Ísland skipi sér í fremstu röð varðandi réttindi barna Hrund Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2019 12:32 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, undirrituðu samning í morgun sem á að efla réttindi barna. Vísir/Vilhelm Barnvæn sveitarfélög UNICEF er verkefni sem styður við markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sveitarfélaga. Byggir það á alþjóðlegu verkefni Unicef, Child Friendly Cities, sem hefur verið innleitt víða um heim. Barnasáttmálinn er 30 ára um þessar mundir og undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samstarfssamning í morgun af því tilefni og er markmiðið að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja um réttindi barna. Ætlunin er að íslensk stjórnvöld og öll sveitarfélög hér á landi hafi á næsta áratug hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans. Samningurinn felur í sér að ráðuneytið tryggi aðgengi sveitarfélaga að stuðningi við að innleiða Barnasáttmálann, bæði hvað varði fjármagn og mannafla. „Þetta snertir allt sem lítur að stjórnkerfi sveitarfélagsins og bæði kjörnir fulltrúar og stofnanir sveitarfélaganna þurfa að taka miklu meira tillit til og hlusta á sjónarmið barna og ungmenna. Allar aðgerðir eiga að miða við að bæta stöðu barna og ungmenna í sveitarfélaginu með markvissari hætti en gert hefur verið og það er kjarninn í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ásmundur Einar. Hann kveðst sannfærður um að samningurinn muni breyta miklu fyrir íslensk börn enda séþjónusta sveitarfélaga nærþjónusta barnanna. Samhliða verkefninu verður sveitarfélögum boðið að nýta sér svokallað mælaborð um velferð barna. Verður það gert í samvinnu við Kópavogsbæ sem leitt hefur þróunarverkefni þess efnis í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi. Bergsteinn segir þetta nýsköpun sem hafi vantað í efnameiri ríki. „Að allri tölfræði um börn sé safnað svona á einn stað markvisst og hún greind og notuð við stefnumótun og ákvarðanatöku svo að ákvarðanir okkar í tengslum við börn séu upplýstari og réttindamiðaðri,“ segir hann. Bersteinn fagnar þátttöku ráðuneytisins í verkefninu. „Við lögfestum jú barnasáttmálann árið 2013 en ef maður lögfestir bara á hann á hættu að verða skjal uppi á vegg. Þessi markvissa innleiðing getur orðið mjög jákvæð bylting fyrir börn á Íslandi.“ Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Barnvæn sveitarfélög UNICEF er verkefni sem styður við markvissa innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sveitarfélaga. Byggir það á alþjóðlegu verkefni Unicef, Child Friendly Cities, sem hefur verið innleitt víða um heim. Barnasáttmálinn er 30 ára um þessar mundir og undirrituðu Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra og Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, samstarfssamning í morgun af því tilefni og er markmiðið að Ísland skipi sér í fremstu röð ríkja um réttindi barna. Ætlunin er að íslensk stjórnvöld og öll sveitarfélög hér á landi hafi á næsta áratug hafið markvissa innleiðingu Barnasáttmálans. Samningurinn felur í sér að ráðuneytið tryggi aðgengi sveitarfélaga að stuðningi við að innleiða Barnasáttmálann, bæði hvað varði fjármagn og mannafla. „Þetta snertir allt sem lítur að stjórnkerfi sveitarfélagsins og bæði kjörnir fulltrúar og stofnanir sveitarfélaganna þurfa að taka miklu meira tillit til og hlusta á sjónarmið barna og ungmenna. Allar aðgerðir eiga að miða við að bæta stöðu barna og ungmenna í sveitarfélaginu með markvissari hætti en gert hefur verið og það er kjarninn í barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Ásmundur Einar. Hann kveðst sannfærður um að samningurinn muni breyta miklu fyrir íslensk börn enda séþjónusta sveitarfélaga nærþjónusta barnanna. Samhliða verkefninu verður sveitarfélögum boðið að nýta sér svokallað mælaborð um velferð barna. Verður það gert í samvinnu við Kópavogsbæ sem leitt hefur þróunarverkefni þess efnis í samstarfi við félagsmálaráðuneytið og UNICEF á Íslandi. Bergsteinn segir þetta nýsköpun sem hafi vantað í efnameiri ríki. „Að allri tölfræði um börn sé safnað svona á einn stað markvisst og hún greind og notuð við stefnumótun og ákvarðanatöku svo að ákvarðanir okkar í tengslum við börn séu upplýstari og réttindamiðaðri,“ segir hann. Bersteinn fagnar þátttöku ráðuneytisins í verkefninu. „Við lögfestum jú barnasáttmálann árið 2013 en ef maður lögfestir bara á hann á hættu að verða skjal uppi á vegg. Þessi markvissa innleiðing getur orðið mjög jákvæð bylting fyrir börn á Íslandi.“
Börn og uppeldi Mannréttindi Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira