Elísabet Ýr sýknuð í meiðyrðamáli Bjarna Hilmars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. janúar 2019 13:36 Bjarni Hilmar Jónsson stefndi Elísabetu Ýr fyrir það sem hann taldi ærumeiðandi ummæi. Héraðsdómari var ekki á sama máli. visir/hanna Elísabet Ýr Atladóttir var á þriðjudaginn sýknuð af öllum kröfum Bjarna Hilmars Jónssonar sem stefndi henni fyrir meyðyrði. Bjarni krafðist þess að nokkur ummæli Elísabetar á bloggsíðu hennar yrðu dæmd dauð og ómerk. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki og hafnaði í öllum tilvikum kröfu Bjarna um ómerkingu. Stundin greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms. Forsaga málsins er viðtal sem Bjarni Hilmar fór í á Vísi í febrúar í fyrra. Tilefnið var skaðabótamáls hans á hendur ríkinu vegna ólögmætrar handtöku í kjölfar sjálfsvígs eiginkonu hans frá Kenía. Bjarni fékk 900 þúsund krónur í bætur en hafði farið fram á rúmar fjórar milljónir. Í kjölfar viðtalsins skrifaði Elísabet Ýr pistil á bloggsíðu sína og gerði ýmsar athugasemdir við viðtalið. Úr varð að Bjarni stefndi Elísabetu fyrir nokkur ummæli, þar á meðal þessi:„En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum.“„…meint sjálfsvíg tókst…“„…ég kemst ekki hjá því að spyrja hvort honum hafi ekki verið drullusama um hana.“„…alein með manni sem virtist aldrei hafa gert minnstu tilraun til að kynnast henni.“Þá var fyrirsögnin á pistli Elísabetar afskræming á fyrirsögn viðtalsins við Bjarna sem var „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Tók Elísabet orðin þrjú aftan af fyrirsögninni svo eftir stóð: „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“. Stefndi Bjarni Hilmar henni meðal annars fyrir það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þótt skrif Elísabet fælu í sér afar neikvæða umfjöllun og fallast mætti á að pistillinn væri ósmekklegur yrði að játa henni rýmra frelsi en venjulega til að tjá sig. Það væri í ljósi þess að Bjarni Hilmar hefði sjálfur gert málið að opinberu umfjöllunarefni í viðtalinu. Var öllum kröfum Bjarna Hilmars hafnað. Dómsmál Tengdar fréttir Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15 Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Elísabet Ýr Atladóttir var á þriðjudaginn sýknuð af öllum kröfum Bjarna Hilmars Jónssonar sem stefndi henni fyrir meyðyrði. Bjarni krafðist þess að nokkur ummæli Elísabetar á bloggsíðu hennar yrðu dæmd dauð og ómerk. Á þetta féllst Héraðsdómur Reykjavíkur ekki og hafnaði í öllum tilvikum kröfu Bjarna um ómerkingu. Stundin greinir frá en dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu héraðsdóms. Forsaga málsins er viðtal sem Bjarni Hilmar fór í á Vísi í febrúar í fyrra. Tilefnið var skaðabótamáls hans á hendur ríkinu vegna ólögmætrar handtöku í kjölfar sjálfsvígs eiginkonu hans frá Kenía. Bjarni fékk 900 þúsund krónur í bætur en hafði farið fram á rúmar fjórar milljónir. Í kjölfar viðtalsins skrifaði Elísabet Ýr pistil á bloggsíðu sína og gerði ýmsar athugasemdir við viðtalið. Úr varð að Bjarni stefndi Elísabetu fyrir nokkur ummæli, þar á meðal þessi:„En í staðinn fáum við helvíti fína innsýn í hvernig Bjarni Hilmar sá eiginkonu sína líklega frekar sem gluggaskraut sem varð aðeins of mikið vesen á endanum.“„…meint sjálfsvíg tókst…“„…ég kemst ekki hjá því að spyrja hvort honum hafi ekki verið drullusama um hana.“„…alein með manni sem virtist aldrei hafa gert minnstu tilraun til að kynnast henni.“Þá var fyrirsögnin á pistli Elísabetar afskræming á fyrirsögn viðtalsins við Bjarna sem var „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér“. Tók Elísabet orðin þrjú aftan af fyrirsögninni svo eftir stóð: „Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína“. Stefndi Bjarni Hilmar henni meðal annars fyrir það. Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að þótt skrif Elísabet fælu í sér afar neikvæða umfjöllun og fallast mætti á að pistillinn væri ósmekklegur yrði að játa henni rýmra frelsi en venjulega til að tjá sig. Það væri í ljósi þess að Bjarni Hilmar hefði sjálfur gert málið að opinberu umfjöllunarefni í viðtalinu. Var öllum kröfum Bjarna Hilmars hafnað.
Dómsmál Tengdar fréttir Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15 Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Sjá meira
Leitar réttar síns vegna „ærumeiðandi aðdróttana“ Bjarni Hilmar Jónsson, sem bíður niðurstöðu í máli sínu gegn ríkinu vegna þess sem hann telur hafa verið ólögmætar þvingunaraðgerðir lögreglu eftir sjálfsvíg eiginkonu sinnar, hefur ákveðið að stefna Elísabetu Ýri Atladóttur bloggara. 9. mars 2018 09:15
Handtekinn grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína sem fyrirfór sér Bjarni Hilmar Jónsson hefur stefnt íslenska ríkinu vegna ólögmætra þvingunaraðgerða. 9. febrúar 2018 09:04
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent