Skapar hættulegt fordæmi og rýrir tjáningarfrelsi þingmanna í stjórnarandstöðu Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2019 12:30 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. Siðanefnd Alþingis telur Þórhildi Sunnu hafa brotið siðareglur þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og endurgreiðslur sem hann fékk frá ríkissjóði á grundvelli skráninga í akstursdagbók. Það var Fréttablaðið í dag sem greindi fyrst frá niðurstöðu siðanefndarinnar. Ummæli Þórhildar Sunnu féllu í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV sunnudaginn 25. febrúar 2018 þar sem hún kvartaði undan því að hvorki ráðherrar né þingmenn væru látnir sæta ábyrgð. Ummælin voru á þá leið að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé með því að láta ríkissjóð greiða óhóflegan aksturskostnað sinn. Telur að siðanefnd hafi lagt rangt mat á ummælin Að mati siðanefndarinnar gerðist Þórhildur Sunna brotleg við ákvæði 5. gr. og 7. gr. siðareglna Alþingis. Umfjöllun nefndarinnar beindist einna helst að notkun Þórhildar Sunnu á hugtakinu „rökstuddur grunur“ og hvort hún hefði notað hugtakið í lögfræðilegri merkingu. Í c-lið 5. gr. siðareglnanna segir að þingmenn megi „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni.“ Í 7. gr. segir að þingmenn skuli í „öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu.“ „Mér finnst það áhyggjuefni fyrir tjáningarfrelsi þingmanna og mér finnst siðanefndin hafa lagt rangt mat á þetta sem skýrist kannski að vissu leyti að áeggjan forsætisnefndar sem hvetur eða segir við siðanefndina að það sé ekki hennar hlutverk að meta sannleiksgildi ummælanna. Ef að niðurstaða siðanefndar er sú að órökstuddar aðdróttanir af hálfu þingmanna um refsiverða háttsemi annarra þingmanna séu til þess fallnar að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess þá er ekki hægt að komast að þeirri niðurstöðu án þess að skoða sannleiksgildi og samhengi þessara sömu ummæla. Það setur okkur þingmenn, sérstaklega okkur í stjórnarandstöðu sem eigum að veita valdhöfum aðhald, í mjög erfiða stöðu ef að við megum ekki einu sinni segja sannleikann um það sem er að á Alþingi,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fékk 4,6 milljónir greiddar frá ríkissjóðir vegna aksturs á árinu 2017. Vísir/Vilhelm Var að kalla eftir rannsókn en ekki staðhæfa um refsiverða háttsemi Málið er nú á borði forsætisnefndar Alþingis. Þórhildur Sunna mun skila greinargerð til nefndarinnar og óska eftir endurskoðun á niðurstöðunni. Hún segist aðeins hafa verið að kalla eftir því að akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar yrðu rannsakaðar en hann fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar frá ríkissjóði vegna aksturs á árinu 2017. Það þýðir að hann fékk um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna keyrslu sinnar það ár. Ásmundur hefur frá árinu 2013 fengið tæpar 23,5 milljónir endurgreiddar frá ríkissjóði vegna aksturskostnaðar á eigin bifreið. „Ég var einungis að benda á að það væri tilefni til þess að rannsaka akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar. Ég var að kalla eftir því að það yrði gert. Ég sagði sérstaklega í sama þætti að ég væri ekki að segja að hann væri sekur og að það væri dómstóla að skera úr um það og að ég væri að kalla eftir rannsókn sem hefur ekki enn farið fram,“ segir Þórhildur Sunna. Þess skal getið að bæði Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) og Hæstiréttur Íslands hafa í dómum gert skýran greinarmun á svokölluðum gildisdómum annars vegar og staðhæfingum um staðreyndir hins vegar. Þannig njóta gildisdómar mun ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir því sá sem heldur frammi staðhæfingu um eitthvað verður að geta fært sönnur á hana. Hæstiréttur Íslands hefur í dómum á meiðyrðamálum á undanförnum árum innleitt aðferðafræði MDE við mat á gildisdómum og staðhæfingum um staðreyndir. Varð sú breyting með hægfara þróun eftir að íslenska ríkið var margsinnis dæmt brotlegt í Strassborg fyrir brot á 10. gr. mannréttindasáttmálans sem fjallar um tjáningarfrelsi. Í einfölduðu máli má segja að fólk hafi mun rýmri rétt til að lýsa skoðun sinni á einhverju en að staðhæfa að eitthvað tiltekið hafi gerst. Sérstaklega ef staðhæfingin er þeim sem er til umfjöllunar til álitshnekkis. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir staðhæfði ekki í þættinum Silfrinu á RÚV hinn 25. febrúar 2018 að Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé. Hún sagði að það væri til staðar grunur um það og var að kalla eftir rannsókn sem hefur aldrei farið fram. Á þessu tvennu er mikill munur enda er annað staðhæfing um refsiverða háttsemi sem væri Ásmundi til álitshnekkis en hitt er staðhæfing um að grunur sé til staðar og það þurfi að hefja rannsókn. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 „Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Hneykslan og furða vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. 17. maí 2019 10:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir alþingismaður telur að álit siðanefndar Alþingis, um að hún hafi brotið siðareglur vegna ummæla sinna um Ásmund Friðriksson og akstursgreiðslur hans, skapi hættulegt fordæmi og takmarki tjáningarfrelsi alþingismanna í stjórnarandstöðu með óeðlilegum hætti. Siðanefnd Alþingis telur Þórhildi Sunnu hafa brotið siðareglur þingsins með ummælum um Ásmund Friðriksson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, og endurgreiðslur sem hann fékk frá ríkissjóði á grundvelli skráninga í akstursdagbók. Það var Fréttablaðið í dag sem greindi fyrst frá niðurstöðu siðanefndarinnar. Ummæli Þórhildar Sunnu féllu í umræðuþættinum Silfrinu á RÚV sunnudaginn 25. febrúar 2018 þar sem hún kvartaði undan því að hvorki ráðherrar né þingmenn væru látnir sæta ábyrgð. Ummælin voru á þá leið að uppi væri rökstuddur grunur um að Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé með því að láta ríkissjóð greiða óhóflegan aksturskostnað sinn. Telur að siðanefnd hafi lagt rangt mat á ummælin Að mati siðanefndarinnar gerðist Þórhildur Sunna brotleg við ákvæði 5. gr. og 7. gr. siðareglna Alþingis. Umfjöllun nefndarinnar beindist einna helst að notkun Þórhildar Sunnu á hugtakinu „rökstuddur grunur“ og hvort hún hefði notað hugtakið í lögfræðilegri merkingu. Í c-lið 5. gr. siðareglnanna segir að þingmenn megi „ekki kasta rýrð á Alþingi eða skaða ímynd þess með framkomu sinni.“ Í 7. gr. segir að þingmenn skuli í „öllu hátterni sínu sýna Alþingi, stöðu þess og störfum virðingu.“ „Mér finnst það áhyggjuefni fyrir tjáningarfrelsi þingmanna og mér finnst siðanefndin hafa lagt rangt mat á þetta sem skýrist kannski að vissu leyti að áeggjan forsætisnefndar sem hvetur eða segir við siðanefndina að það sé ekki hennar hlutverk að meta sannleiksgildi ummælanna. Ef að niðurstaða siðanefndar er sú að órökstuddar aðdróttanir af hálfu þingmanna um refsiverða háttsemi annarra þingmanna séu til þess fallnar að kasta rýrð á Alþingi og skaða ímynd þess þá er ekki hægt að komast að þeirri niðurstöðu án þess að skoða sannleiksgildi og samhengi þessara sömu ummæla. Það setur okkur þingmenn, sérstaklega okkur í stjórnarandstöðu sem eigum að veita valdhöfum aðhald, í mjög erfiða stöðu ef að við megum ekki einu sinni segja sannleikann um það sem er að á Alþingi,“ segir Þórhildur Sunna í samtali við fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins fékk 4,6 milljónir greiddar frá ríkissjóðir vegna aksturs á árinu 2017. Vísir/Vilhelm Var að kalla eftir rannsókn en ekki staðhæfa um refsiverða háttsemi Málið er nú á borði forsætisnefndar Alþingis. Þórhildur Sunna mun skila greinargerð til nefndarinnar og óska eftir endurskoðun á niðurstöðunni. Hún segist aðeins hafa verið að kalla eftir því að akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar yrðu rannsakaðar en hann fékk 4,6 milljónir króna endurgreiddar frá ríkissjóði vegna aksturs á árinu 2017. Það þýðir að hann fékk um 385 þúsund krónur á mánuði í endurgreiðslu úr ríkissjóði vegna keyrslu sinnar það ár. Ásmundur hefur frá árinu 2013 fengið tæpar 23,5 milljónir endurgreiddar frá ríkissjóði vegna aksturskostnaðar á eigin bifreið. „Ég var einungis að benda á að það væri tilefni til þess að rannsaka akstursgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar. Ég var að kalla eftir því að það yrði gert. Ég sagði sérstaklega í sama þætti að ég væri ekki að segja að hann væri sekur og að það væri dómstóla að skera úr um það og að ég væri að kalla eftir rannsókn sem hefur ekki enn farið fram,“ segir Þórhildur Sunna. Þess skal getið að bæði Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) og Hæstiréttur Íslands hafa í dómum gert skýran greinarmun á svokölluðum gildisdómum annars vegar og staðhæfingum um staðreyndir hins vegar. Þannig njóta gildisdómar mun ríkari verndar en staðhæfingar um staðreyndir því sá sem heldur frammi staðhæfingu um eitthvað verður að geta fært sönnur á hana. Hæstiréttur Íslands hefur í dómum á meiðyrðamálum á undanförnum árum innleitt aðferðafræði MDE við mat á gildisdómum og staðhæfingum um staðreyndir. Varð sú breyting með hægfara þróun eftir að íslenska ríkið var margsinnis dæmt brotlegt í Strassborg fyrir brot á 10. gr. mannréttindasáttmálans sem fjallar um tjáningarfrelsi. Í einfölduðu máli má segja að fólk hafi mun rýmri rétt til að lýsa skoðun sinni á einhverju en að staðhæfa að eitthvað tiltekið hafi gerst. Sérstaklega ef staðhæfingin er þeim sem er til umfjöllunar til álitshnekkis. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir staðhæfði ekki í þættinum Silfrinu á RÚV hinn 25. febrúar 2018 að Ásmundur Friðriksson hefði dregið sér fé. Hún sagði að það væri til staðar grunur um það og var að kalla eftir rannsókn sem hefur aldrei farið fram. Á þessu tvennu er mikill munur enda er annað staðhæfing um refsiverða háttsemi sem væri Ásmundi til álitshnekkis en hitt er staðhæfing um að grunur sé til staðar og það þurfi að hefja rannsókn.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15 „Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Hneykslan og furða vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. 17. maí 2019 10:49 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Þórhildur Sunna brotleg að mati siðanefndar Þórhildur Sunna Ævarsdóttir braut siðareglur þingsins að mati siðanefndar. Brotið er vegna ummæla um Ásmund Friðriksson og akstur hans. 17. maí 2019 06:15
„Gamla klíkuverkið er endanlega gengið af göflunum“ Hneykslan og furða vegna niðurstöðu siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu. 17. maí 2019 10:49