Ný ofurstjarna að verða til í Barcelona? Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. september 2019 11:30 Sjá um sóknarleikinn í fjarveru Messi, sem er meiddur. vísir/getty Ansu Fati er nafn sem fæstir knattspyrnuáhugamenn könnuðust við fyrir nokkrum vikum en þessi sextán ára gamli piltur er að slá í gegn á stærsta sviði knattspyrnunnar um þessar mundir. Fati skoraði á 2.mínútu og lagði upp mark fyrir Frenkie de Jong á 7.mínútu þegar Barcelona vann 5-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var ekki fyrsta mark kappans því hann skoraði í 2-2 jafntefli gegn Osasuna á dögunum og varð þá þriðji yngsti markaskorari spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, 16 ára og 304 daga gamall. „Fati er leikmaður sem býr yfir einhverju sérstöku. Hann er sóknarmaður sem er mun þroskaðri en aldur hans segir til um. Hann æfir eins og hann spilar,“ segir Ernesto Valverde, stjóri Barcelona. Ansu Fati er yngsti leikmaður til að skora og leggja upp mark í sama leiknum í spænsku úrvalsdeildinni en Valverde segir mikilvægt að hjálpa stráknum að venjast þeirri staðreynd að vera kominn í stórt hlutverk hjá einu stærsta íþróttafélagi heims. „Þetta var ótrúleg byrjun fyrir hann; að skora og leggja upp strax en við verðum að gefa honum tíma. Hann er enn að þroskast og hann þarf að höndla þessar aðstæður sem eru langt frá því að vera eðlilegar,“ segir Valverde. Fati fæddist í Gíneu-Bissá 31.október 2002 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Spánar, sex ára gamall. Hann lék með yngri flokkum Sevilla frá 2010-2012 en færði sig þá um set til Katalóníu og fór upp í gegnum hina þekktu La Masia akademíu. Spænski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Ansu Fati er nafn sem fæstir knattspyrnuáhugamenn könnuðust við fyrir nokkrum vikum en þessi sextán ára gamli piltur er að slá í gegn á stærsta sviði knattspyrnunnar um þessar mundir. Fati skoraði á 2.mínútu og lagði upp mark fyrir Frenkie de Jong á 7.mínútu þegar Barcelona vann 5-2 sigur á Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var ekki fyrsta mark kappans því hann skoraði í 2-2 jafntefli gegn Osasuna á dögunum og varð þá þriðji yngsti markaskorari spænsku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, 16 ára og 304 daga gamall. „Fati er leikmaður sem býr yfir einhverju sérstöku. Hann er sóknarmaður sem er mun þroskaðri en aldur hans segir til um. Hann æfir eins og hann spilar,“ segir Ernesto Valverde, stjóri Barcelona. Ansu Fati er yngsti leikmaður til að skora og leggja upp mark í sama leiknum í spænsku úrvalsdeildinni en Valverde segir mikilvægt að hjálpa stráknum að venjast þeirri staðreynd að vera kominn í stórt hlutverk hjá einu stærsta íþróttafélagi heims. „Þetta var ótrúleg byrjun fyrir hann; að skora og leggja upp strax en við verðum að gefa honum tíma. Hann er enn að þroskast og hann þarf að höndla þessar aðstæður sem eru langt frá því að vera eðlilegar,“ segir Valverde. Fati fæddist í Gíneu-Bissá 31.október 2002 en fluttist ásamt fjölskyldu sinni til Spánar, sex ára gamall. Hann lék með yngri flokkum Sevilla frá 2010-2012 en færði sig þá um set til Katalóníu og fór upp í gegnum hina þekktu La Masia akademíu.
Spænski boltinn Mest lesið Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni Fótbolti Amorim rekinn Enski boltinn Líklegastir til að taka við United Enski boltinn „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Enski boltinn Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Enski boltinn Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Körfubolti „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Enski boltinn Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins Golf Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra „Finnst Kerkez eiginlega bara of heimskur til að vera Liverpool-leikmaður“ Fá arftaka til bráðabirgða og bíða til sumars Líklegastir til að taka við United Sendi United Amorim sneið að skilnaði? Amorim rekinn FH-ingurinn mættur til Hoffenheim Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín „Hef á tilfinningunni að hann hafi talað af sér þarna“ Öll mörkin úr enska: Jafnaði gegn Liverpool með sturluðu skoti Slapp út úr eldhafinu en fór aftur inn til að bjarga kærustu sinni „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Rosenior er mættur til London Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Inter tók toppsætið aftur af nágrönnum sínum Loksins kamerúnskur sigur á móti Suður-Afríku „Við vitum ekkert um nýjan knattspyrnustjóra“ Stjóralaust Chelsea-lið jafnaði metin í uppbótartíma „Ætti kannski að vera nóg að skora tvö mörk til að vinna leikinn“ Hetjudáðir Brahim Diaz halda áfram í Afríkukeppninni „Ég er viss um að sigrarnir koma aftur“ „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Hetja Read Madrid í sumar fékk loksins tækifæri og nýtti það Tóku stig af Liverpool eftir stórbrotið jöfnunarmark í lokin Brassinn var áfram í stuði þegar Brentford afgreiddi Everton Fullt af leikjum frestað í frostinu Varamaður Alberts skoraði sigurmarkið Þrjú rauð spjöld og Conte í slagsmálum Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira