19,3 milljónir í aðstoðarmann borgarstjóra Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 19:08 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri. Vísir/Vilhelm Aðstoðarmaður borgarstjóra var með 19,3 milljónir í árslaun í fyrra. Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekin var fyrir á fundi borgarráðs í dag. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í dag. Kolbrún óskaði eftir upplýsingum um kostnað við að halda úti stöðu aðstoðarmanns Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarráðs þann 6. júní síðastliðinn. Beðið var um tölur yfir launakostnað, ferða- og dagpeningakostnað fyrir árin 2017 og 2018.Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra.Mynd/ReykjavíkurborgPétur Krogh Ólafsson hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra síðan árið 2014. Í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurninni segir að laun aðstoðarmanns borgarstjóra taki mið af launum aðstoðarmanns forsætisráðherra. Heildarlaun Péturs, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum, árið 2017 voru 19 milljónir og 255 þúsund krónur og 19 milljónir og 320 þúsund krónur árið 2018. Þá var ferðakostnaður Péturs árið 2017 1,1 milljón króna og um 712 þúsund krónur í fyrra. Í bókun sinni um málið segir Kolbrún að fyrirspurn sín sé ekki persónuleg og ítrekar í samtali við Vísi að henni líki vel við alla hlutaðeigandi. Þá kveðst hún vona að borgarstjóri og aðstoðarmaður hans taki ábendingum sínum vel. Þessar ábendingar eru raktar í bókuninni.„Starf aðstoðarmanna borgarstjóra hefur verið við lýði í aldarfjórðung. Spyrja má hvort þetta starf sé nauðsynlegt, í fyrsta lagi er spurning hvort borgarstjóri sjálfur sé ekki fullfær um að annast margt af þessu verkefnum sjálfur eða fela skrifstofu borgarstjóra eitthvað af þessum verkefnum en þar starfa fjöldi sérfræðinga,“ segir Kolbrún. Þá fettir hún einnig fingur út í ferðakostnað aðstoðarmannsins og spyr hvort ekki megi nota féð í „beina þágu við borgarbúa“. Staða aðstoðarmanns borgarstjóra varð til árið 1994. Aðstoðarmaður borgarstjóra starfar sem pólitískur ráðgjafi borgarstjóra og sinnir margvíslegum verkefnum fyrir hans hönd.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar voru árslaun Péturs sögð 19,3 milljónir króna. Eins og fram kemur í fréttinni á sú tala við heildarlaunin, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum. Fyrirsögn hefur verið uppfærð í samræmi við það. Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Aðstoðarmaður borgarstjóra var með 19,3 milljónir í árslaun í fyrra. Þetta kemur fram í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurn Kolbrúnar Baldursdóttur borgarfulltrúa Flokks fólksins sem tekin var fyrir á fundi borgarráðs í dag. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins í dag. Kolbrún óskaði eftir upplýsingum um kostnað við að halda úti stöðu aðstoðarmanns Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á fundi borgarráðs þann 6. júní síðastliðinn. Beðið var um tölur yfir launakostnað, ferða- og dagpeningakostnað fyrir árin 2017 og 2018.Pétur Krogh Ólafsson, aðstoðarmaður borgarstjóra.Mynd/ReykjavíkurborgPétur Krogh Ólafsson hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns borgarstjóra síðan árið 2014. Í svari skrifstofu borgarstjóra við fyrirspurninni segir að laun aðstoðarmanns borgarstjóra taki mið af launum aðstoðarmanns forsætisráðherra. Heildarlaun Péturs, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum, árið 2017 voru 19 milljónir og 255 þúsund krónur og 19 milljónir og 320 þúsund krónur árið 2018. Þá var ferðakostnaður Péturs árið 2017 1,1 milljón króna og um 712 þúsund krónur í fyrra. Í bókun sinni um málið segir Kolbrún að fyrirspurn sín sé ekki persónuleg og ítrekar í samtali við Vísi að henni líki vel við alla hlutaðeigandi. Þá kveðst hún vona að borgarstjóri og aðstoðarmaður hans taki ábendingum sínum vel. Þessar ábendingar eru raktar í bókuninni.„Starf aðstoðarmanna borgarstjóra hefur verið við lýði í aldarfjórðung. Spyrja má hvort þetta starf sé nauðsynlegt, í fyrsta lagi er spurning hvort borgarstjóri sjálfur sé ekki fullfær um að annast margt af þessu verkefnum sjálfur eða fela skrifstofu borgarstjóra eitthvað af þessum verkefnum en þar starfa fjöldi sérfræðinga,“ segir Kolbrún. Þá fettir hún einnig fingur út í ferðakostnað aðstoðarmannsins og spyr hvort ekki megi nota féð í „beina þágu við borgarbúa“. Staða aðstoðarmanns borgarstjóra varð til árið 1994. Aðstoðarmaður borgarstjóra starfar sem pólitískur ráðgjafi borgarstjóra og sinnir margvíslegum verkefnum fyrir hans hönd.Í fyrri útgáfu þessarar fréttar voru árslaun Péturs sögð 19,3 milljónir króna. Eins og fram kemur í fréttinni á sú tala við heildarlaunin, þ.e. laun ásamt launatengdum gjöldum. Fyrirsögn hefur verið uppfærð í samræmi við það.
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent