Dyravörðurinn mun þurfa aðstoð ævilangt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 16:04 Dyraverðir sýndu mikla samstöðu í kjölfar árásarinnar og komu meðal annars saman fyrir utan Shooters og lögðu hanska sína á tröppurnar fyrir framan næturklúbbinn. Vísir Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. Afar ólíklegt sé að hann nái nokkrum bata sem hafi áhrif á hans getu. Endurhæfingin snúi að því að laga umhverfið að honum með rafmagnshjólastól, lyftu og aðstoðarfólki. Þetta kom fram í vitnisburði læknisins sem vinnur náið með dyraverðinum í endurhæfingu sem staðið hefur yfir nú í á fimmta mánuð. Dyravörðurinn, sem er 37 ára, starfaði á skemmtistaðnum Shooters og var á vakt umrædda nótt þegar fjórir pólskir menn réðust á hann og kollega hans eftir að hafa verið áður vikið af staðnum. Tveir til viðbótar tóku þátt í árásinni en ekki hefur tekist að bera kennsl á þá. Dyravörðurinn svaraði spurningum saksóknara, verjanda og dómara á endurhæfingadeild Landspítalans í dag. Þar ætlar hann sér að ganga út þrátt fyrir að líkurnar á því séu engar að mati lækna. Markmið sé að koma honum á einhvern hátt í eigin búsetu en neyðarrúrræði sé hjúkrunarheimili. Læknir lýsti því að lömunin væri tilkomin vegna skaða á mænu sem virðist hafa orðið í kjölfar árásar Artur Pawel Wisocki á hann. Artur viðurkennir árásina en neitar að hafa hrint dyraverðinum í gólfið inni á Shooters þangað sem hann elti hann á hlaupum. Segir Artur þá báða hafa dottið og Artur síðan farið frá. Dyravörðurinn segir Artur hins vegar hafa hrint sér og í framhaldinu bæði sparkað í sig og kýlt þar sem hann lá í tröppum við bakdyr staðarins sem snúa út á Austurvöll. Síðan hefur maðurinn ekki getað hreyft sig nema að örlitlu leyti neðan við háls. Miskabótakrafa dyravarðarins á hendur Artur hljóðar upp á 123 milljónir króna. Fangelsisdómur við stórfelldri líkamsárás varðar sextán árum. Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Læknir dyravarðarins sem lamaðist fyrir neðan háls eftir líkamsárás aðfaranótt 26. ágúst í fyrra segir hann munu þurfa aðstoð ævilangt. Um sé að ræða svokallaðan alskaða. Afar ólíklegt sé að hann nái nokkrum bata sem hafi áhrif á hans getu. Endurhæfingin snúi að því að laga umhverfið að honum með rafmagnshjólastól, lyftu og aðstoðarfólki. Þetta kom fram í vitnisburði læknisins sem vinnur náið með dyraverðinum í endurhæfingu sem staðið hefur yfir nú í á fimmta mánuð. Dyravörðurinn, sem er 37 ára, starfaði á skemmtistaðnum Shooters og var á vakt umrædda nótt þegar fjórir pólskir menn réðust á hann og kollega hans eftir að hafa verið áður vikið af staðnum. Tveir til viðbótar tóku þátt í árásinni en ekki hefur tekist að bera kennsl á þá. Dyravörðurinn svaraði spurningum saksóknara, verjanda og dómara á endurhæfingadeild Landspítalans í dag. Þar ætlar hann sér að ganga út þrátt fyrir að líkurnar á því séu engar að mati lækna. Markmið sé að koma honum á einhvern hátt í eigin búsetu en neyðarrúrræði sé hjúkrunarheimili. Læknir lýsti því að lömunin væri tilkomin vegna skaða á mænu sem virðist hafa orðið í kjölfar árásar Artur Pawel Wisocki á hann. Artur viðurkennir árásina en neitar að hafa hrint dyraverðinum í gólfið inni á Shooters þangað sem hann elti hann á hlaupum. Segir Artur þá báða hafa dottið og Artur síðan farið frá. Dyravörðurinn segir Artur hins vegar hafa hrint sér og í framhaldinu bæði sparkað í sig og kýlt þar sem hann lá í tröppum við bakdyr staðarins sem snúa út á Austurvöll. Síðan hefur maðurinn ekki getað hreyft sig nema að örlitlu leyti neðan við háls. Miskabótakrafa dyravarðarins á hendur Artur hljóðar upp á 123 milljónir króna. Fangelsisdómur við stórfelldri líkamsárás varðar sextán árum.
Dómsmál Líkamsárás á Shooters Tengdar fréttir Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21 Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00 Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50 Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Áttaði sig á alvarleika málsins þegar dyravörðurinn bað hann um að færa fæturna Yfirdyravörður á English Pub lýsti því við aðalmeðferð í Héraðsdómi Reykjavíkur hvernig hann hefði séð að minnsta kosti fjóra hettuklædda menn hlaupa upp tröppurnar á Shooters og ráðast á dyraverði þar. 11. janúar 2019 14:21
Svarar fyrir líkamsárás á Shooters sem leiddi til lömunar dyravarðar Aðalmeðferð fer fram í Shooters-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 11. janúar 2019 09:00
Segir Artur hafa kýlt og sparkað í sig þar sem hann lá Læknir sem tók á móti alvarlega slösuðum dyraverðinum umrædda nótt telur að töluvert mikinn kraft þurfi til að brjóta hálshryggjarlið. Brotið varð til þess að gekk inn í mænuna og olli lömuninni. 11. janúar 2019 14:50