Fjórðungur afplánar refsidóma utan veggja fangelsa hérlendis Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 11. janúar 2019 06:00 Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, segir að fangelsið á Hólmsheiði verði tekið í fulla notkun á árinu. Fréttablaðið/Anton Brink Rétt tæplega fjórðungur afplánunarfanga afplánaði dóma utan fangelsa í fyrra en hlutfall þeirra hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum vegna aukinna áherslna á afplánunarúrræði utan fangelsa eins og rafrænt eftirlit og samfélagsþjónustu. Þetta sýna tölur sem Fréttablaðið aflaði hjá Fangelsismálastofnun. „Að okkar mati er mikilvægt að loka einstaklinga eins stutt og mögulegt er inni í lokuðum fangelsum og að fangar fari þaðan í opin fangelsi, þá á áfangaheimili og loks ljúki þeir afplánun heima hjá sér með ökklaband,“ segir Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir það auka líkur á að einstaklingar aðlagist samfélaginu hægt en örugglega og geti frekar fótað sig eftir að afplánun lýkur. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið dregið úr fjölda þeirra sem bíða afplánunar og raunar hefur fjölgað jafnt og þétt á boðunarlista Fangelsismálastofnunar þannig að listinn nánast tvöfaldaðist á árunum 2010 til 2017 og fór úr 300 í 570 manns. Nokkuð fækkaði á boðunarlistanum árið 2018 í fyrsta skipti í áratug en í lok árs voru 536 á listanum. Aðspurður segir Páll að þótt rýmum í fangelsum hafi fjölgað er nýtt fangelsi var tekið í notkun árið 2016, segi það ekki alla söguna. „Í Hegningarhúsinu og Kópavogsfangelsinu voru alls 24 rými en þau eru 56 í nýju fangelsi á Hólmsheiði. Það er þó háð fjárveitingum hve mörg rými Fangelsismálastofnun getur nýtt á hverjum tíma í fangelsum landsins. Fangelsið á Hólmsheiði á að komast í fulla notkun á þessu ári.“Fleiri í gæsluvarðhaldi Þeim sem sitja í gæsluvarðhaldi á degi hverjum hefur fjölgað um 45 prósent á undanförnum fjórum árum og farið úr 17,5 á árunum 2015 og 2016 upp í 25 á dag að meðaltali á árunum 2016 og 2017. „Ég myndi halda að þetta sé bundið við einstök mál, þau hafa verið þung síðustu tvö ár og verða sífellt þyngri og flóknari,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vísar sérstaklega til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. Alda tekur þó fram að um getgátur sé að ræða, byggðar á hennar reynslu. Lögregluyfirvöld í hverju umdæmi og aðrir handhafar ákæruvalds beina kröfum til dómstóla um gæsluvarðhald yfir fólki. Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hefur verið tiltölulega stöðugur frá árinu 2008 og oftast á bilinu 15 til 20 fangar í gæsluvarðhaldi. Fjöldinn fór hins vegar upp í 24,1 að meðaltali á dag árið 2017 og upp í 25,7 í fyrra. Aðspurð segist Alda ekki telja þessa aukningu tilkomna vegna breyttra áherslna í málum sem varða heimilisofbeldi og kynferðisbrot þótt þar kunni að vera einhver aukning, en áherslubreyting í þeim málaflokki kom til nokkrum árum fyrir aukninguna. Að sögn Öldu er fjölgun í gæsluvarðhaldskröfum hjá embættinu á Suðurnesjum í takt við þessa aukningu en þar voru 139 kröfur um gæsluvarðhald gerðar í fyrra, samanborið við 98 kröfur árið 2016. Á móti þessari fjölgun kemur að hlutfall gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun hefur lækkað jafnt og þétt á undanförnum áratug og farið úr tæpum þrjátíu prósentum árið 2008 niður í rúm tíu prósent í fyrra. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Rétt tæplega fjórðungur afplánunarfanga afplánaði dóma utan fangelsa í fyrra en hlutfall þeirra hefur hækkað jafnt og þétt á undanförnum árum vegna aukinna áherslna á afplánunarúrræði utan fangelsa eins og rafrænt eftirlit og samfélagsþjónustu. Þetta sýna tölur sem Fréttablaðið aflaði hjá Fangelsismálastofnun. „Að okkar mati er mikilvægt að loka einstaklinga eins stutt og mögulegt er inni í lokuðum fangelsum og að fangar fari þaðan í opin fangelsi, þá á áfangaheimili og loks ljúki þeir afplánun heima hjá sér með ökklaband,“ segir Páll Winkel forstjóri Fangelsismálastofnunar. Hann segir það auka líkur á að einstaklingar aðlagist samfélaginu hægt en örugglega og geti frekar fótað sig eftir að afplánun lýkur. Þrátt fyrir þessar breytingar hefur lítið dregið úr fjölda þeirra sem bíða afplánunar og raunar hefur fjölgað jafnt og þétt á boðunarlista Fangelsismálastofnunar þannig að listinn nánast tvöfaldaðist á árunum 2010 til 2017 og fór úr 300 í 570 manns. Nokkuð fækkaði á boðunarlistanum árið 2018 í fyrsta skipti í áratug en í lok árs voru 536 á listanum. Aðspurður segir Páll að þótt rýmum í fangelsum hafi fjölgað er nýtt fangelsi var tekið í notkun árið 2016, segi það ekki alla söguna. „Í Hegningarhúsinu og Kópavogsfangelsinu voru alls 24 rými en þau eru 56 í nýju fangelsi á Hólmsheiði. Það er þó háð fjárveitingum hve mörg rými Fangelsismálastofnun getur nýtt á hverjum tíma í fangelsum landsins. Fangelsið á Hólmsheiði á að komast í fulla notkun á þessu ári.“Fleiri í gæsluvarðhaldi Þeim sem sitja í gæsluvarðhaldi á degi hverjum hefur fjölgað um 45 prósent á undanförnum fjórum árum og farið úr 17,5 á árunum 2015 og 2016 upp í 25 á dag að meðaltali á árunum 2016 og 2017. „Ég myndi halda að þetta sé bundið við einstök mál, þau hafa verið þung síðustu tvö ár og verða sífellt þyngri og flóknari,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir hjá lögreglunni á Suðurnesjum og vísar sérstaklega til rannsókna á skipulagðri brotastarfsemi. Alda tekur þó fram að um getgátur sé að ræða, byggðar á hennar reynslu. Lögregluyfirvöld í hverju umdæmi og aðrir handhafar ákæruvalds beina kröfum til dómstóla um gæsluvarðhald yfir fólki. Fjöldi gæsluvarðhaldsfanga hefur verið tiltölulega stöðugur frá árinu 2008 og oftast á bilinu 15 til 20 fangar í gæsluvarðhaldi. Fjöldinn fór hins vegar upp í 24,1 að meðaltali á dag árið 2017 og upp í 25,7 í fyrra. Aðspurð segist Alda ekki telja þessa aukningu tilkomna vegna breyttra áherslna í málum sem varða heimilisofbeldi og kynferðisbrot þótt þar kunni að vera einhver aukning, en áherslubreyting í þeim málaflokki kom til nokkrum árum fyrir aukninguna. Að sögn Öldu er fjölgun í gæsluvarðhaldskröfum hjá embættinu á Suðurnesjum í takt við þessa aukningu en þar voru 139 kröfur um gæsluvarðhald gerðar í fyrra, samanborið við 98 kröfur árið 2016. Á móti þessari fjölgun kemur að hlutfall gæsluvarðhaldsfanga sem sæta einangrun hefur lækkað jafnt og þétt á undanförnum áratug og farið úr tæpum þrjátíu prósentum árið 2008 niður í rúm tíu prósent í fyrra.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?