Læknaneminn sem gaf út vinsælasta lag landsins í sumar heiðraður í Slóvakíu Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2019 10:30 Ján Danko, borgarstjóri Martin, og Victor þegar hann var heiðraður. Læknaneminn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Doctor Victor, hlaut í síðustu viku heiðursverðlaun frá borgarstjóranum í Martin í Slóvakíu þar sem hann stundar læknanám fyrir störf sín í þágu menningar, góðgerðarmála og listar, en er þetta í fyrsta sinn sem nemanda er veitt þessi verðlaun þar úti. „Þetta var mjög skemmtilegt og mikill heiður, en ég fékk hringingu frá bæjarstjóranum þegar ég var staddur á Akureyri í 6. árs verknáminu mínu og boðaður á sérstaka athöfn í Slóvakíu. Ég kom síðan hingað út til Martin í síðustu viku og tók við verðlaununum á skemmtilegri athöfn, en ég ákvað að skella í slóvakíska ræðu í tilefni af þessu,” segir Victor. Victor er á sínu sjötta og síðasta ári í læknisfræði við læknaskólann Jessenius Faculty of Medicine úti í Martin en hann stofnaði meðal annars Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu (FÍLS) ásamt þeim Auði Jónu Einarsdóttur, Ernu Markúsdóttur og Þórdísi Magnadóttur. Hann hefur einnig verið duglegur að halda viðburði þar sem hann spilar sjálfur og á vegum FÍLS fyrir nemendur skólans og bæjarbúa, en hann kom svo að skipulagi tveggja góðgerðarviðburða síðustu tvö ár þar sem söfnuðust um 4.000 evrum fyrir barnadeild geðdeildar spítalans í bænum. Hann segir að íslenska samfélagið þar úti hafi vaxið mikið með árunum og sé duglegt að sameinast. „Það er magnað að sjá hversu margir Íslendingar eru komnir hingað út til Slóvakíu að læra. Fyrst voru þetta um tíu íslenskir nemendur, en nú erum við yfir hundrað og það er góð stemmning hérna. Ég hef mjög gaman að því að sameina fólk og gera eitthvað skemmtilegt, en tónlistin hefur alltaf verið í mér frá því ég var lítill og hún fékk loksins að blómstra hér úti þegar ég fór að gera mína eigin tónlist og byrjaði að spila í Slóvakíu og löndunum hér í kring. Mér finnst mikilvægt að fólk sé óhrætt að stökkva á tækifæri, sérstaklega ef þau eru á þeirra áhugasviði.”Ingó Veðurguð, Doctor Victor og Guðmundur Þórarinsson baksviðs á Þjóðhátíð í sumar.Það má þó segja að tónlistin hans Victors hafi sprungið út á Íslandi síðasta sumar, en hann gaf út tvö lög - eitt með Svölu Björgvins sem heitir Running Back og sumarsmellinn Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Ingó Veðurguð og Gumma Tóta og er lagið með um 1.000.000 spilanir eftir einungis hálft ár. „Það var í rauninni mjög fyndið hvernig þetta þróaðist með Sumargleðina, en ég fékk það verkefni í hendurnar að gera þemalag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin og mátti gera hvað sem ég vildi. Ég var á þessum tíma á fullu í prófum, en ætli það hafi ekki hjálpað mér að gera eitthvað vel hresst sumarlag og peppa mig í sumarið sem var framundan. Ég hafði svo samband við Ingó og Gumma Tóta sem voru klárir í þetta, en við vorum allir staddir í sitt hvorum löndum. Gummi tók upp sinn part í Svíþjóð, Ingó sinn part á Íslandi og Sæþór Kristjáns hjálpaði okkur svo að setja þetta saman og á innan við mánuði var lagið tilbúið og gáfum við það út í lok maí.”Hittust í fyrsta skipti á Þjóðhátíð „Ég var ennþá úti í Slóvakíu í lokaprófum þegar lagið kom út, en við vorum þá aldrei búnir að hittast og höfðum ekki hugmynd um hversu vinsælt þetta lag myndi verða. Það var ekki fyrr en ég kom heim til Íslands sem ég fór að heyra þetta út um allt í útvarpinu og á skemmtistöðum. Mesta sjokkið var svo þegar við fórum á Þjóðhátíð, en þá vorum við beðnir um að taka það á stóra sviðinu með FM95BLÖ og hittumst við þá þrír í fyrsta skipti klukkutíma áður en við spiluðum lagið saman. Það er líklegast eitt magnaðasta móment sem ég hef upplifað - að sjá 20.000 manns dansa og syngja við lag sem maður gerði.”Nóg framundan Victor stefnir á að klára læknanámið næsta sumar, en það verður mjög fjölbreytt ár. „Næsta sumar verður mjög fjölbreytt, en þá klára ég læknisfræðina og svo fékk ég áskorun frá hlaupaþjálfaranum mínum Arnari Péturs að fagna því með því að taka heilt maraþon með honum, þannig ég ætla að keyra á það líka. En ég stefni á að flytja heim til Íslands eftir læknanámið og er með fullt af hlutum plönuðum fyrir næsta ár sem ég er mjög spenntur fyrir. Mig langar allavegana að halda áfram að tvinna læknisfræðina og tónlistina saman á meðan ég get en það kemur svo í ljós hvernig þetta þróast.” Hægt er að fylgjast með Victor á Instagram @doctorvictorsound eða á Facebook undir Doctor Victor. Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Læknanemi í sumarstarfi á Landspítalanum treður upp á Þjóðhátíð "Somebody Like You er annað frumsamda lagið sem ég gef út sjálfur, en fyrir utan nokkur Remix sem ég hef gefið út var fyrsta lagið Feeling sem ég gaf út í fyrra ásamt norskum pródúser sem kallar sig HAV2,“ segir Victor Guðmundsson sem er í læknisfræði í Martin í Slóvakíu. 30. júlí 2018 11:30 Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. 24. maí 2019 14:30 Íslenskur læknanemi gefur út tónlistarmyndband Fimmta árs læknaneminn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Doctor Victor frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Somebody Like You. 30. desember 2018 12:00 Íslenskur læknanemi gerir það gott sem plötusnúður í Slóvakíu: „Er að rokka David Guetta greiðsluna“ "Ég byrjaði að spila hér úti í Slóvakíu árið 2015, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir tónlist síðan ég var ungur.“ 25. maí 2018 11:15 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Læknaneminn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn Doctor Victor, hlaut í síðustu viku heiðursverðlaun frá borgarstjóranum í Martin í Slóvakíu þar sem hann stundar læknanám fyrir störf sín í þágu menningar, góðgerðarmála og listar, en er þetta í fyrsta sinn sem nemanda er veitt þessi verðlaun þar úti. „Þetta var mjög skemmtilegt og mikill heiður, en ég fékk hringingu frá bæjarstjóranum þegar ég var staddur á Akureyri í 6. árs verknáminu mínu og boðaður á sérstaka athöfn í Slóvakíu. Ég kom síðan hingað út til Martin í síðustu viku og tók við verðlaununum á skemmtilegri athöfn, en ég ákvað að skella í slóvakíska ræðu í tilefni af þessu,” segir Victor. Victor er á sínu sjötta og síðasta ári í læknisfræði við læknaskólann Jessenius Faculty of Medicine úti í Martin en hann stofnaði meðal annars Félag íslenskra læknanema í Slóvakíu (FÍLS) ásamt þeim Auði Jónu Einarsdóttur, Ernu Markúsdóttur og Þórdísi Magnadóttur. Hann hefur einnig verið duglegur að halda viðburði þar sem hann spilar sjálfur og á vegum FÍLS fyrir nemendur skólans og bæjarbúa, en hann kom svo að skipulagi tveggja góðgerðarviðburða síðustu tvö ár þar sem söfnuðust um 4.000 evrum fyrir barnadeild geðdeildar spítalans í bænum. Hann segir að íslenska samfélagið þar úti hafi vaxið mikið með árunum og sé duglegt að sameinast. „Það er magnað að sjá hversu margir Íslendingar eru komnir hingað út til Slóvakíu að læra. Fyrst voru þetta um tíu íslenskir nemendur, en nú erum við yfir hundrað og það er góð stemmning hérna. Ég hef mjög gaman að því að sameina fólk og gera eitthvað skemmtilegt, en tónlistin hefur alltaf verið í mér frá því ég var lítill og hún fékk loksins að blómstra hér úti þegar ég fór að gera mína eigin tónlist og byrjaði að spila í Slóvakíu og löndunum hér í kring. Mér finnst mikilvægt að fólk sé óhrætt að stökkva á tækifæri, sérstaklega ef þau eru á þeirra áhugasviði.”Ingó Veðurguð, Doctor Victor og Guðmundur Þórarinsson baksviðs á Þjóðhátíð í sumar.Það má þó segja að tónlistin hans Victors hafi sprungið út á Íslandi síðasta sumar, en hann gaf út tvö lög - eitt með Svölu Björgvins sem heitir Running Back og sumarsmellinn Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Ingó Veðurguð og Gumma Tóta og er lagið með um 1.000.000 spilanir eftir einungis hálft ár. „Það var í rauninni mjög fyndið hvernig þetta þróaðist með Sumargleðina, en ég fékk það verkefni í hendurnar að gera þemalag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin og mátti gera hvað sem ég vildi. Ég var á þessum tíma á fullu í prófum, en ætli það hafi ekki hjálpað mér að gera eitthvað vel hresst sumarlag og peppa mig í sumarið sem var framundan. Ég hafði svo samband við Ingó og Gumma Tóta sem voru klárir í þetta, en við vorum allir staddir í sitt hvorum löndum. Gummi tók upp sinn part í Svíþjóð, Ingó sinn part á Íslandi og Sæþór Kristjáns hjálpaði okkur svo að setja þetta saman og á innan við mánuði var lagið tilbúið og gáfum við það út í lok maí.”Hittust í fyrsta skipti á Þjóðhátíð „Ég var ennþá úti í Slóvakíu í lokaprófum þegar lagið kom út, en við vorum þá aldrei búnir að hittast og höfðum ekki hugmynd um hversu vinsælt þetta lag myndi verða. Það var ekki fyrr en ég kom heim til Íslands sem ég fór að heyra þetta út um allt í útvarpinu og á skemmtistöðum. Mesta sjokkið var svo þegar við fórum á Þjóðhátíð, en þá vorum við beðnir um að taka það á stóra sviðinu með FM95BLÖ og hittumst við þá þrír í fyrsta skipti klukkutíma áður en við spiluðum lagið saman. Það er líklegast eitt magnaðasta móment sem ég hef upplifað - að sjá 20.000 manns dansa og syngja við lag sem maður gerði.”Nóg framundan Victor stefnir á að klára læknanámið næsta sumar, en það verður mjög fjölbreytt ár. „Næsta sumar verður mjög fjölbreytt, en þá klára ég læknisfræðina og svo fékk ég áskorun frá hlaupaþjálfaranum mínum Arnari Péturs að fagna því með því að taka heilt maraþon með honum, þannig ég ætla að keyra á það líka. En ég stefni á að flytja heim til Íslands eftir læknanámið og er með fullt af hlutum plönuðum fyrir næsta ár sem ég er mjög spenntur fyrir. Mig langar allavegana að halda áfram að tvinna læknisfræðina og tónlistina saman á meðan ég get en það kemur svo í ljós hvernig þetta þróast.” Hægt er að fylgjast með Victor á Instagram @doctorvictorsound eða á Facebook undir Doctor Victor.
Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Læknanemi í sumarstarfi á Landspítalanum treður upp á Þjóðhátíð "Somebody Like You er annað frumsamda lagið sem ég gef út sjálfur, en fyrir utan nokkur Remix sem ég hef gefið út var fyrsta lagið Feeling sem ég gaf út í fyrra ásamt norskum pródúser sem kallar sig HAV2,“ segir Victor Guðmundsson sem er í læknisfræði í Martin í Slóvakíu. 30. júlí 2018 11:30 Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. 24. maí 2019 14:30 Íslenskur læknanemi gefur út tónlistarmyndband Fimmta árs læknaneminn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Doctor Victor frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Somebody Like You. 30. desember 2018 12:00 Íslenskur læknanemi gerir það gott sem plötusnúður í Slóvakíu: „Er að rokka David Guetta greiðsluna“ "Ég byrjaði að spila hér úti í Slóvakíu árið 2015, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir tónlist síðan ég var ungur.“ 25. maí 2018 11:15 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Læknanemi í sumarstarfi á Landspítalanum treður upp á Þjóðhátíð "Somebody Like You er annað frumsamda lagið sem ég gef út sjálfur, en fyrir utan nokkur Remix sem ég hef gefið út var fyrsta lagið Feeling sem ég gaf út í fyrra ásamt norskum pródúser sem kallar sig HAV2,“ segir Victor Guðmundsson sem er í læknisfræði í Martin í Slóvakíu. 30. júlí 2018 11:30
Doctor Victor, Gummi Tóta og Ingó Veðurguð gefa út sumarsmell Tónlistarmaðurinn Doctor Victor gaf í dag út glænýtt lag fyrir sumarhátíðina Sumargleðin ásamt þeim bræðrum Guðmundi Þórarinssyni og Ingó Veðurguði, en lagið er þemalag hátíðarinnar og jafnframt skemmtileg blanda af mismunandi tónlistarstílum þeirra þriggja. 24. maí 2019 14:30
Íslenskur læknanemi gefur út tónlistarmyndband Fimmta árs læknaneminn Victor Guðmundsson, betur þekktur sem tónlistarmaðurinn og plötusnúðurinn Doctor Victor frumsýnir í dag nýtt tónlistarmyndband við lagið Somebody Like You. 30. desember 2018 12:00
Íslenskur læknanemi gerir það gott sem plötusnúður í Slóvakíu: „Er að rokka David Guetta greiðsluna“ "Ég byrjaði að spila hér úti í Slóvakíu árið 2015, en ég hef alltaf haft mikinn áhuga fyrir tónlist síðan ég var ungur.“ 25. maí 2018 11:15