Telja Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingunni Birgir Olgeirsson skrifar 16. janúar 2019 11:57 Frá framkvæmdum á Landssímareitnum. Vísir/Vilhelm Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðust viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838 þegar hann var lagður niður. Sama dag ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að fallast á tillögu Minjastofnunar um að friðlýsa Víkurkirkjugarð sem er utan byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum. Lindarvatn hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum í Miðborg Reykjavíkur en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem mun snúa að Víkurkirkjugarði. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir í samtali við Vísi að Lindarvatn hafi sett efnið á friðlýsta svæðið innan byggingarreitsins. Viðurlög séu við því að brjóta gegn skyndifriðun en Minjastofnun veiti aðilum stundum einfalt tiltal eftir alvarleika brota.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/VilhelmSkyndifriðunin hefur það í för með sér að allar framkvæmdir á umræddu svæði eru óheimilar. Kristín kaus að tjá sig ekki frekar um málið í samtali við Vísi. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir fyrirtækið hafa sett fyllingu yfir svæðið innan byggingarreitsins sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna til að geta haldið áfram með framkvæmdir á öðrum stöðum á reitnum. Jóhannes segir Minjastofnun telja þann gjörning ólöglegan og að framkvæmdirnar raski minjum en hann segir engar minjar á umræddu svæði sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Efnið verður ekki fjarlægt að sinni því það myndi hafa frekara rask í för með sér. Skyndifriðlýsingunni hefur verið mótmælt af hálfu Lindarvatns sem bíður eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Skyndifriðlýsingin mun væntanlega rata inn á borð mennta- og menningarmálaráðherra sem mun taka ákvörðun hvort að svæðið innan byggingarreitsins verður friðað til frambúðar. Jóhannes segir að ákvörðun Minjastofnunar verði formlega mótmælt þegar málið ratar á borð ráðherra, ef það verður ekki dregið til baka áður en að því kemur. Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðustu viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til árið 1838 þegar hann var lagður niður. Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Minjastofnun telur algerlega óásættanlegt að inngangur að hóteli verði um Víkurgarð 8. janúar 2019 22:00 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðust viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til ársins 1838 þegar hann var lagður niður. Sama dag ákvað Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, að fallast á tillögu Minjastofnunar um að friðlýsa Víkurkirkjugarð sem er utan byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum. Lindarvatn hefur undanfarið unnið að því að reisa hótel á byggingarreitnum í Miðborg Reykjavíkur en Minjastofnun er ósátt við fyrirhugaðan inngang að hótelinu sem mun snúa að Víkurkirkjugarði. Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar, segir í samtali við Vísi að Lindarvatn hafi sett efnið á friðlýsta svæðið innan byggingarreitsins. Viðurlög séu við því að brjóta gegn skyndifriðun en Minjastofnun veiti aðilum stundum einfalt tiltal eftir alvarleika brota.Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns.Vísir/VilhelmSkyndifriðunin hefur það í för með sér að allar framkvæmdir á umræddu svæði eru óheimilar. Kristín kaus að tjá sig ekki frekar um málið í samtali við Vísi. Jóhannes Stefánsson, framkvæmdastjóri Lindarvatns, segir fyrirtækið hafa sett fyllingu yfir svæðið innan byggingarreitsins sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna til að geta haldið áfram með framkvæmdir á öðrum stöðum á reitnum. Jóhannes segir Minjastofnun telja þann gjörning ólöglegan og að framkvæmdirnar raski minjum en hann segir engar minjar á umræddu svæði sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Efnið verður ekki fjarlægt að sinni því það myndi hafa frekara rask í för með sér. Skyndifriðlýsingunni hefur verið mótmælt af hálfu Lindarvatns sem bíður eftir viðbrögðum frá yfirvöldum. Skyndifriðlýsingin mun væntanlega rata inn á borð mennta- og menningarmálaráðherra sem mun taka ákvörðun hvort að svæðið innan byggingarreitsins verður friðað til frambúðar. Jóhannes segir að ákvörðun Minjastofnunar verði formlega mótmælt þegar málið ratar á borð ráðherra, ef það verður ekki dregið til baka áður en að því kemur. Minjastofnun telur fyrirtækið Lindarvatn hafa brotið gegn skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum með því að setja jarðefni á svæðið sem heyrir undir skyndifriðlýsinguna. Minjastofnun ákvað á þriðjudag í síðustu viku að grípa til skyndifriðunar á þeim hluta byggingarreits Lindarvatns á Landsímareitnum þar sem Víkurkirkjugarður stóð til árið 1838 þegar hann var lagður niður.
Fornminjar Víkurgarður Tengdar fréttir Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Minjastofnun telur algerlega óásættanlegt að inngangur að hóteli verði um Víkurgarð 8. janúar 2019 22:00 Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Segir Minjastofnun beita skyndifriðlýsingu til að hafa áhrif á hönnun hótelsins Minjastofnun telur algerlega óásættanlegt að inngangur að hóteli verði um Víkurgarð 8. janúar 2019 22:00
Telur skyndifriðlýsingu byggða á misskilningi Minjastofnun hefur gripið til þess ráðs að koma á skyndifriðlýsingu á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur vegna ósættis við fyrirhugaðan inngang hótels sem verið er að reisa þar. 9. janúar 2019 14:18