Stærsta timburhúsið á Íslandi rís við höfnina Ari Brynjólfsson skrifar 6. maí 2019 08:00 Byggingin er á vegum einkaaðila sem kemur til með að leigja það út til Hafrannsóknastofnunar. vísir/sigtryggur ari Nýtt fimm hæða timburhús sem kemur til með að hýsa Hafrannsóknastofnum hefur risið hratt síðustu vikur á hafnarbakkanum á móti miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið var mjög umdeilt og mótmælti hópur íbúa því kröftuglega. Sögðu það of hátt og byrgja fyrir útsýni yfir Snæfellsjökul. Byggingin er á vegum einkaaðila sem kemur til með að leigja það út til Hafrannsóknastofnunar. Byggingin var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi leyfið úr gildi síðasta sumar þar sem deiliskipulagið var ekki í samræmi við aðalskipulag. Bæjaryfirvöld breyttu síðan aðalskipulaginu og fór því byggingin aftur af stað. Guðmundur Ingi Markússon, íbúi í suðurbæ Hafnarfjarðar sem hefur mótmælt byggingunni, segir bæinn hafa stundað sýndarsamráð við íbúa. Furðar hann sig á stjórnsýslunni í málinu. „Það var ekkert byggingarleyfi í gildi síðasta haust, en í millitíðinni var gefið út leyfi til að steypa gámastæði á lóðinni sem gerði þeim kleift að klára allan frágang á sökklinum þrátt fyrir að það væri ekkert byggingarleyfi. Núna er þetta orðið löglegt og þá eru þeir bara að byggja þetta hús.“ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er hæstánægð með bygginguna. „Þetta hefur gengið mjög hratt og vel. Þetta eru innfluttar einingar, mér skilst að þetta verði stærsta timburhúsið í landinu þegar það er komið upp,“ segir Rósa. „Húsið mun falla vel inn í þetta svæði og verður mikil prýði. Það verður auðvitað frábært að fá starfsemi Hafrannsóknastofnunar þarna inn í haust, þeir stefna að því að flytja þarna inn í september.“ Hún segir að húsið komi ekki til með að stækka á næstunni. „Það er byggingarréttur við hliðina, en þetta hús sem er að rísa verður eins og það er. Það er ekki komið neitt framkvæmdaleyfi og það er ekkert farið af stað með að nýta byggingarréttinn.“ Unnið er að því að endurskipuleggja hafnarsvæðið og lýkur hönnunarvinnu arkitekta í sumar. „Það á að stækka bryggjuna og lengja hana fyrir smábáta, þeir færast þá nær miðbænum. Þetta er alþjóðleg þróun, hafnarsvæðin eru heitustu svæðin alls staðar í kringum okkur,“ segir Rósa. „Það verður mikið tilhlökkunarefni þegar húsið verður fullrisið. Það verður málað í fallegum litum í anda bárujárnshúsanna hér í Hafnarfirði. Þetta verður mjög lifandi hafnarsvæði með áherslu á þjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira
Nýtt fimm hæða timburhús sem kemur til með að hýsa Hafrannsóknastofnum hefur risið hratt síðustu vikur á hafnarbakkanum á móti miðbæ Hafnarfjarðar. Húsið var mjög umdeilt og mótmælti hópur íbúa því kröftuglega. Sögðu það of hátt og byrgja fyrir útsýni yfir Snæfellsjökul. Byggingin er á vegum einkaaðila sem kemur til með að leigja það út til Hafrannsóknastofnunar. Byggingin var kærð til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem felldi leyfið úr gildi síðasta sumar þar sem deiliskipulagið var ekki í samræmi við aðalskipulag. Bæjaryfirvöld breyttu síðan aðalskipulaginu og fór því byggingin aftur af stað. Guðmundur Ingi Markússon, íbúi í suðurbæ Hafnarfjarðar sem hefur mótmælt byggingunni, segir bæinn hafa stundað sýndarsamráð við íbúa. Furðar hann sig á stjórnsýslunni í málinu. „Það var ekkert byggingarleyfi í gildi síðasta haust, en í millitíðinni var gefið út leyfi til að steypa gámastæði á lóðinni sem gerði þeim kleift að klára allan frágang á sökklinum þrátt fyrir að það væri ekkert byggingarleyfi. Núna er þetta orðið löglegt og þá eru þeir bara að byggja þetta hús.“ Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, er hæstánægð með bygginguna. „Þetta hefur gengið mjög hratt og vel. Þetta eru innfluttar einingar, mér skilst að þetta verði stærsta timburhúsið í landinu þegar það er komið upp,“ segir Rósa. „Húsið mun falla vel inn í þetta svæði og verður mikil prýði. Það verður auðvitað frábært að fá starfsemi Hafrannsóknastofnunar þarna inn í haust, þeir stefna að því að flytja þarna inn í september.“ Hún segir að húsið komi ekki til með að stækka á næstunni. „Það er byggingarréttur við hliðina, en þetta hús sem er að rísa verður eins og það er. Það er ekki komið neitt framkvæmdaleyfi og það er ekkert farið af stað með að nýta byggingarréttinn.“ Unnið er að því að endurskipuleggja hafnarsvæðið og lýkur hönnunarvinnu arkitekta í sumar. „Það á að stækka bryggjuna og lengja hana fyrir smábáta, þeir færast þá nær miðbænum. Þetta er alþjóðleg þróun, hafnarsvæðin eru heitustu svæðin alls staðar í kringum okkur,“ segir Rósa. „Það verður mikið tilhlökkunarefni þegar húsið verður fullrisið. Það verður málað í fallegum litum í anda bárujárnshúsanna hér í Hafnarfirði. Þetta verður mjög lifandi hafnarsvæði með áherslu á þjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Hafnarfjörður Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fleiri fréttir Engu mátti muna á að alvarlegur árekstrur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Sjá meira