30 milljónir til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2019 18:17 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ræddi við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, fyrr í dag. vísir/vilhelm Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu og segir að upphæðin sé til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í samstarfi við SOS-Barnaþorp í lok janúar. Einnig segir að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi fyrr í dag rætt við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, og greint honum frá stuðningi ríkisstjórnar Íslands við hann sem forseta til bráðabirgða og framlagi Íslands til mannúðaraðstoðar. „Við ræddum almennt um stöðuna í Venesúela og mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið beiti sér áfram fyrir frjálsum og friðsamlegum kosningum í Venesúela. Það var gott að geta greint frá fjárhagsstuðningi okkar við flóttafólk frá Venesúela, enda þörfin brýn,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.Juan Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela.Vísir/EPARæddi við Venesúelamenn búsetta á Íslandi Í tilkynningunni segir að Guðlaugur Þór og Guaidó hafi einnig rætt áframhaldandi friðsæl mótmæli í Venesúela og aðgerðir stjórnar Nicolasar Maduro, sem meðal annars hafi komið í veg fyrir að mannúðaraðstoð berist þeim sem á þurfa að halda. „Áður hafði Guðlaugur Þór rætt við Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá Venesúela en þau eru búsett er hér á landi. Þau höfðu sína sögu að segja um hvernig ástandið hefur hríðversnað í Venesúela. Hitabeltissjúkdómar sem ekki hafa sést í landinu láta nú á sér kræla og vannæring og lyfjaskortur veldur aukinni tíðni dauðsfalla bæði meðal barna og fullorðinna.Utanríkisráðherra hitti Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá VenesúelaUtanríkisráðuneytiðEins og fram hefur komið lýsti Guðlaugur Þór yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela þann 4. febrúar síðastliðinn, um leið og hann skoraði á þarlend stjórnvöld að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga í samræmi við vilja þjóðarinnar,“ segir í tilkynningunni. Flóttamenn Utanríkismál Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Íslensk stjórnvöld munu verja þrjátíu milljónum króna til aðstoðar við flóttafólk frá Venesúela með stuðningi við starfsemi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu og segir að upphæðin sé til viðbótar tuttugu milljóna króna framlagi sem var ráðstafað til hjálpar flóttafólki frá Venesúela í samstarfi við SOS-Barnaþorp í lok janúar. Einnig segir að Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hafi fyrr í dag rætt við Juan Guaidó, forseta þjóðþings Venesúela, og greint honum frá stuðningi ríkisstjórnar Íslands við hann sem forseta til bráðabirgða og framlagi Íslands til mannúðaraðstoðar. „Við ræddum almennt um stöðuna í Venesúela og mikilvægi þess að alþjóðasamfélagið beiti sér áfram fyrir frjálsum og friðsamlegum kosningum í Venesúela. Það var gott að geta greint frá fjárhagsstuðningi okkar við flóttafólk frá Venesúela, enda þörfin brýn,“ er haft eftir Guðlaugi Þór.Juan Guaidó, þingforsetinn og sjálfsyfirlýstur forseti Venesúela.Vísir/EPARæddi við Venesúelamenn búsetta á Íslandi Í tilkynningunni segir að Guðlaugur Þór og Guaidó hafi einnig rætt áframhaldandi friðsæl mótmæli í Venesúela og aðgerðir stjórnar Nicolasar Maduro, sem meðal annars hafi komið í veg fyrir að mannúðaraðstoð berist þeim sem á þurfa að halda. „Áður hafði Guðlaugur Þór rætt við Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá Venesúela en þau eru búsett er hér á landi. Þau höfðu sína sögu að segja um hvernig ástandið hefur hríðversnað í Venesúela. Hitabeltissjúkdómar sem ekki hafa sést í landinu láta nú á sér kræla og vannæring og lyfjaskortur veldur aukinni tíðni dauðsfalla bæði meðal barna og fullorðinna.Utanríkisráðherra hitti Oswaldo Perez og Maríu Carolinu Osorio frá VenesúelaUtanríkisráðuneytiðEins og fram hefur komið lýsti Guðlaugur Þór yfir stuðningi íslenskra stjórnvalda við Juan Guaidó sem bráðabirgðaforseta Venesúela þann 4. febrúar síðastliðinn, um leið og hann skoraði á þarlend stjórnvöld að efna til frjálsra og lýðræðislegra kosninga í samræmi við vilja þjóðarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Flóttamenn Utanríkismál Venesúela Tengdar fréttir Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15 Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Vargöld í Venesúela: Hvað gengur Bandaríkjunum til? Meirihluti Lima-hópsins svokallaða, hóps ríkja Suður-Ameríku og Kanada, hefur lýst yfir stuðningi við Juan Guaidó. 5. febrúar 2019 16:15
Bandaríkjamenn reyna að koma vistum til Venesúela Bandarískar herflugvél lenti í dag í kólumbíska bænum Cucuta með vistir sem eiga að berast til Venesúela. 16. febrúar 2019 23:30