Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Nokkur dæmi eru um að konur hafi leitað til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, á árinu eftir að hafa verið byrlað ólyfjan af maka sínum eða þær þvingaðar í kynferðisathafnir af maka sínum með þriðja aðila. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 en aldrei hafa fleiri leitað til Bjarkarhlíðar en í ár.

Hundruð sjálfboðaliða koma til Íslands á ári hverju og sinna störfum sem um gilda kjarasamningar. Dæmi eru um störf á veitingastöðum í borginni, barnagæslu og heimilisstörf og jafnvel iðnaðarstörf á heimilum.

Þá verður rætt við eiganda hafnfirska fréttablaðsins Fjarðafrétta en hann lýsir miklum vonbrigðum með nýtt fjölmiðlafrumvarp og segir bæjaryfirvöld í harðri samkeppni við einkamiðla.

Í fréttatímanum hittum við einnig fyrir fálkaungan Kríu sem nú dvelur í góðu yfirlæti hjá forsetahjónunum á Bessastöðum.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×