Innlent

Lektorinn í far­síma-, heim­sóknar- og fjöl­miðla­banni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Frá aðgerðum lögreglu á Þorláksmessukvöld við heimili Kristjáns.
Frá aðgerðum lögreglu á Þorláksmessukvöld við heimili Kristjáns.

Kristján Gunnar Valdimarsson, sem sakaður er um að hafa frelsissvipt þrjár konur og beitt þær kynferðislegu ofbeldi, er í farsíma-, heimsóknar- og fjölmiðlabanni samkvæmt heimildum fréttastofu. Ákvörðun verður tekin um það á morgun hvort farið verði fram á framlengt gæsluvarðhald.

Greint verður frá því hvort það verður gert áður en gæsluvarðhaldið rennur út á morgun en Kristján var látinn laus úr einangrun í gærkvöldi. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu Vísis.

Ekki hefur verið gefið upp klukkan hvað gæsluvarðhaldið rennur út og vill lögreglan ekki tjá sig meira að svo stöddu.


Tengdar fréttir

Lektorinn ekki lengur í einangrun

Landsréttur staðfesti gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari Valdimarssyni, lektor við Háskóla Íslands, í gær en aflétti einangrun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×