Innlent

Fjölmargir leggja leið sína í kirkjugarða fyrir jólin

Andri Eysteinsson skrifar

Fjölmargir leggja leið sína í kirkjugarðana í dag til að vitja leiða ástvina sinna og leggja blóm eða jafnvel gjafir á leiðin.Baldur Hrafnkell, myndatökumaður Stöðvar 2, var snemma á ferð í morgunsárið þannig að það voru tiltölulega fáir á ferli. Mikil kyrrð var yfir garðinum í fallegu veðri og fengu ljósin að njóta sín í myrkrinu.Umferð getur orðið þung í kringum garðana í dag og til að koma í veg fyrir slysahættu hefur lögregla lokað fyrir bílaumferð frá ellefu til tvö í Fossvogskirkjugarði og takmarkað aðkomu að Gufuneskirkjugarði.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.