Jónsmessudagskrá víða um landið Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 22. júní 2019 10:00 Jónsmessuhátíð er haldin á Akureyri um helgina með fjölbreyttri dagskrá. NORDICPHOTOS/GETTY Árbæjarsafnið stendur einnig fyrir Jónsmessugöngu sem hefst klukkan 22.30 annað kvöld. Gengið verður frá Árbæjarsafni og niður í Elliðaárdal. Stefán Pálsson sagnfræðingur leiðir gönguna. Miðsumarhátíðin Reykjavík Midsummer music er haldin í Hörpu í sjöunda sinn. Hún hófst á fimmtudaginn og stendur til morguns. Í Hraunborgum í Grímsnesi er mikið um að vera um helgina en þar er haldin miðsumarhátíð að sænskum sið. Gestir eru hvattir til að mæta með hljóðfærin sín og allir koma saman um kvöldið og setja saman risa miðsumarband sem spilar fyrir gesti hátíðarinnar. Blómaskreytingasérfræðingur kennir blómaskreytingar og allir eru hvattir til að skreyta tjöldin sína og vagna. Sveitamarkaður verður á staðnum. Sundlaugarpartí fyrir unga sem aldna, boðið verður upp á bjórsmökkun, matarsmökkun, það verður uppistand og línudansar, reiptog, pokahopp, grillpartí og margt fleira.Árbæjarsafn stendur fyrir göngu um Elliðaárdalinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á Akureyri verður Jónsmessunni fagnað með 24 tíma hátíð sem hefst á hádegi í dag og stendur til hádegis á morgun. Dagskráin er fjölbreytt og hefst á Listasafninu á Akureyri með einleik Tuma Hrannar-Pálmasonar, sem þekktur er undir listamannsnafninu Flammeus. Hann leikur á gítar og syngur lög af plötu sinni The Yellow sem er væntanleg 4. júlí. Í sundlaug Akureyrar verður sýnt dansverk og trúbador kemur og spilar fyrir laugargesti. Flammeus mun einnig mæta á staðinn og í kvöld mun tvíeykið Stórleikurinn þeyta skífum á bökkum sundlaugarinnar. Í sundlauginni verður boðið upp á vatnazúmba í dag milli kl. 17.00 og 18.00. Á göngugötunni í miðbænum spilar hljómsveitin Omotrack frá klukkan 23.00-23.45. Á miðnætti verður svo hægt að dansa zúmba á Ráðhústorginu.Á Grímsey verður líf og fjör um helginaÝmsar listsýningar og tónleikar verða í Listagilinu gestum að kostnaðarlausu. Víðsvegar um bæinn verður boðið upp á tónleika og ýmsa gjörninga. Nákvæma dagskrá má finna á visitakureyri.is. Í Grímsey er um helgina sumarsólstöðuhátíð með fjölbreyttri dagskrá, fjölskylduratleik, lifandi tónlist, sjávarréttakvöldi, balli, varðeld og Brekkusöng og fleiru. Á Kópaskeri er einnig sólstöðuhátíð um helgina þar sem nóg er um að vera. Andlitsmálning fyrir börnin, kaffi og matsala. Bryggjutónleikar verða í kvöld þar sem bæði heimamenn og gestir stíga á svið. Sérstakir gestir eru Kristján Kristjánsson, eða KK, og Páll Rósinkranz. Eftir tónleikana er ball í íþróttahúsinu með hljómsveitinni Legó. Hátíðin endar á morgun með fjölskyldugöngu út að Kópaskersvita og norður með ströndinni út að veggjabrotum fjárborgarinnar við flugvöllinn.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu. Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira
Árbæjarsafnið stendur einnig fyrir Jónsmessugöngu sem hefst klukkan 22.30 annað kvöld. Gengið verður frá Árbæjarsafni og niður í Elliðaárdal. Stefán Pálsson sagnfræðingur leiðir gönguna. Miðsumarhátíðin Reykjavík Midsummer music er haldin í Hörpu í sjöunda sinn. Hún hófst á fimmtudaginn og stendur til morguns. Í Hraunborgum í Grímsnesi er mikið um að vera um helgina en þar er haldin miðsumarhátíð að sænskum sið. Gestir eru hvattir til að mæta með hljóðfærin sín og allir koma saman um kvöldið og setja saman risa miðsumarband sem spilar fyrir gesti hátíðarinnar. Blómaskreytingasérfræðingur kennir blómaskreytingar og allir eru hvattir til að skreyta tjöldin sína og vagna. Sveitamarkaður verður á staðnum. Sundlaugarpartí fyrir unga sem aldna, boðið verður upp á bjórsmökkun, matarsmökkun, það verður uppistand og línudansar, reiptog, pokahopp, grillpartí og margt fleira.Árbæjarsafn stendur fyrir göngu um Elliðaárdalinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Á Akureyri verður Jónsmessunni fagnað með 24 tíma hátíð sem hefst á hádegi í dag og stendur til hádegis á morgun. Dagskráin er fjölbreytt og hefst á Listasafninu á Akureyri með einleik Tuma Hrannar-Pálmasonar, sem þekktur er undir listamannsnafninu Flammeus. Hann leikur á gítar og syngur lög af plötu sinni The Yellow sem er væntanleg 4. júlí. Í sundlaug Akureyrar verður sýnt dansverk og trúbador kemur og spilar fyrir laugargesti. Flammeus mun einnig mæta á staðinn og í kvöld mun tvíeykið Stórleikurinn þeyta skífum á bökkum sundlaugarinnar. Í sundlauginni verður boðið upp á vatnazúmba í dag milli kl. 17.00 og 18.00. Á göngugötunni í miðbænum spilar hljómsveitin Omotrack frá klukkan 23.00-23.45. Á miðnætti verður svo hægt að dansa zúmba á Ráðhústorginu.Á Grímsey verður líf og fjör um helginaÝmsar listsýningar og tónleikar verða í Listagilinu gestum að kostnaðarlausu. Víðsvegar um bæinn verður boðið upp á tónleika og ýmsa gjörninga. Nákvæma dagskrá má finna á visitakureyri.is. Í Grímsey er um helgina sumarsólstöðuhátíð með fjölbreyttri dagskrá, fjölskylduratleik, lifandi tónlist, sjávarréttakvöldi, balli, varðeld og Brekkusöng og fleiru. Á Kópaskeri er einnig sólstöðuhátíð um helgina þar sem nóg er um að vera. Andlitsmálning fyrir börnin, kaffi og matsala. Bryggjutónleikar verða í kvöld þar sem bæði heimamenn og gestir stíga á svið. Sérstakir gestir eru Kristján Kristjánsson, eða KK, og Páll Rósinkranz. Eftir tónleikana er ball í íþróttahúsinu með hljómsveitinni Legó. Hátíðin endar á morgun með fjölskyldugöngu út að Kópaskersvita og norður með ströndinni út að veggjabrotum fjárborgarinnar við flugvöllinn.Þessi frétt birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Reykjavík Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Fleiri fréttir Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Sjá meira