Karl Gauti er reiður, sár, móðgaður og hefnigjarn segir formaður Flokks fólksins Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. janúar 2019 18:35 Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sakaði Karl Gauti Haltason óháður þingmaður, Ingu Sæland Formann flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn. Óeðlilegt væri að stjórnmálaleiðtogi sem hefði yfir að ráða verulegum fjármunum væri alls ráðandi í flokki sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður. Hún réði auk þess nána fjölskyldumeðlimi í störf innan flokksins. Karl sagði að með þessu væri hann að skýra gagnrýni sína á Ingu á Klausturbarnum í nóvember þar sem kom fram að hún hefði litla forystuhæfileika. Þess ber þó að geta að Karl sendi frá sér yfirlýsingu í lok nóvember þar sem hann lýsti fullu traustu á hana sem formann flokksins en var rekinn úr flokknum skömmu síðar. Inga Sæland er döpur yfir málinu. „Það sem er sorglegt að sjá hvernig þessi fyrrverandi varaþingflokksformaður stígur fram núna sár reiður, móðgaður og fullur af hefnigirni,“ segir Inga. Hún segir rétt að hún hafi gegnt embætti gjaldkera, „Ég stofnaði Flokk fólksins og er allt í öllu í upphafi og var því gjaldkeri en lét af því embætti í desember þegar Jónína Björk Óskarsdóttir tók við,“ segir Inga. Inga Sæland segist ennþá vera með prófkúru á reikningi flokksins og ætlar ekki að láta hana frá sér. Hún segir enn fremur að stjórn og kjördæmaráð hafi ákveðið að ráða son hennar á skrifstofu flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Hann er yngsti sonur minn og byrjaði sem sjálfboðaliði en stjórnin ákvað síðan að ráða hann í starf fyrir flokkinn enda er hann ekki bara hæfur heldur líka traustsins verður. Ég er bara ákaflega stolt af því að hann sé starfsmaður okkar og það er engin fyrirsjáanleg breyting á því. ,“ segir Inga. Inga segist hvorki hafa fengið gagnrýni á störf sín sem gjaldkeri og prófkúruhafi né að sonur hennar hafi verið ráðinn til flokksins fyrr en Karl Gauti hafi sett hana fram. „Það hefur ekki borið á neinu slíku fyrir en Karl Gauti stígur fram af þessari illgirni,“ segir hún. „Flokkur fólksins hefur ekkert að fela. Baráttumál okkar númer eitt er að útrýma fátækt í landinu og því er afar dapurt að sjá hvernig þessir einstaklingar sem hafa aldrei þurft að vera fátækir stíga fram núna eins og Karl Gauti Hjaltason gerir, segir Inga að lokum. Alþingi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Inga Sæland formaður Flokks fólksins segir sorglegt að sjá Karl Gauta Hjaltason fyrrverandi varaþingflokksformann flokksins sáran, reiðan og fullan af hefnigirni, saka hana um óeðlilega fjármálastjórn flokksins. Hann segir hins vegar óeðlilegt að náinn fjölskyldumeðlimur formannsins hafi verið ráðinn til flokksins og að hún hafi gegnt embætti gjaldkera og verið prófkúruhafi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar sakaði Karl Gauti Haltason óháður þingmaður, Ingu Sæland Formann flokks fólksins um óeðlilega fjármálastjórn. Óeðlilegt væri að stjórnmálaleiðtogi sem hefði yfir að ráða verulegum fjármunum væri alls ráðandi í flokki sem prófkúruhafi, gjaldkeri og formaður. Hún réði auk þess nána fjölskyldumeðlimi í störf innan flokksins. Karl sagði að með þessu væri hann að skýra gagnrýni sína á Ingu á Klausturbarnum í nóvember þar sem kom fram að hún hefði litla forystuhæfileika. Þess ber þó að geta að Karl sendi frá sér yfirlýsingu í lok nóvember þar sem hann lýsti fullu traustu á hana sem formann flokksins en var rekinn úr flokknum skömmu síðar. Inga Sæland er döpur yfir málinu. „Það sem er sorglegt að sjá hvernig þessi fyrrverandi varaþingflokksformaður stígur fram núna sár reiður, móðgaður og fullur af hefnigirni,“ segir Inga. Hún segir rétt að hún hafi gegnt embætti gjaldkera, „Ég stofnaði Flokk fólksins og er allt í öllu í upphafi og var því gjaldkeri en lét af því embætti í desember þegar Jónína Björk Óskarsdóttir tók við,“ segir Inga. Inga Sæland segist ennþá vera með prófkúru á reikningi flokksins og ætlar ekki að láta hana frá sér. Hún segir enn fremur að stjórn og kjördæmaráð hafi ákveðið að ráða son hennar á skrifstofu flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar. „Hann er yngsti sonur minn og byrjaði sem sjálfboðaliði en stjórnin ákvað síðan að ráða hann í starf fyrir flokkinn enda er hann ekki bara hæfur heldur líka traustsins verður. Ég er bara ákaflega stolt af því að hann sé starfsmaður okkar og það er engin fyrirsjáanleg breyting á því. ,“ segir Inga. Inga segist hvorki hafa fengið gagnrýni á störf sín sem gjaldkeri og prófkúruhafi né að sonur hennar hafi verið ráðinn til flokksins fyrr en Karl Gauti hafi sett hana fram. „Það hefur ekki borið á neinu slíku fyrir en Karl Gauti stígur fram af þessari illgirni,“ segir hún. „Flokkur fólksins hefur ekkert að fela. Baráttumál okkar númer eitt er að útrýma fátækt í landinu og því er afar dapurt að sjá hvernig þessir einstaklingar sem hafa aldrei þurft að vera fátækir stíga fram núna eins og Karl Gauti Hjaltason gerir, segir Inga að lokum.
Alþingi Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira