Innlent

Fjölmargir leggja leið sína í kirkjugarða fyrir jólin

Andri Eysteinsson skrifar

Fjölmargir leggja leið sína í kirkjugarðana í dag til að vitja leiða ástvina sinna og leggja blóm eða jafnvel gjafir á leiðin.

Baldur Hrafnkell, myndatökumaður Stöðvar 2, var snemma á ferð í morgunsárið þannig að það voru tiltölulega fáir á ferli. Mikil kyrrð var yfir garðinum í fallegu veðri og fengu ljósin að njóta sín í myrkrinu.

Umferð getur orðið þung í kringum garðana í dag og til að koma í veg fyrir slysahættu hefur lögregla lokað fyrir bílaumferð frá ellefu til tvö í Fossvogskirkjugarði og takmarkað aðkomu að Gufuneskirkjugarði.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.