Reikna með Dalvíkurlínu í rekstur í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. desember 2019 10:27 Frá rafmagnsviðgerðum á Norðurlandi í liðinni viku. vísir/egill Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu með stöðu mála hvað varðar tengivirkin í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið 10. og 11. desember. Viðgerð á Dalvíkurlínu gekk vel í gær og er gert ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Þá unnu tuttugu manns að viðgerð á Kópaskerslínu og hafa tólf af 28 rafmagnsstaurum sem féllu verið reistir. Þá lauk viðgerð á Húsavíkurlínu í gær en Laxárlína bíður enn um sinn á meðan unnið er að viðgerð annarra lína. Tengivirkið í Hrútatungu Tengivirkið hefur verið í rekstri frá því á mánudagsmorgun. Við erum enn á svæðinu. Hugsanlega þarf að aftengja eða skipta um einn skilrofa í virkinu sem grunur leikur á að hafi skemmst í veðurofsanum um daginn. Dalvíkurlína 1 Þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður fór verkið langt í gær. Gerum enn ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Kópaskerslína 1 Um 20 manns hafa unnið að viðgerð og hafa 12 staurar af 28 verið reistir. Til stóð að nokkrir bættust í viðgerðarteymið í gær en vegna bilunar á Fljótsdalslínu 4 gat það ekki orðið. Áætlað er að vinnu við línuna verði lokið um komandi helgi. Húsavíkurlína 1 Viðgerð á línunni lauk í gær og fór hún aftur í rekstur í gærkvöldi. Laxárlína 1 Beðið verður með viðgerð um sinn meðan unnið er við lagfæringar á öðrum línum. Fljótsdalslína 4 Bilun kom upp í Fljóstdalslínu 4 um miðjan dag. Í ljós kom að festing sem tengir skálakeðju við afspennt mastur nr. 67 hafði brotnað og liggur því einn fasinn niðri. Viðgerðarteymi er komið á staðinn ásamt tækjum sem komu frá Dalvíkurlínu. Viðgerð er í undirbúningi og mun hefjast í nú í morgunsárið. Ísingavöktun verður höfð á Fljótsdalslínu 3 á meðan ástandið varir, en óvíst er hvað viðgerð tekur langan tíma. Tengivirkið Reykjanesi Í gær kom í ljós að mikil selta hafði safnast á eldingarvara og gegnumtök við tengivirkið og hætta á skemmdum á búnaði. Því var tekin ákvörðun um að taka Reykjaneslínu og Reykjanesvirkjun úr rekstri á meðan búnaður var hreinsaður. Verkið tók nokkrar klst.Fréttin var uppfærð kl. 11:53 með nýjum upplýsingum frá Landsneti um að Dalvíkurlína komist í rekstur í dag. Dalvíkurbyggð Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Landsnet hefur sent frá sér tilkynningu með stöðu mála hvað varðar tengivirkin í kjölfar óveðursins sem gekk yfir landið 10. og 11. desember. Viðgerð á Dalvíkurlínu gekk vel í gær og er gert ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Þá unnu tuttugu manns að viðgerð á Kópaskerslínu og hafa tólf af 28 rafmagnsstaurum sem féllu verið reistir. Þá lauk viðgerð á Húsavíkurlínu í gær en Laxárlína bíður enn um sinn á meðan unnið er að viðgerð annarra lína. Tengivirkið í Hrútatungu Tengivirkið hefur verið í rekstri frá því á mánudagsmorgun. Við erum enn á svæðinu. Hugsanlega þarf að aftengja eða skipta um einn skilrofa í virkinu sem grunur leikur á að hafi skemmst í veðurofsanum um daginn. Dalvíkurlína 1 Þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður fór verkið langt í gær. Gerum enn ráð fyrir því að línan fari í rekstur eftir viðgerð í dag. Kópaskerslína 1 Um 20 manns hafa unnið að viðgerð og hafa 12 staurar af 28 verið reistir. Til stóð að nokkrir bættust í viðgerðarteymið í gær en vegna bilunar á Fljótsdalslínu 4 gat það ekki orðið. Áætlað er að vinnu við línuna verði lokið um komandi helgi. Húsavíkurlína 1 Viðgerð á línunni lauk í gær og fór hún aftur í rekstur í gærkvöldi. Laxárlína 1 Beðið verður með viðgerð um sinn meðan unnið er við lagfæringar á öðrum línum. Fljótsdalslína 4 Bilun kom upp í Fljóstdalslínu 4 um miðjan dag. Í ljós kom að festing sem tengir skálakeðju við afspennt mastur nr. 67 hafði brotnað og liggur því einn fasinn niðri. Viðgerðarteymi er komið á staðinn ásamt tækjum sem komu frá Dalvíkurlínu. Viðgerð er í undirbúningi og mun hefjast í nú í morgunsárið. Ísingavöktun verður höfð á Fljótsdalslínu 3 á meðan ástandið varir, en óvíst er hvað viðgerð tekur langan tíma. Tengivirkið Reykjanesi Í gær kom í ljós að mikil selta hafði safnast á eldingarvara og gegnumtök við tengivirkið og hætta á skemmdum á búnaði. Því var tekin ákvörðun um að taka Reykjaneslínu og Reykjanesvirkjun úr rekstri á meðan búnaður var hreinsaður. Verkið tók nokkrar klst.Fréttin var uppfærð kl. 11:53 með nýjum upplýsingum frá Landsneti um að Dalvíkurlína komist í rekstur í dag.
Dalvíkurbyggð Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira