Var of veikur til að samþykkja fimm milljóna millifærslu til unnustu sinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. desember 2019 08:23 Héraðsdómur Vesturlands er í Borgarnesi. Vísir/EGill Sambýliskona bónda sem lést í fyrra var í síðustu viku dæmd í Héraðsdómi Vesturlands til að greiða dánarbúi hans fimm milljónir, sem millifærðar höfðu verið inn á reikning hennar skömmu fyrir andlát hans. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki verið í ástandi til að gera umræddar fjárhagslegar ráðstafanir en konan bar því fyrir sig að þau hefðu samið um að peningurinn gengi til kaupa á bifreið handa henni. Forsaga málsins er sú að við athugun erfingja mannsins á dánarbúi hans kom í ljós að skömmu fyrir andlát hans, eða í byrjun júlí 2018, hafi fimm milljónir króna verið millifærðar af bankareikningi hans inni á bankareikning konunnar. Hún hafði verið sambýliskona mannsins um nokkurra ára skeið fyrir andlátið. Óáttaður og ófær um að taka fjárhagslegar ákvarðanir Þá kemur fram í læknisvottorði sem dómurinn vísar í að nokkrum dögum fyrir millifærsluna, eða í lok júní, hafi maðurinn verið lagður inn á sjúkrahús vegna ruglástands og óáttunar af óljósum toga. Við innlögn hafi hann hvorki verið áttaður á stað né stund. Því til grundvallar liggi próf og rannsókn. Þá kemur fram í vottorðinu að maðurinn hafi á þeim tíma verið „allsendis ófær um að taka ákvarðanir um ráðstöfun eigna sinna og/eða fjármuna“. Konan kvaðst hafa sótt manninn á sjúkrahúsið nokkrum dögum eftir millifærsluna og þá hefði hann dvalið heima í sólarhring. Þar hefði hann verið með það á hreinu að umræddir fjármunir skyldu nýttir til að kaupa bifreið handa konunni sem gæti nýst fyrir þau bæði. Þrjár milljónir af umræddum fimm milljónum gengu til kaupa á bifreiðinni, samkvæmt skýrslu konunnar fyrir dómi. Dánarbúið byggði kröfu sína á því að millifærslan hefði verið peningalán sem konunni bæri að endurgreiða. Ljóst sé að ekki hafi verið um gjöf að ræða, líkt og konan haldi fram. Yrði ekki fallist á að um peningalán væri að ræða yrði byggt á því að um hafi verið að ræða ógilda gjöf, enda hafi maðurinn verið ófær um að taka ákvarðanir um fjármál sín þegar millifærslan átti sér stað. Konan byggði sýknukröfu sína á því að peningurinn hefði verið gjöf. Þau hefðu verið trúlofuð og mikil samstaða með þeim. Þau hefðu jafnframt verið sammála um að ráðstafa þessum fjármunum til að kaupa bifreið fyrir sig. Hún hafnaði því jafnframt að maðurinn hafi verið óhæfur til að gefa umrædda gjöf. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að telja yrði ljóst að maðurinn gat á þeim tíma sem millifærslan var framkvæmd engan veginn gert sér grein fyrir því hvað í þeirri ráðstöfun fælist, hvort sem rætt hafi verið um hana sem gjöf eða lán. Krafa dánarbúsins verði því að fullu tekin til greina og konan þannig dæmd til að greiða dánarbúinu fimm milljónir króna með dráttarvöxtum. Dómsmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Sambýliskona bónda sem lést í fyrra var í síðustu viku dæmd í Héraðsdómi Vesturlands til að greiða dánarbúi hans fimm milljónir, sem millifærðar höfðu verið inn á reikning hennar skömmu fyrir andlát hans. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði ekki verið í ástandi til að gera umræddar fjárhagslegar ráðstafanir en konan bar því fyrir sig að þau hefðu samið um að peningurinn gengi til kaupa á bifreið handa henni. Forsaga málsins er sú að við athugun erfingja mannsins á dánarbúi hans kom í ljós að skömmu fyrir andlát hans, eða í byrjun júlí 2018, hafi fimm milljónir króna verið millifærðar af bankareikningi hans inni á bankareikning konunnar. Hún hafði verið sambýliskona mannsins um nokkurra ára skeið fyrir andlátið. Óáttaður og ófær um að taka fjárhagslegar ákvarðanir Þá kemur fram í læknisvottorði sem dómurinn vísar í að nokkrum dögum fyrir millifærsluna, eða í lok júní, hafi maðurinn verið lagður inn á sjúkrahús vegna ruglástands og óáttunar af óljósum toga. Við innlögn hafi hann hvorki verið áttaður á stað né stund. Því til grundvallar liggi próf og rannsókn. Þá kemur fram í vottorðinu að maðurinn hafi á þeim tíma verið „allsendis ófær um að taka ákvarðanir um ráðstöfun eigna sinna og/eða fjármuna“. Konan kvaðst hafa sótt manninn á sjúkrahúsið nokkrum dögum eftir millifærsluna og þá hefði hann dvalið heima í sólarhring. Þar hefði hann verið með það á hreinu að umræddir fjármunir skyldu nýttir til að kaupa bifreið handa konunni sem gæti nýst fyrir þau bæði. Þrjár milljónir af umræddum fimm milljónum gengu til kaupa á bifreiðinni, samkvæmt skýrslu konunnar fyrir dómi. Dánarbúið byggði kröfu sína á því að millifærslan hefði verið peningalán sem konunni bæri að endurgreiða. Ljóst sé að ekki hafi verið um gjöf að ræða, líkt og konan haldi fram. Yrði ekki fallist á að um peningalán væri að ræða yrði byggt á því að um hafi verið að ræða ógilda gjöf, enda hafi maðurinn verið ófær um að taka ákvarðanir um fjármál sín þegar millifærslan átti sér stað. Konan byggði sýknukröfu sína á því að peningurinn hefði verið gjöf. Þau hefðu verið trúlofuð og mikil samstaða með þeim. Þau hefðu jafnframt verið sammála um að ráðstafa þessum fjármunum til að kaupa bifreið fyrir sig. Hún hafnaði því jafnframt að maðurinn hafi verið óhæfur til að gefa umrædda gjöf. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að telja yrði ljóst að maðurinn gat á þeim tíma sem millifærslan var framkvæmd engan veginn gert sér grein fyrir því hvað í þeirri ráðstöfun fælist, hvort sem rætt hafi verið um hana sem gjöf eða lán. Krafa dánarbúsins verði því að fullu tekin til greina og konan þannig dæmd til að greiða dánarbúinu fimm milljónir króna með dráttarvöxtum.
Dómsmál Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira