Telja skorta framtíðarsýn um millilandaflug utan Keflavíkur Sveinn Arnarsson skrifar 7. maí 2019 08:30 Mitt á milli Akureyrar og Egilsstaða er aflmesti foss í Evrópu. Leikurinn er sagður til að markaðssetja slíka perlu. Heildræna nálgun og framtíðarsýn skortir í íslenskum stjórnmálum um uppbyggingu millilandaflugs um Egilsstaði og Akureyri og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Þetta er skoðun Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór hélt erindi á ráðstefnu á Egilsstöðum í gær þar sem hann sagði íslensk stjórnmál ekki hafa stigið nægilega ákveðið til jarðar með heildrænni sýn á íslenska flugvelli. „Pólitíkin hefur tekið ákveðin skref og margir eru að gera ágæta hluti víðs vegar um landið. Hins vegar skortir að menn horfi á þetta í heild og fari nægilega í innviðauppbyggingu. Það virðist ekki vera nóg að setja upp flugþróunarsjóð og bíða eftir að einhverjir sæki í sjóðinn,“ segir Jóhannes Þór. Um 2,3 milljónir ferðamanna komu hingað í fyrra. Vonast er eftir því að um tvær milljónir ferðamanna heimsæki okkur á þessu ári. Jóhannes segir mikilvægt fyrir alla að ferðamenn dreifist um landið. „Ef við ætlum að auka hlut jaðarsvæða í verðmætasköpun í ferðaþjónustu þá þarf að búa til fleiri gáttir inn til landsins. Þetta er auðvitað ekki einföld umræða en á meðan innanlandsflug er hugsað sem almenningssamgöngur fyrir Íslendinga, sem ég geri alls ekki lítið úr, þá gleymist stundum að velta fyrir sér hvort hægt sé að tengja betur millilandaflug og innanlandsflug með einhverjum hætti.“ Nokkur erlend flugfélög hafa sýnt því áhuga að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða og til að mynda hefur millilandaflug um Akureyrarflugvöll gengið vel í vetur. Það sé hins vegar undir erlendum flugfélögum komið hvort þau vilji fljúga eða ekki. Uppbyggingu þurfi sem og markaðssetningu frá hinu opinbera til að auka vægi þessara gátta inn til landsins. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það alveg rétt að heildræna sýn þurfi á dreifingu ferðamanna um landið. „Við höfum séð undanfarið að markaðsstofur landshlutanna hafa unnið að því að markaðssetja sín svæði og reynt að fá inn flugfélög til að fljúga inn á sín svæði,“ segir Arnheiður. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira
Heildræna nálgun og framtíðarsýn skortir í íslenskum stjórnmálum um uppbyggingu millilandaflugs um Egilsstaði og Akureyri og dreifa þannig ferðamönnum betur um landið. Þetta er skoðun Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór hélt erindi á ráðstefnu á Egilsstöðum í gær þar sem hann sagði íslensk stjórnmál ekki hafa stigið nægilega ákveðið til jarðar með heildrænni sýn á íslenska flugvelli. „Pólitíkin hefur tekið ákveðin skref og margir eru að gera ágæta hluti víðs vegar um landið. Hins vegar skortir að menn horfi á þetta í heild og fari nægilega í innviðauppbyggingu. Það virðist ekki vera nóg að setja upp flugþróunarsjóð og bíða eftir að einhverjir sæki í sjóðinn,“ segir Jóhannes Þór. Um 2,3 milljónir ferðamanna komu hingað í fyrra. Vonast er eftir því að um tvær milljónir ferðamanna heimsæki okkur á þessu ári. Jóhannes segir mikilvægt fyrir alla að ferðamenn dreifist um landið. „Ef við ætlum að auka hlut jaðarsvæða í verðmætasköpun í ferðaþjónustu þá þarf að búa til fleiri gáttir inn til landsins. Þetta er auðvitað ekki einföld umræða en á meðan innanlandsflug er hugsað sem almenningssamgöngur fyrir Íslendinga, sem ég geri alls ekki lítið úr, þá gleymist stundum að velta fyrir sér hvort hægt sé að tengja betur millilandaflug og innanlandsflug með einhverjum hætti.“ Nokkur erlend flugfélög hafa sýnt því áhuga að fljúga til Akureyrar og Egilsstaða og til að mynda hefur millilandaflug um Akureyrarflugvöll gengið vel í vetur. Það sé hins vegar undir erlendum flugfélögum komið hvort þau vilji fljúga eða ekki. Uppbyggingu þurfi sem og markaðssetningu frá hinu opinbera til að auka vægi þessara gátta inn til landsins. Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, segir það alveg rétt að heildræna sýn þurfi á dreifingu ferðamanna um landið. „Við höfum séð undanfarið að markaðsstofur landshlutanna hafa unnið að því að markaðssetja sín svæði og reynt að fá inn flugfélög til að fljúga inn á sín svæði,“ segir Arnheiður.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Sjá meira