Veðurspá fyrir næstu viku svipar til methitabylgjunnar árið 1939 og ágústhitans árið 2004 Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2019 13:37 Veðurfræðingur leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði, en ekki gefin. Vísir/Vilhelm Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá merkilegri spá Evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir fyrir fimmtudagskvöld í næstu viku. Trausti segist varla hafa verið búinn að sleppa orðinu með að þrátt fyrir hlýnandi veður í spám þá sýndu þær engin merki þess að um hitabylgju væri að vænta. Þá birtist þessi spá óvænt að sögn Trausta sem segir þykktina, sem sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs, vera meiri en 5660 metrar yfir landinu sunnanverðu. Trausti segir þetta alveg við met, svipað því sem var í Íslandsmetshitabylgjunni í júní árið 1939 og í ágústhitanum árið 2004. Hiti er meiri en 14 stig, sem yrði nýtt júnímet yfir Keflavíkurflugvelli rætist spáin. Trausti leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði en ekki gefin. Líklegast verði hitinn horfinn í næstu spárunu. „Ekki var hann í þeirri næstu á undan – og ekki hefur hann sést í bandarísku spánum. En þetta er merkileg spá engu að síður,“ skrifar Trausti á vef sinn Hungurdiska. Hitabylgjur voru óvenju margar sumarið 1939 og gætti í fleiri landshlutum en venjulegt er. Trausti fjallar um þessa hitabylgju á vef Veðurstofu Íslands en þar segir hann frá því að á Kirkjubæjarklaustri hafi hiti farið yfir 20 gráður fjóra daga í röð, Hinn 20. júní varð hámarkshitinn 21,6°C, 28,0°C þann 21., 30,2°C þann 22. og 26,6°C 23. júní. Hann hefur einnig fjallað um hitabylgjuna óvenjulegu í ágúst árið 2004 sem stóð fyrir dagana 9. – 14. ágúst. Mörg hitamet féllu þá um allt suðvestanvert landið, inn til landsins í öðrum landshlutum, sem og á miðhálendinu. Einnig féllu met norðan til á Vestfjörðum og á Ströndum. Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira
Trausti Jónsson veðurfræðingur greinir frá merkilegri spá Evrópureiknimiðstöðvarinnar sem gildir fyrir fimmtudagskvöld í næstu viku. Trausti segist varla hafa verið búinn að sleppa orðinu með að þrátt fyrir hlýnandi veður í spám þá sýndu þær engin merki þess að um hitabylgju væri að vænta. Þá birtist þessi spá óvænt að sögn Trausta sem segir þykktina, sem sýnir hita í neðri hluta veðrahvolfs, vera meiri en 5660 metrar yfir landinu sunnanverðu. Trausti segir þetta alveg við met, svipað því sem var í Íslandsmetshitabylgjunni í júní árið 1939 og í ágústhitanum árið 2004. Hiti er meiri en 14 stig, sem yrði nýtt júnímet yfir Keflavíkurflugvelli rætist spáin. Trausti leggur áherslu á að þessi spá sé sýnd veiði en ekki gefin. Líklegast verði hitinn horfinn í næstu spárunu. „Ekki var hann í þeirri næstu á undan – og ekki hefur hann sést í bandarísku spánum. En þetta er merkileg spá engu að síður,“ skrifar Trausti á vef sinn Hungurdiska. Hitabylgjur voru óvenju margar sumarið 1939 og gætti í fleiri landshlutum en venjulegt er. Trausti fjallar um þessa hitabylgju á vef Veðurstofu Íslands en þar segir hann frá því að á Kirkjubæjarklaustri hafi hiti farið yfir 20 gráður fjóra daga í röð, Hinn 20. júní varð hámarkshitinn 21,6°C, 28,0°C þann 21., 30,2°C þann 22. og 26,6°C 23. júní. Hann hefur einnig fjallað um hitabylgjuna óvenjulegu í ágúst árið 2004 sem stóð fyrir dagana 9. – 14. ágúst. Mörg hitamet féllu þá um allt suðvestanvert landið, inn til landsins í öðrum landshlutum, sem og á miðhálendinu. Einnig féllu met norðan til á Vestfjörðum og á Ströndum.
Veður Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Sjá meira