Lífið

Haustkynning Stöðvar 2

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gummi Ben, Auddi, Sigrún Ósk og Steindi verða á skjánum í vetur.
Gummi Ben, Auddi, Sigrún Ósk og Steindi verða á skjánum í vetur.
Í dag fer fram haustkynning Stöðvar 2 á dagskrá stöðvarinnar í vetur. Kynningin verður í beinni útsendingu á Vísi.

Stöð 2 mun bjóða upp á fjölmarga þætti í vetur og verður íslensk dagskrágerð í fyrirrúmi. Einnig verða margir af vinsælustu erlendu þáttum heims á dagskrá í vetur.

Leitin að upprunanum snýr aftur í vetur. Steinþór Hróar Steinþórsson fer að stað með þættina Góðir landsmenn og Fannar Sveinsson stýrir þættinum Framkoma á stöðinni.

Ísskápastríðið verður að sjálfsögðu á dagskrá Stöðvar 2 og það sama má segja um Gulla Byggi og Heimsókn með Sindra Sindrasyni. Mun fleiri þættir verða síðan á dagskrá á Stöð 2 í vetur. 

Klippa: Haustkynning Stöðvar 2
Útsendingin hefst klukkan 17:15 og rætt verður við Þórhall Gunnarsson, Gumma Ben, Sigrúnu Ósk og Gauk Úlfarsson. Svo taka Heiðar Guðjónsson forstjóri og Jóhanna Margrét Gísladóttir við keflinu. Sýnd verða sýnishorn af innlendri þáttagerð haustsins og rýnt í framboð af sporti, erlendu efni, barnaefni og fleira.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.