Landsnet beið í rúm tvö ár eftir leyfi frá sveitarfélaginu fyrir framkvæmdum á Sauðárkrókslínu Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2019 12:22 Frá Sauðárkróki í vikunni. Vísir/JóiK Landsnet var tilbúið að hefja framkvæmdir á Sauðárkrókslínu, sem brást gjörsamlega í óveðrinu í liðinni viku, í fyrra en verkið tafðist vegna leyfisveitinga. Rafmagn fór af Skagafirði í óveðrinu á þriðjudag og var raforkuskömmtun á Sauðárkróki í tvo daga. Það þýddi mikla röskun á öllu bæjarlífinu, ekki var hægt að reiða sig á rafkyndingu, fjarskipti rofnuðu og starfsemi fyrirtækja lá niðri. Skagfirðingar reiða sig á Sauðárkrókslínu sem brást gjörsamlega í óveðrinu. Hún er orðin 40 ára gömul en Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að bæjarfélagið hefði í tíu ár legið í yfirvöldum að gerðar yrðu úrbætur á línunni. Sigfús sagði ekki átta sig á því hvers vegna framkvæmdir hefðu ekki hafist fyrr. Hún hafi ekki verið umdeild og enginn sett sig á móti því að hún yrði lögð í jörðu. Framkvæmdir hófust við lagfæringar á línunni í haust. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets sagði á Sprengisandi að hefði nýja línan verið til taks hefði aðeins orðið rafmagnslaust í skamma stund. „Það tekur mjög langan tíma að klára alla ferlana. Í þessu Sauðárkróksferli vorum við búin að full fjármagna okkur árið 2017 og ætluðum að klára framkvæmdir á síðasta ári. En leyfin voru að koma síðasta haust,“ sagði Guðmundur Ingi. Leyfin sem um ræðir voru frá sveitarfélaginu sjálfu og vörðuðu breytingar á aðalskipulagi. Guðmundur sagði Landsnet hafa beðið í tvö og hálft ár eftir leyfinu. „Leyfin komu ekki fyrr en í haust og við hófum framkvæmdir mánuði seinna.“ Sveitarstjórn Skagafjarðar bendir á að Sauðárkrókslína 2 hafi verið inni aðalskipulagi frá 2012. Landsnet sótti um breytingar 2017 sem sveitarfélagið afgreiddi síðan í apríl 2019. Landsneti hafi ekki sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en 18. júlí 2019 sem sveitarstjórnin afgreiddi 31. júlí.Fréttin var uppfærð kl. 15:40 með athugasemd frá sveitarstjórn Skagafjarðar. Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira
Landsnet var tilbúið að hefja framkvæmdir á Sauðárkrókslínu, sem brást gjörsamlega í óveðrinu í liðinni viku, í fyrra en verkið tafðist vegna leyfisveitinga. Rafmagn fór af Skagafirði í óveðrinu á þriðjudag og var raforkuskömmtun á Sauðárkróki í tvo daga. Það þýddi mikla röskun á öllu bæjarlífinu, ekki var hægt að reiða sig á rafkyndingu, fjarskipti rofnuðu og starfsemi fyrirtækja lá niðri. Skagfirðingar reiða sig á Sauðárkrókslínu sem brást gjörsamlega í óveðrinu. Hún er orðin 40 ára gömul en Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar, sagði í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að bæjarfélagið hefði í tíu ár legið í yfirvöldum að gerðar yrðu úrbætur á línunni. Sigfús sagði ekki átta sig á því hvers vegna framkvæmdir hefðu ekki hafist fyrr. Hún hafi ekki verið umdeild og enginn sett sig á móti því að hún yrði lögð í jörðu. Framkvæmdir hófust við lagfæringar á línunni í haust. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets sagði á Sprengisandi að hefði nýja línan verið til taks hefði aðeins orðið rafmagnslaust í skamma stund. „Það tekur mjög langan tíma að klára alla ferlana. Í þessu Sauðárkróksferli vorum við búin að full fjármagna okkur árið 2017 og ætluðum að klára framkvæmdir á síðasta ári. En leyfin voru að koma síðasta haust,“ sagði Guðmundur Ingi. Leyfin sem um ræðir voru frá sveitarfélaginu sjálfu og vörðuðu breytingar á aðalskipulagi. Guðmundur sagði Landsnet hafa beðið í tvö og hálft ár eftir leyfinu. „Leyfin komu ekki fyrr en í haust og við hófum framkvæmdir mánuði seinna.“ Sveitarstjórn Skagafjarðar bendir á að Sauðárkrókslína 2 hafi verið inni aðalskipulagi frá 2012. Landsnet sótti um breytingar 2017 sem sveitarfélagið afgreiddi síðan í apríl 2019. Landsneti hafi ekki sótt um framkvæmdaleyfi fyrr en 18. júlí 2019 sem sveitarstjórnin afgreiddi 31. júlí.Fréttin var uppfærð kl. 15:40 með athugasemd frá sveitarstjórn Skagafjarðar.
Óveður 10. og 11. desember 2019 Skagafjörður Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Fleiri fréttir Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Sjá meira