Innlent

Hand­tekinn í Var­sjá með þýfi úr Leifs­stöð

Atli Ísleifsson skrifar
Chopin-flugvöllur í Varsjá.
Chopin-flugvöllur í Varsjá. Getty

Karlmaður sem handtekinn var á flugvellinum í pólsku höfuðborginni Varsjá á Þorláksmessu vegna þjófnaðar úr flugstöðinni þar, reyndist einnig vera með þýfi úr Leifsstöð í fórum sínum.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að maðurinn hafi verið að koma með flugi frá Keflavíkurflugvelli en í farangri hans fundu pólskir lögreglumenn umtalsvert magn af ilmvötnum og áfengi sem reyndist hafa verið stolið í fríhöfninni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

„Um var að ræða varning að verðmæti hátt á þriðja hundrað þúsund krónur. Við skoðun á eftirlitsmyndavélum í fríhöfninni sást hvar maðurinn var að hnupla vörunum. Málið er í vinnslu,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir einnig að brotist hafi verið inn í bíl í Keflavík þar sem eigandi hennar tjáði lögreglu að hann saknaði meðal annars jólagjafar og veskis með greiðslukorti. Kortið var komið í notkun þegar þjófnaðurinn uppgötvaðist og lét eigandinn loka því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×