Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Sighvatur Jónsson skrifar 18. mars 2019 12:00 Hervör Þorvaldsdóttir er forseti Landsréttar. Vísir Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. Stjórn dómstólasýslunnar vill að dómsmálaráðuneytið leggi til lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt, þar sem fjórir dómarar við réttinn geti ekki tekið þátt í dómarastörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum.Í tilkynningu frá stjórninni á föstudag kemur fram að dómstólasýslan leggi ríka áherslu á að áhrif þess að skjóta dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins verði könnuð. Bókun dómstólasýslunnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Stundin greindi frá því í morgun að Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, hafi greitt atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar. Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, Ólöf Finnsdóttir, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gat ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera sína persónulegu skoðun að eðlilegt sé að leita álits yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Áður en stjórnvöld taki ákvörðun þurfi að skoða allar hliðar málsins. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.vísir/vilhelm Varnaðarorð dómstólasýslunnar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, tekur undir bókun dómstólasýslunnar. „Sem áður starfandi lögmaður verð ég að taka undir þau varnaðarorð sem koma frá dómstólasýslunni, þetta er fagfólk sem veit hvað það er að reka dómsmál. Stundum ráðleggur maður sínum umbjóðendum að staldra við og vega hagsmunina. Nú þarf aðeins að staldra við og athuga hvort við getum ekki tekið höndum saman um að koma þessu í lag svo að almenningur í landinu þurfi ekki að búa við þá óvissu sem uppi er varðandi Landsrétt,“ segir Helga Vala. Á þingfundi sem hefst klukkan 14 er aðeins eitt mál á dagskrá, umræða um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur skýrslu um málið og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi taka til máls. Áætlað er að umræðan vari í um tvær klukkustundir. Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira
Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. Stjórn dómstólasýslunnar vill að dómsmálaráðuneytið leggi til lagabreytingu um að heimilt verði að fjölga dómurum við Landsrétt, þar sem fjórir dómarar við réttinn geti ekki tekið þátt í dómarastörfum eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu á dögunum.Í tilkynningu frá stjórninni á föstudag kemur fram að dómstólasýslan leggi ríka áherslu á að áhrif þess að skjóta dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins verði könnuð. Bókun dómstólasýslunnar var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu. Stundin greindi frá því í morgun að Hervör Þorvaldsdóttir, forseti Landsréttar, hafi greitt atkvæði gegn bókun stjórnar dómstólasýslunnar. Framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar, Ólöf Finnsdóttir, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, gat ekki veitt fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun. Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það vera sína persónulegu skoðun að eðlilegt sé að leita álits yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Áður en stjórnvöld taki ákvörðun þurfi að skoða allar hliðar málsins. Helga Vala Helgadóttir er formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.vísir/vilhelm Varnaðarorð dómstólasýslunnar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins, tekur undir bókun dómstólasýslunnar. „Sem áður starfandi lögmaður verð ég að taka undir þau varnaðarorð sem koma frá dómstólasýslunni, þetta er fagfólk sem veit hvað það er að reka dómsmál. Stundum ráðleggur maður sínum umbjóðendum að staldra við og vega hagsmunina. Nú þarf aðeins að staldra við og athuga hvort við getum ekki tekið höndum saman um að koma þessu í lag svo að almenningur í landinu þurfi ekki að búa við þá óvissu sem uppi er varðandi Landsrétt,“ segir Helga Vala. Á þingfundi sem hefst klukkan 14 er aðeins eitt mál á dagskrá, umræða um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytur skýrslu um málið og fulltrúar allra stjórnmálaflokka á þingi taka til máls. Áætlað er að umræðan vari í um tvær klukkustundir.
Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Sjá meira