Fyrirsætan og Kardashian systirin Kendall Jenner er launahæsta fyrirsæta heimsins annað árið í röð samkvæmt tekjulista Forbes með tæplega 23 milljónir Bandaríkjadala í árstekjur sem samsvarar hátt í þremur milljörðum íslenskra króna.
Jenner er næst yngst Kardashian systra en hún er 23 ára gömul. Hún hóf fyrirsætuferil sinn árið árið 2009, þá 14 ára gömul, og er í dag ein vinsælasta fyrirsæta heims með samninga við stórfyrirtæki á borð við Adidas, Estée Lauder og Calvin Klein. Næstar í röðinni voru fyrirsæturnar Karlie Kloss, Chrissy Teigen og Rosie Huntington Whitely.
Þrátt fyrir mikla velgengni sagði Jenner í viðtali á síðasta ári að hún tæki ekki að sér hvaða verkefni sem er og veldi þau af mikilli kostgæfni. Ummæli Jenner féllu í grýttan jarðveg hjá mörgum innan fyrirsætusamfélagsins sem bentu á að fáir hefðu átt jafn auðvelda leið inn í bransann. Hún baðst í kjölfarið afsökunar á orðum sínum sem hún sagði hafa verið tekin úr samhengi.
Kendall Jenner hæst launaða fyrirsætan annað árið í röð

Tengdar fréttir

Kendall Jenner ákvað að vera ekki með í jólakveðju Kardashian systra
Khloe, Kourtney, Kylie og Kim Kardashian systur birtu jólakveðju á samfélagsmiðlum í gær.

Kendall Jenner reitir fyrirsætusamfélagið til reiði
Kendall Jenner hefur reitt margar fyrirsætur til reiði með orðum sem hún lét falla í viðtali við tímaritið Love á dögunum.

Hvað finnst Justin Bieber um Kendall Jenner í raun og veru?
Fyrirsæturnar Hailey Baldwin og Kendall Jenner koma fram í væntanlegri Carpool Karaoke-seríu spjallþáttastjórnandans James Corden.