Valli Reynis er ánægður með lagið um Valla Reynis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 2. september 2019 19:15 Eitt allra vinsælasta lag landsins í flutningi Ingólfs Þórarinssonar er um Valla Reynis en það eru margir sem hafa eflaust velt því fyrir sér hver Valli Reynis er og hvort hann sé raunverulega til. Jú, Valli Reynis er til og heitir fullu nafni Gunnar Valgeir Reynisson og er fæddur á Selfossi. Hann hefur búið allt sitt líf á Selfossi. Valli Reynis eins og hann er alltaf kallaður er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur að mennt. Brekkan tók vel í sönginn hjá Ingó veðurguð þegar hann söng um Valla Reynis á þjóðhátíð. Valli Reynis býr með konu og börnum á Selfossi í glæsilegu húsi þar sem fallegir bílar eru úti á plani. „Þetta er Mercedes og svo þessi glæsileg Mustang hérna, sem ég keypti í fyrra sumar. Báðir bílarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en Mustanginn er þó skemmtilegri, þegar maður tekur rúnt á honum þá snúa sér allir í hring“, segir Valli Reynis. Valli Reynis segist fá mikla athygli vegna lagsins, það vilji allir selfí mynd með honum, sem vita hver hann er og hitt hann á förnum vegi. „Já, ég var nú bara gangandi á menningarnótt með konunni minni og það voru margir, sem stoppuðu og vildu taka mynd af mér með sér. Það er bara afskaplega gaman, fólk, sem þekkir mig en ég ekki það.“Valli Reynis er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur. Hann einbeitir sér af pípulögnunum enda með sitt eigið fyrirtæki.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður, eða Ingó veðurguð eins og hann er oftast kallaður er ánægður með lagið um Valla Reynis og þær viðtökur sem það hefur fengið en hann kemur víða við í textanum, segir m.a. að Valli Reynis sé aðeins 1,69 á hæð. „Nei, ég er reyndar einn og sjötíu, það rímaði bara ekki við textann hjá Ingó, hann stal af mér sentimetra,“ segir Valli og hlær. „Ég myndi orða það þannig að það væri einn Valli Reynis í hverjum vinahópi og einn Valli Reynis í hverju þorpi en svo er þessi Valli Reynis aðal Valli Reynis, hann er mikill Valli Reynis og Valli Reynis er orðið lýsingarorð yfir ákveðna gerð af toppmönnum, hann er svona, já,“ segir Ingó veðurguð.Valli elskar fallega bíla enda á hann nokkra þannig bíla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Allir í fjölskyldunni eru stoltir af Valla Reynis og laginu um hann. „það er bara gaman að eiga svona frægan pabba, lagið og fótboltinn, sem hann var í í gamla daga, það er bara gaman að eiga svona pabba,“ segir Valdimar Valgeirsson Tyscenko sonur Valla og Kristinar Tyscenko. Unga kynslóðin syngur lagið um Valla Reynis út og inn enda vinsælt lag í leik og grunnskólum landsins.Hér má hlusta á lagið um Valla Reynis sem var frumflutt á jólatónleikum í Hótel Selfossi um síðustu jól af þeim bræðrum Ingólfi og Guðmundi Þórarinssonum. Valli Reynis mætti á sviðið í lok lagsins ánægður með söng og texta þeirra bræðra, auk spilsins frá hljómsveitinni. Árborg Tónlist Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
Eitt allra vinsælasta lag landsins í flutningi Ingólfs Þórarinssonar er um Valla Reynis en það eru margir sem hafa eflaust velt því fyrir sér hver Valli Reynis er og hvort hann sé raunverulega til. Jú, Valli Reynis er til og heitir fullu nafni Gunnar Valgeir Reynisson og er fæddur á Selfossi. Hann hefur búið allt sitt líf á Selfossi. Valli Reynis eins og hann er alltaf kallaður er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur að mennt. Brekkan tók vel í sönginn hjá Ingó veðurguð þegar hann söng um Valla Reynis á þjóðhátíð. Valli Reynis býr með konu og börnum á Selfossi í glæsilegu húsi þar sem fallegir bílar eru úti á plani. „Þetta er Mercedes og svo þessi glæsileg Mustang hérna, sem ég keypti í fyrra sumar. Báðir bílarnir eru í miklu uppáhaldi hjá mér en Mustanginn er þó skemmtilegri, þegar maður tekur rúnt á honum þá snúa sér allir í hring“, segir Valli Reynis. Valli Reynis segist fá mikla athygli vegna lagsins, það vilji allir selfí mynd með honum, sem vita hver hann er og hitt hann á förnum vegi. „Já, ég var nú bara gangandi á menningarnótt með konunni minni og það voru margir, sem stoppuðu og vildu taka mynd af mér með sér. Það er bara afskaplega gaman, fólk, sem þekkir mig en ég ekki það.“Valli Reynis er pípulagningameistari og mjólkurfræðingur. Hann einbeitir sér af pípulögnunum enda með sitt eigið fyrirtæki.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Ingólfur Þórarinsson, tónlistarmaður, eða Ingó veðurguð eins og hann er oftast kallaður er ánægður með lagið um Valla Reynis og þær viðtökur sem það hefur fengið en hann kemur víða við í textanum, segir m.a. að Valli Reynis sé aðeins 1,69 á hæð. „Nei, ég er reyndar einn og sjötíu, það rímaði bara ekki við textann hjá Ingó, hann stal af mér sentimetra,“ segir Valli og hlær. „Ég myndi orða það þannig að það væri einn Valli Reynis í hverjum vinahópi og einn Valli Reynis í hverju þorpi en svo er þessi Valli Reynis aðal Valli Reynis, hann er mikill Valli Reynis og Valli Reynis er orðið lýsingarorð yfir ákveðna gerð af toppmönnum, hann er svona, já,“ segir Ingó veðurguð.Valli elskar fallega bíla enda á hann nokkra þannig bíla.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Allir í fjölskyldunni eru stoltir af Valla Reynis og laginu um hann. „það er bara gaman að eiga svona frægan pabba, lagið og fótboltinn, sem hann var í í gamla daga, það er bara gaman að eiga svona pabba,“ segir Valdimar Valgeirsson Tyscenko sonur Valla og Kristinar Tyscenko. Unga kynslóðin syngur lagið um Valla Reynis út og inn enda vinsælt lag í leik og grunnskólum landsins.Hér má hlusta á lagið um Valla Reynis sem var frumflutt á jólatónleikum í Hótel Selfossi um síðustu jól af þeim bræðrum Ingólfi og Guðmundi Þórarinssonum. Valli Reynis mætti á sviðið í lok lagsins ánægður með söng og texta þeirra bræðra, auk spilsins frá hljómsveitinni.
Árborg Tónlist Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Tíunda skotið klikkaði Erlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Fleiri fréttir Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent