Björgunarsveitir á Reykjanesi og einhverjar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru í kvöld kallaðar út til að leita að þremur ungmennum á Reykjanesi. Ekkert hafði spurst til þeirra frá því í dag og var vitað að þau voru á ferðinni á jeppling. Bíllinn fannst svo um klukkan tíu í kvöld á Djúpavatnsleið þar sem hann var fastur.
Um sjötíu björgunarsveitarmenn komu að leitin sem tók þó ekki langan tíma. Farið var á jeppum eftir slóðum á svæðinu þar til ungmennin fundist.
Björgunarsveitir leituðu ungmenna á Reykjanesi
Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa
