Lífið

„Feginn að vera ekki inni í þessum vítahring lengur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Franz Gunnarsson er landsþekktur tónlistamaður.
Franz Gunnarsson er landsþekktur tónlistamaður. Vísir/ÞÞ

Tónlistamaðurinn Franz Gunnarsson upplifir sín fjórðu edrú jól í röð í ár en hann hætti að drekka fyrir tæplega fimm árum.

Franz er í ítarlegu forsíðuviðtali í nýjasta tölublaði Mannlífs þar sem hann segir sína sögu.

Í viðtalinu segist Franz hafa verið orðinn langt leiddur fíkill áður en hann leitaði sér hjálpar og þjáðist hann af miklu þunglyndi og kvíða.

„Þegar ég hætti, rétt fyrir fertugt, hafði ég verið í mikilli neyslu í um þrjátíu ár og það segir sig sjálft að hausinn á mér var langt frá því að vera í lagi. Ég þrjóskaðist alltaf við að fara í meðferð, hélt að það væri ekkert fyrir mig og þótt ég viðurkenndi fyrir sjálfum mér að ég hefði ekki stjórn á neyslunni fannst mér ég samt öðruvísi en aðrir fíklar og þyrfti ekki sömu úrræði og þeir,“ segir hann í viðtalinu eins og áður segir er Franz tónlistarmaður.

„Mjög margir tónlistarmenn hafa farið í meðferð og eru edrú og ég hef fengið mikinn stuðning frá þeim. Ég hélt þegar ég var í meðferðinni að ég myndi sennilega þurfa að hætta að spila opinberlega og þótt það væri erfitt að kyngja því ætlaði ég samt að sætta mig við það. Sem betur fer kom ekki til þess, ég hef sjaldan spilað meira en eftir að ég varð edrú. Það er í sjálfu sér ágætis forvörn að vera að spila fyrir drukkið fólk, maður sér að það er engan veginn eftirsóknarvert ástand en ég staldra ekki lengi við á stöðunum eftir að við hættum að spila. Tek bara saman dótið mitt og fer heim, óskaplega feginn að vera ekki inni í þessum vítahring lengur.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×