Sigmundur segir brugðist við loftslagsvandanum með kolröngum hætti Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 29. desember 2019 11:28 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Guðmundur Andri Thorsson og Sólveig Anna Jónsdóttir voru gestir Sprengisands í morgun. vísir/vilhelm Formaður Miðflokksins segir lausnir vanta á loftslagsvandanum og verið sé að bregðast við honum með kolröngum hætti. Ef fer sem horfir stefnir í mestu manngerðu kreppu sögunnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði upp árið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og þingmanni Samfylkingarinnar Guðmundi Andra Thorssyni. Talið barst snemma að loftslagsmálum sem allir voru sammála um að væri eitt af stærstu málum ársins. Sigmundur Davíð sagði lausnir vanta í þá umræðu og verið væri að bregðast við vandanum með kolröngum hætti. „Þau markmið sem menn hafa talað fyrir eins og í þessum mótmælum, Extinction Rebellion og barnanna sem tala um að þurfi að hætta nettólosun kolefnis fyrir 2025. Ef að menn ætluðu að reyna þetta, sem er auðvitað óframkvæmanlegt, þá myndi það skapa mestu manngerðu kreppu sögunnar og bitna auðvitað lang mest á tekjulægra fólki,“ sagði Sigmundur Davíð. „Margar af þessum aðgerðum eru til þess gerðar að færa okkur aftur í tímann varðandi hluti eins og almenn lífsgæði og jafnræði. Fátækara fólk hefði ekki lengur efni á að ferðast til útlanda vegna þess að það er verið að refsa fólki fyrir það sem telst vera eðlileg hegðun og hluti af nútíma lífsgæðum.“ Sólveig Anna sagði kapítalískt kerfi við líði sem lifi á því að arðræðan verkafólk. Staðan væri sú að átta manns eigi jafn mikið og fátækasti hlutinn. „Vandamál veraldarinnar er ekki það að það sé ekki til nóg handa öllum heldur það að örfáir fá að taka sér allt sem þeir þurfa og miklu meira til, algjörlega án þess að líta einu sinni á fólkið sem hýrist á botni allra okkar fjölmörgu stigvelda. Ef réttlætissjónarmiðið er sett ofar á listann um hvað skiptir okkur máli í mannlegum samskiptum held ég að það sé algjörlega augljóst að ekki aðeins munum við finna lausn heldur bara verðum við að gera það,“ sagði Sólveig Anna. Guðmundur Andri sagði nauðsynlegt að hafa orkuskipti eins hratt og unnt er. „Ég hef þá trú líka að í kapítalismanum búi ákveðið afl, búi ákveðnir möguleikar, sé honum stýrt. Sé markaðsöflunum stýrt og séu virk og öflug stjórnvöld með skýra stefnu sem beinir þessu afli í tiltekna átt þá sé hægt að gera ótrúlega hluti ótrúlega hratt. Ég er bjartsýnn á að ef það myndast enn þá ríkari skilningur á alþjóðavísu þá muni þjóðir heims geta snúið þessari þróun við og geta framkvæmt þessi orkuskipti frekar hratt.“ Loftslagsmál Sprengisandur Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Formaður Miðflokksins segir lausnir vanta á loftslagsvandanum og verið sé að bregðast við honum með kolröngum hætti. Ef fer sem horfir stefnir í mestu manngerðu kreppu sögunnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gerði upp árið í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og þingmanni Samfylkingarinnar Guðmundi Andra Thorssyni. Talið barst snemma að loftslagsmálum sem allir voru sammála um að væri eitt af stærstu málum ársins. Sigmundur Davíð sagði lausnir vanta í þá umræðu og verið væri að bregðast við vandanum með kolröngum hætti. „Þau markmið sem menn hafa talað fyrir eins og í þessum mótmælum, Extinction Rebellion og barnanna sem tala um að þurfi að hætta nettólosun kolefnis fyrir 2025. Ef að menn ætluðu að reyna þetta, sem er auðvitað óframkvæmanlegt, þá myndi það skapa mestu manngerðu kreppu sögunnar og bitna auðvitað lang mest á tekjulægra fólki,“ sagði Sigmundur Davíð. „Margar af þessum aðgerðum eru til þess gerðar að færa okkur aftur í tímann varðandi hluti eins og almenn lífsgæði og jafnræði. Fátækara fólk hefði ekki lengur efni á að ferðast til útlanda vegna þess að það er verið að refsa fólki fyrir það sem telst vera eðlileg hegðun og hluti af nútíma lífsgæðum.“ Sólveig Anna sagði kapítalískt kerfi við líði sem lifi á því að arðræðan verkafólk. Staðan væri sú að átta manns eigi jafn mikið og fátækasti hlutinn. „Vandamál veraldarinnar er ekki það að það sé ekki til nóg handa öllum heldur það að örfáir fá að taka sér allt sem þeir þurfa og miklu meira til, algjörlega án þess að líta einu sinni á fólkið sem hýrist á botni allra okkar fjölmörgu stigvelda. Ef réttlætissjónarmiðið er sett ofar á listann um hvað skiptir okkur máli í mannlegum samskiptum held ég að það sé algjörlega augljóst að ekki aðeins munum við finna lausn heldur bara verðum við að gera það,“ sagði Sólveig Anna. Guðmundur Andri sagði nauðsynlegt að hafa orkuskipti eins hratt og unnt er. „Ég hef þá trú líka að í kapítalismanum búi ákveðið afl, búi ákveðnir möguleikar, sé honum stýrt. Sé markaðsöflunum stýrt og séu virk og öflug stjórnvöld með skýra stefnu sem beinir þessu afli í tiltekna átt þá sé hægt að gera ótrúlega hluti ótrúlega hratt. Ég er bjartsýnn á að ef það myndast enn þá ríkari skilningur á alþjóðavísu þá muni þjóðir heims geta snúið þessari þróun við og geta framkvæmt þessi orkuskipti frekar hratt.“
Loftslagsmál Sprengisandur Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45
Thunberg hafnaði norrænum verðlaunum í mótmælaskyni Sænska táningsstúlkan sagði heiminn þurfa á loftslagsaðgerðum að halda, ekki fleiri umhverfisverðlaunum. 29. október 2019 20:12
Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26