Engin sameiginleg yfirlýsing Norðurskautsráðsins vegna andstöðu Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 11:46 Leiðtogar þeirra sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu brostu fyrir myndavélarnar. Þeir gátu þó ekki komið sér saman um yfirlýsingu vegna andstöðu Bandaríkjanna. Vísir/EPA Leiðtogar þeirra átta ríkja auk hópa frumbyggja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu sendu ekki frá sér sameiginlega yfirlýsingu í lok tveggja daga fundar þess í Lapplandi í dag. Ástæðan var andstaða utanríkisráðherra Bandaríkjanna við að minnst yrði á loftslagsbreytingar sem valda stórstígum breytingum á norðurslóðum. Tveggja daga fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Lapplandi lýkur í dag. Þar luku Finnar tveggja ára formennsku sinni í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, tók við formennskunni fyrir hönd Íslands í dag. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, sagði AP-fréttastofunni að engin sameiginleg yfirlýsing yrði gefin út eftir fundinn eins og venjan hefur verið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem minnst yrði á loftslagsbreytingar. Bandaríkjastjórn hefur í tíð Donalds Trump forseta afneitað loftslagsvísindum og stigið skref til að afnema þær aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að ráðast í. Fulltrúar Bandaríkjanna hafa einnig neitað að skrifa undir sameiginlegar yfirlýsingar annarra alþjóðlegra ráðstefna þar sem ætlunin var að minnast á ógnina af loftslagsbreytingum.Pompeo utanríkisráðherra var ítrekað spurður gagngert út í loftslagsbreytingar en veik sér í hvert sinn undan því að taka sér orðið í munn sjálfur.Vísir/EPAPompeo gerði gott betur en að neita að skrifa undir yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga á fundi Norðurskautsráðsins. Í ræðu á fundinum lofaði hann bráðnun hafíss á norðurskautinu sem viðskiptatækifæri fyrir flutningaskipssiglingar. „Siglingaleiðir á norðurskautinu gætu orðið Suez- og Panamaskurðir 21. aldarinnar,“ sagði Pompeo sem notaði einnig ræðutíma sinn á fundinum til að vara við vaxandi umsvifum Rússa og Kínverja á norðurskautinu. Þrátt fyrir að engin sameiginleg yfirlýsing verði gefin út sagði Soini að einhverjir utanríkisráðherrar og Finnlandi myndu gefa út yfirlýsingu. AP-fréttastofan segir að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hafi verið ómyrkur í máli um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. „Við getum búist við harkalegri breytingum á næstu tveimur áratugum en við höfðum séð á síðustu hundrað árunum vegna loftslagsbreytinga,“ sagði hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis lagði Guðlaugur Þór áherslu á málamiðlanir á vettvangi Norðurskautsráðsins. „Allar ákvarðanir Norðurskautsráðsins eru teknar með samhljóða samþykki og það blasir við, þegar átta aðildarríki eiga í hlut, að gera þarf einstaka málamiðlanir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta þekkjum við einnig úr öðru fjölþjóðlegu samstarfi sem styðst við samhljóða ákvarðanatökur. Slíkt ferli, þótt það geti tekið á, skilar hins vegar meiri skilningi á einstaka afstöðu og á endanum sameiginlegri niðurstöðu. Það er aðalatriðið. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu og sú yfirlýsing sem samþykkt var af hálfu ráðherranna, auk annarra skjala um starfsemi ráðsins, er gott veganesti til næstu tveggja ára,“ segir í svarinu.Fréttin hefur verið uppfærð með svari utanríkisráðherra. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira
Leiðtogar þeirra átta ríkja auk hópa frumbyggja sem eiga aðild að Norðurskautsráðinu sendu ekki frá sér sameiginlega yfirlýsingu í lok tveggja daga fundar þess í Lapplandi í dag. Ástæðan var andstaða utanríkisráðherra Bandaríkjanna við að minnst yrði á loftslagsbreytingar sem valda stórstígum breytingum á norðurslóðum. Tveggja daga fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Lapplandi lýkur í dag. Þar luku Finnar tveggja ára formennsku sinni í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, tók við formennskunni fyrir hönd Íslands í dag. Timo Soini, utanríkisráðherra Finnlands, sagði AP-fréttastofunni að engin sameiginleg yfirlýsing yrði gefin út eftir fundinn eins og venjan hefur verið. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafi verið ófáanlegur til að ljá nafn sitt yfirlýsingu þar sem minnst yrði á loftslagsbreytingar. Bandaríkjastjórn hefur í tíð Donalds Trump forseta afneitað loftslagsvísindum og stigið skref til að afnema þær aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði ákveðið að ráðast í. Fulltrúar Bandaríkjanna hafa einnig neitað að skrifa undir sameiginlegar yfirlýsingar annarra alþjóðlegra ráðstefna þar sem ætlunin var að minnast á ógnina af loftslagsbreytingum.Pompeo utanríkisráðherra var ítrekað spurður gagngert út í loftslagsbreytingar en veik sér í hvert sinn undan því að taka sér orðið í munn sjálfur.Vísir/EPAPompeo gerði gott betur en að neita að skrifa undir yfirlýsingu þar sem vísað yrði til loftslagsbreytinga á fundi Norðurskautsráðsins. Í ræðu á fundinum lofaði hann bráðnun hafíss á norðurskautinu sem viðskiptatækifæri fyrir flutningaskipssiglingar. „Siglingaleiðir á norðurskautinu gætu orðið Suez- og Panamaskurðir 21. aldarinnar,“ sagði Pompeo sem notaði einnig ræðutíma sinn á fundinum til að vara við vaxandi umsvifum Rússa og Kínverja á norðurskautinu. Þrátt fyrir að engin sameiginleg yfirlýsing verði gefin út sagði Soini að einhverjir utanríkisráðherrar og Finnlandi myndu gefa út yfirlýsingu. AP-fréttastofan segir að Guðlaugur Þór utanríkisráðherra hafi verið ómyrkur í máli um áhrif loftslagsbreytinga á norðurslóðum. „Við getum búist við harkalegri breytingum á næstu tveimur áratugum en við höfðum séð á síðustu hundrað árunum vegna loftslagsbreytinga,“ sagði hann. Í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis lagði Guðlaugur Þór áherslu á málamiðlanir á vettvangi Norðurskautsráðsins. „Allar ákvarðanir Norðurskautsráðsins eru teknar með samhljóða samþykki og það blasir við, þegar átta aðildarríki eiga í hlut, að gera þarf einstaka málamiðlanir til að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Þetta þekkjum við einnig úr öðru fjölþjóðlegu samstarfi sem styðst við samhljóða ákvarðanatökur. Slíkt ferli, þótt það geti tekið á, skilar hins vegar meiri skilningi á einstaka afstöðu og á endanum sameiginlegri niðurstöðu. Það er aðalatriðið. Ísland hefur nú tekið við formennsku í Norðurskautsráðinu og sú yfirlýsing sem samþykkt var af hálfu ráðherranna, auk annarra skjala um starfsemi ráðsins, er gott veganesti til næstu tveggja ára,“ segir í svarinu.Fréttin hefur verið uppfærð með svari utanríkisráðherra.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Norðurslóðir Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Fleiri fréttir Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Sjá meira