu eins og er nákvæmlega gert í Danmörku.“Sérstakir fangaveitingastaðir til í DKAð hætti danskra fanga. Hakkað buff, með lauk.Meira að segja er það svo, að sögn Guðmundar Inga, að finna má sérstaka veitingastaði í sumum fangelsum í Danmörku. Þar starfa fangar í öllum störfum. „Í öðrum fangelsum er matvælaframleiðsla fyrir gæsluvarðhaldsfangelsin.“ En, nú er talað um spítalamat sem óæti og fangamaturinn er ekki hærra skrifaður. En, það er sem sagt á misskilningi byggt. Já, og nei, segir Guðmundur Ingi. „Á Blásteini-Matbar og Rakang Thai er enginn fangamatur í boði heldur lúxusmatur úr besta fáanlegu hráefni þar sem lærður matreiðslumaður stjórnar eldamennskunni,“ segir vertinn á Blásteini og vísar til þess að þó hann sjálfur sé liðtækur í eldhúsinu er hann ekki yfirmatreiðslumeistari staðanna sem hann rekur. „Teitur Jóhannesson matreiðslumaður er þarna með mér og stjórnar matseldinni.“ Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira
„Slátrið gekk vel í vikunni og svo ætla ég að taka upp gamla takta, nýta mér reynsluna úr danska fangelsiskerfinu og hafa djúsí Hakkebøff með lauk og einu spældu eggi,“ tilkynnir Guðmundur Ingi Þóroddsson vert á Blásteini í Árbæ. Matur að hætti danskra fanga? Getur það verið gott? Fangafóður. Já, svo segir vertinn. „Já maður verður að nýta reynsluna í botn sama hvaðan sú reynsla kemur. Fólk hefur almennt verið ánægt með dönsku eldamennskuna hjá okkur; hakkabuffið og purusteikina til dæmis.“Lærði að elda í Nyborg-fangelsinu Guðmundir Ingi hefur látið til sín taka í umræðu um stöðu fanga, var lengi formaður Afstöðu – samtaka fanga en sjálfur sat hann lengi inni í tengslum við fíkniefnasmygl. Meðal annars í Danaveldi. Og nú nær hann að nýta reynslu sína þaðan í eldhúsið. Hvernig má þetta vera?„Ég var í Nyborg-fangelsinu á góðum gangi þar sem 26 fangar voru. Þar skiptust 3 fangar á að elda ofan í hina í heila viku; morgunmat, hádegismat og kvöldmat,“ útskýrir Guðmundur Ingi.Kátir í eldhúsinu. Guðmundur Ingi með Teiti Jóhannessyni sem stjórnar matreiðslunni.Hann var í eitt og hálft ár í Nyborg-fangelsinu og þar þurftu fangarnir að panta inn og útbúa matseðla.„Það má segja að maður hafi lært að elda almennilega þar. Það var ekki slæmt að læra alla þessu frægu dönsku rétti en ég gat á móti sett íslenskan stíl í matgerðina þegar ég fékk að ráða.“ Guðmundur Ingi segir að þetta sé eitt af þeim atriðum sem honum finnst vanta hérna í fangelsiskerfið. „Það ætti að skylda alla fanga til að læra að panta inn vörur, gera innkaupalista og hafa læra að versla miðað við fjárhag, gera matseðla, elda og ganga frá. Það getur ekki verið annað en gott að fólk kunni þetta svona almennt. Þá kviknar oft áhugi á matagerð og um leið ætti fangelsiskerfið að taka á móti og bjóða föngunum að læra matreiðslu eins og er nákvæmlega gert í Danmörku.“Sérstakir fangaveitingastaðir til í DKAð hætti danskra fanga. Hakkað buff, með lauk.Meira að segja er það svo, að sögn Guðmundar Inga, að finna má sérstaka veitingastaði í sumum fangelsum í Danmörku. Þar starfa fangar í öllum störfum. „Í öðrum fangelsum er matvælaframleiðsla fyrir gæsluvarðhaldsfangelsin.“ En, nú er talað um spítalamat sem óæti og fangamaturinn er ekki hærra skrifaður. En, það er sem sagt á misskilningi byggt. Já, og nei, segir Guðmundur Ingi. „Á Blásteini-Matbar og Rakang Thai er enginn fangamatur í boði heldur lúxusmatur úr besta fáanlegu hráefni þar sem lærður matreiðslumaður stjórnar eldamennskunni,“ segir vertinn á Blásteini og vísar til þess að þó hann sjálfur sé liðtækur í eldhúsinu er hann ekki yfirmatreiðslumeistari staðanna sem hann rekur. „Teitur Jóhannesson matreiðslumaður er þarna með mér og stjórnar matseldinni.“
Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Fleiri fréttir Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Sjá meira