Íslendingurinn í Noregi gæti sloppið við refsingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 20:29 Maðurinn færður inn í lögreglubíl í Stavangri í morgun. Vísir Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. Þetta segir Anne Mette Dale, lögmaður lögreglunnar í Stavangri í samtali við Vísi. Hann var yfirheyrður í kvöld en sleppt úr haldi þar sem ekki þyki ástæða til þess að halda honum lengur. „Hann hefur samþykkt að koma til okkar á morgun til þess að veita okkur nánari upplýsingar. Okkur vantar frekari upplýsingar frá honum þannig að við ákváðum að hann myndi koma á lögreglustöðina snemma á morgun. Honum er frjálst að fara eftir það,“ segir Mette Dale.Fréttir af málinu hafa vakið mikla athygli, en fyrstu fréttir hermdu að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hefði reyntað fremja flugrán.Það reyndist ofsögum sagt. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregisagði að tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlegaum borð í vélinni, en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun.FLIGHTRADAR24.COMMjög samvinnuþýður Fréttamiðlar í Noregi greindu frá því í dag að framganga mannsins hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Útlit er þó fyrir að hann muni sleppa án refsingar.„Við erum enn að rannsaka málið en eins og staðan er núna lítum við á að þetta sé eins konar heilsufarsvandamál. Við teljum að hann hafi ekki ætlað sér að skaða neinn um borð. Þannig lítum við á málið núna en við þurfum samt sem áður að staðfesta nokkra hluti áður en að við lokum málinu,“ segir Mette Dale, því sé ætlunin að ræða við Íslendinginn á morgun. Eftir það sé honum frjálst að snúa heim til Íslands.Verði niðurstaðan sú að atvikið tengist heilsufari mannsins verður málinu lokað án ákæru en maðurinn er að sögn Mette Dale mjög samvinnuþýður við rannsókn málsins. Fyrr í dag var greint frá því að maðurinn hafi viðurkennt að vera undir áhrifum lyfja og aðhann segðist ekki muna eftir atvikinu.„Ef niðurstaðan verður að þetta tengist heilsufarsvandamáli mun hann ekki standa frammi fyrir refsingu. Við höfum þó ekki komist að endanlegri niðurstöðu.“ Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45 Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. Þetta segir Anne Mette Dale, lögmaður lögreglunnar í Stavangri í samtali við Vísi. Hann var yfirheyrður í kvöld en sleppt úr haldi þar sem ekki þyki ástæða til þess að halda honum lengur. „Hann hefur samþykkt að koma til okkar á morgun til þess að veita okkur nánari upplýsingar. Okkur vantar frekari upplýsingar frá honum þannig að við ákváðum að hann myndi koma á lögreglustöðina snemma á morgun. Honum er frjálst að fara eftir það,“ segir Mette Dale.Fréttir af málinu hafa vakið mikla athygli, en fyrstu fréttir hermdu að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hefði reyntað fremja flugrán.Það reyndist ofsögum sagt. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregisagði að tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlegaum borð í vélinni, en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun.FLIGHTRADAR24.COMMjög samvinnuþýður Fréttamiðlar í Noregi greindu frá því í dag að framganga mannsins hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Útlit er þó fyrir að hann muni sleppa án refsingar.„Við erum enn að rannsaka málið en eins og staðan er núna lítum við á að þetta sé eins konar heilsufarsvandamál. Við teljum að hann hafi ekki ætlað sér að skaða neinn um borð. Þannig lítum við á málið núna en við þurfum samt sem áður að staðfesta nokkra hluti áður en að við lokum málinu,“ segir Mette Dale, því sé ætlunin að ræða við Íslendinginn á morgun. Eftir það sé honum frjálst að snúa heim til Íslands.Verði niðurstaðan sú að atvikið tengist heilsufari mannsins verður málinu lokað án ákæru en maðurinn er að sögn Mette Dale mjög samvinnuþýður við rannsókn málsins. Fyrr í dag var greint frá því að maðurinn hafi viðurkennt að vera undir áhrifum lyfja og aðhann segðist ekki muna eftir atvikinu.„Ef niðurstaðan verður að þetta tengist heilsufarsvandamáli mun hann ekki standa frammi fyrir refsingu. Við höfum þó ekki komist að endanlegri niðurstöðu.“
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45 Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Fleiri fréttir Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sjá meira
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49
Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45
Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20