Innlent

RARIK greiðir bætur vegna rafmagnsleysis

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Brotnir rafmagnsstaurar á Dalvíkurlínu.
Brotnir rafmagnsstaurar á Dalvíkurlínu. vísir/egill

RARIK hyggst koma til móts við þá viðskiptavini sem urðu fyrir rafmagnsleysinu í illviðrinu sem geisaði 10. og 11. desember síðastliðinn.

Þetta kemur fram á heimsíðu fyrirtækisins.

Ýmsir hafa þurft að standa straum af kostnaði vegna olíu- og gasnotkunar við framleiðslu á rafmagni eða við upphitun.

Fólki er bent á að sækja um endurgreiðslu á þeim kostnaði með því að fylla út eyðublað.


Tengdar fréttir

Telur það heppni að öryggi og lífi sjúk­linga hafi ekki verið stefnt í hættu

Sveitarstjórn Húnaþings vestra sendi í vikunni frá sér nokkuð harðorða bókun vegna þess alvarlega ástands sem skapaðist í sveitarfélaginu vegna aftakaveðrisins sem gekk yfir landið. Rætt var við Ragnheiði Jónu Ingimarsdóttur, sveitarstjóra Húnaþings vestra og Tryggva Þór Haraldsson, forstjóra RARIK, í Víglínunni á Stöð 2.

Um ellefu þúsund íbúar voru án rafmagns

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um afleiðingar óveðursins sem gekk yfir landið í síðustu viku og viðbrögð stjórnvalda. Málið var eitt af þeim síðustu á dagskrá Alþingis árið 2019 en þingið fer að óbreyttu í jólafrí að loknum þingfundi í dag.

Vilja allar raflínur sem liggja um Hörgársveit í jörð

Sveitarstjórn Hörgarársveitar krefst þess að allar línur rafmagns sem liggja í gegnum sveitarfélagið verði komið neðanjarðar. Í Hörgárdal og Öxnadal var rafmagnslaust í fjóra sólahringa þar sem lengst var rafmagnsleysi í óveðrinu sem gekk yfir landið í síðustu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×