Breyttu 48 fm bílskúr í Reykjavík í þriggja herbergja íbúð Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. nóvember 2019 12:30 Fjölskylduna vantaði fleiri herbergi og fannst bílskúrinn ekki nýtast nógu vel. Þau ákváðu því að gera skúrinn íbúðarhæfan. Myndir úr einkasafni „Okkur fannst bílskúrinn ekki þjóna neinum tilgangi sem bílskúr,“ segir Elín Rósa Guðlaugsdóttir sem breytti bílskúr heimilisins í þriggja herbergja íbúð. Breytingin var mjög mikil og eins og sjá má á myndunum sést varla að um sama rými er að ræða. Mynd/Úr einkasafni„Hann nýttist bara sem geymsla fyrir stórfjölskylduna og er of dýrt húsnæði fyrir það. Svo hentaði það okkar hagsmunum betur að nýta þetta sem íbúðarhúsnæði fyrir fjölskyldumeðlimi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Bílskúrinn sjálfur er 48 fermetrar en svo er einnig á honum geymsluloft sem er ennþá notað sem slíkt. Fjölskylduna vantaði fleiri herbergi og var þetta lausn sem hentaði þeim vel. „Við gætum ekki verið ánægðari, stóðst allar væntingar og meira til.“Elín segir að þegar þau skipulögðu rýmið hafi gluggastaðsetning skipt miklu máli. Inngangurinn er enn á sama stað og svo bættu þau við einum glugga á bílskúrshurðina til þess að fá birtu fyrir eitt herbergið. Mynd/Úr einkasafniFyrsta skrefið þeirra var að skipta út ofnum. Þau bættu engum ofnum við þar sem ofnarnir voru á réttum stöðum. „Svo brutum við upp gólfið til að koma upp niðurfalli. Eftir það var hægt að huga að öðrum hlutum í framkvæmdunum.“Mynd/Úr einkasafniAllt sem sneri að raflögnum og pípulögnum fengu þau meistara í en annað gerðu þau sjálf með aðstoð laghentra einstaklinga. Elín segir að það hafi lítið komið á óvart í ferlinu þar sem þau höfðu skipulagt allt vel áður en farið var af stað í þessar framkvæmdir. „En helst þá að þetta var ódýrara þegar upp var staðið en við bjuggumst við. En það spilar að vísu inn í að við gerðum margt sjálf.“Elín telur að þessi breyting og allt sem þau keyptu hafi í heildina kostað 3,5 milljónir. „Við vorum mjög dugleg að nýta okkur öll tilboð sem við duttum inn á, gerðum mikið sjálf og þekkjum til rafvirkja og pípara sem hjálpuðu.“Það erfiðasta við ferlið var svo að bíða eftir því að þetta væri tilbúið svo hægt væri að byrja að gista í rýminu. „Þetta var allt gert eftir vinnu og um helgar svo þetta tók lengri tíma en ef fólk hefði verið í fullu starfi við þetta.“Mynd/Úr einkasafniElín segir að það trufli þau ekki hversu fáir gluggar eru á rýminu. „Það er mjög fín gluggasetning svo við finnum ekki fyrir því, þeir eru að vísu hátt uppi en það er hátt til lofts svo það kemur ekki að sök.“Mynd/Úr einkasafni„Fólk getur gert meira en það heldur sjálft,“ segir Elín að lokum. Hús og heimili Tengdar fréttir Gjörbreyttu íbúð í Safamýri: „Ólýsanleg tilfinning að sjá lokaútkomuna“ Kom mest á óvart hvað endurbæturnar voru tímafrekar. 21. september 2019 17:30 Margir af helstu leikurum Íslands hreinsuðu allt út úr húsi Gísla og Nínu Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir tóku þá ákvörðun á dögunum að taka hús sitt við Nesveginn á Seltjarnarnesinu alfarið í gegn frá a-ö. 22. október 2019 13:30 Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu Barmahlíð 2 á Akureyri á síðasta ári og hafa gert fallegar breytingar. 11. mars 2018 07:00 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
„Okkur fannst bílskúrinn ekki þjóna neinum tilgangi sem bílskúr,“ segir Elín Rósa Guðlaugsdóttir sem breytti bílskúr heimilisins í þriggja herbergja íbúð. Breytingin var mjög mikil og eins og sjá má á myndunum sést varla að um sama rými er að ræða. Mynd/Úr einkasafni„Hann nýttist bara sem geymsla fyrir stórfjölskylduna og er of dýrt húsnæði fyrir það. Svo hentaði það okkar hagsmunum betur að nýta þetta sem íbúðarhúsnæði fyrir fjölskyldumeðlimi,“ segir Elín í samtali við Vísi. Bílskúrinn sjálfur er 48 fermetrar en svo er einnig á honum geymsluloft sem er ennþá notað sem slíkt. Fjölskylduna vantaði fleiri herbergi og var þetta lausn sem hentaði þeim vel. „Við gætum ekki verið ánægðari, stóðst allar væntingar og meira til.“Elín segir að þegar þau skipulögðu rýmið hafi gluggastaðsetning skipt miklu máli. Inngangurinn er enn á sama stað og svo bættu þau við einum glugga á bílskúrshurðina til þess að fá birtu fyrir eitt herbergið. Mynd/Úr einkasafniFyrsta skrefið þeirra var að skipta út ofnum. Þau bættu engum ofnum við þar sem ofnarnir voru á réttum stöðum. „Svo brutum við upp gólfið til að koma upp niðurfalli. Eftir það var hægt að huga að öðrum hlutum í framkvæmdunum.“Mynd/Úr einkasafniAllt sem sneri að raflögnum og pípulögnum fengu þau meistara í en annað gerðu þau sjálf með aðstoð laghentra einstaklinga. Elín segir að það hafi lítið komið á óvart í ferlinu þar sem þau höfðu skipulagt allt vel áður en farið var af stað í þessar framkvæmdir. „En helst þá að þetta var ódýrara þegar upp var staðið en við bjuggumst við. En það spilar að vísu inn í að við gerðum margt sjálf.“Elín telur að þessi breyting og allt sem þau keyptu hafi í heildina kostað 3,5 milljónir. „Við vorum mjög dugleg að nýta okkur öll tilboð sem við duttum inn á, gerðum mikið sjálf og þekkjum til rafvirkja og pípara sem hjálpuðu.“Það erfiðasta við ferlið var svo að bíða eftir því að þetta væri tilbúið svo hægt væri að byrja að gista í rýminu. „Þetta var allt gert eftir vinnu og um helgar svo þetta tók lengri tíma en ef fólk hefði verið í fullu starfi við þetta.“Mynd/Úr einkasafniElín segir að það trufli þau ekki hversu fáir gluggar eru á rýminu. „Það er mjög fín gluggasetning svo við finnum ekki fyrir því, þeir eru að vísu hátt uppi en það er hátt til lofts svo það kemur ekki að sök.“Mynd/Úr einkasafni„Fólk getur gert meira en það heldur sjálft,“ segir Elín að lokum.
Hús og heimili Tengdar fréttir Gjörbreyttu íbúð í Safamýri: „Ólýsanleg tilfinning að sjá lokaútkomuna“ Kom mest á óvart hvað endurbæturnar voru tímafrekar. 21. september 2019 17:30 Margir af helstu leikurum Íslands hreinsuðu allt út úr húsi Gísla og Nínu Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir tóku þá ákvörðun á dögunum að taka hús sitt við Nesveginn á Seltjarnarnesinu alfarið í gegn frá a-ö. 22. október 2019 13:30 Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu Barmahlíð 2 á Akureyri á síðasta ári og hafa gert fallegar breytingar. 11. mars 2018 07:00 Mest lesið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Fleiri fréttir Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Sjá meira
Gjörbreyttu íbúð í Safamýri: „Ólýsanleg tilfinning að sjá lokaútkomuna“ Kom mest á óvart hvað endurbæturnar voru tímafrekar. 21. september 2019 17:30
Margir af helstu leikurum Íslands hreinsuðu allt út úr húsi Gísla og Nínu Leikarahjónin Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdóttir tóku þá ákvörðun á dögunum að taka hús sitt við Nesveginn á Seltjarnarnesinu alfarið í gegn frá a-ö. 22. október 2019 13:30
Tóku hús í gegn á Akureyri: Það þarf ekki að vera dýrt að gera heimilið fallegra Svana Rún Símonardóttir og Ríkarð Svavar Axelsson keyptu Barmahlíð 2 á Akureyri á síðasta ári og hafa gert fallegar breytingar. 11. mars 2018 07:00