Sigmar minnist föður síns Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. desember 2019 18:08 Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður. Vísir/vilhelm Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og sonur Vilhálms Einarssonar frjálsíþróttamanns, minnist föður síns í færslu á Facebook í dag. Sigmar segist stoltur af föður sínum, bæði sem íþróttamanni og manneskju. Vilhjálmur lést í gær, 85 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist á Hafranesi við Reyðarfjörð 5. júní 1934. Hann lagði mikið af mörkum til íslenskra fræðslu- og æskulýðsmála og var meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms er Gerður Unndórsdóttir. Þau eignuðust sex syni, Rúnar, Einar, Unnar, Garðar, Hjálmar og Sigmar. Sá síðastnefndi byrjar minningarorð sín á því að minnast silfurverðlauna föður síns á Ólympíuleikunum árið 1956. „Elsku Pabbi minn kvaddi í gær. Opinberlega er hann Silfurmaðurinn frá Melbourne 1956, þar sem hann fékk silfurverðlaun á Olympíuleikunum. Hefur það afrek fylgt mér frá fæðingu og rifjað upp árlega við veitingu Íþróttamanns ársins. Það er því táknrænt að hann hafi kvatt okkur sama dag og kjör íþróttamanns ársins fór fram. Ég er svo sannarlega stoltur af því afreki föður míns,“ skrifar Sigmar. Þetta afrek hafi aldrei stigið Vilhjálmi til höfuðs. Sigmar kveðst þó stoltastur af pabba sínum sem manneskju. „Ég ólst upp hjá Skólameistaranum Vilhjálmi en ekki íþróttahetjunni. Afrek hans var eins og Íslendingasögurnar fyrir ungan dreng sem kom löngu seinna í heiminn. Pabbi minn missti aldrei tækifæri til þess kenna manni eitthvað nýtt, opna hugan gagnvart nýjum sjónarhornum eða segja sögur. Enda var aldrei þögn í bíltúrum eða yfir kaffibollanum, það er alltaf eitthvað áhugavert að gerast í heiminum sem krefst umhugsunar og umræðu. Umburðarlyndi, kærleikur og rökhugsun var efst á blaði dygða hjá Pabba. Fordómaleysið algert og trú hans á að allir hefðu snilligàfu sem þyrfti bara finna og virkja var mikil.“Færslu Sigmars má lesa í heild hér að neðan. Andlát Tengdar fréttir Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48 Katrín minnist Vilhjálms Einarssonar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar á Facebook-síðu sinni. Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju. 29. desember 2019 17:58 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Sjá meira
Sigmar Vilhjálmsson, athafnamaður og sonur Vilhálms Einarssonar frjálsíþróttamanns, minnist föður síns í færslu á Facebook í dag. Sigmar segist stoltur af föður sínum, bæði sem íþróttamanni og manneskju. Vilhjálmur lést í gær, 85 ára að aldri. Vilhjálmur fæddist á Hafranesi við Reyðarfjörð 5. júní 1934. Hann lagði mikið af mörkum til íslenskra fræðslu- og æskulýðsmála og var meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. Eftirlifandi eiginkona Vilhjálms er Gerður Unndórsdóttir. Þau eignuðust sex syni, Rúnar, Einar, Unnar, Garðar, Hjálmar og Sigmar. Sá síðastnefndi byrjar minningarorð sín á því að minnast silfurverðlauna föður síns á Ólympíuleikunum árið 1956. „Elsku Pabbi minn kvaddi í gær. Opinberlega er hann Silfurmaðurinn frá Melbourne 1956, þar sem hann fékk silfurverðlaun á Olympíuleikunum. Hefur það afrek fylgt mér frá fæðingu og rifjað upp árlega við veitingu Íþróttamanns ársins. Það er því táknrænt að hann hafi kvatt okkur sama dag og kjör íþróttamanns ársins fór fram. Ég er svo sannarlega stoltur af því afreki föður míns,“ skrifar Sigmar. Þetta afrek hafi aldrei stigið Vilhjálmi til höfuðs. Sigmar kveðst þó stoltastur af pabba sínum sem manneskju. „Ég ólst upp hjá Skólameistaranum Vilhjálmi en ekki íþróttahetjunni. Afrek hans var eins og Íslendingasögurnar fyrir ungan dreng sem kom löngu seinna í heiminn. Pabbi minn missti aldrei tækifæri til þess kenna manni eitthvað nýtt, opna hugan gagnvart nýjum sjónarhornum eða segja sögur. Enda var aldrei þögn í bíltúrum eða yfir kaffibollanum, það er alltaf eitthvað áhugavert að gerast í heiminum sem krefst umhugsunar og umræðu. Umburðarlyndi, kærleikur og rökhugsun var efst á blaði dygða hjá Pabba. Fordómaleysið algert og trú hans á að allir hefðu snilligàfu sem þyrfti bara finna og virkja var mikil.“Færslu Sigmars má lesa í heild hér að neðan.
Andlát Tengdar fréttir Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48 Katrín minnist Vilhjálms Einarssonar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar á Facebook-síðu sinni. Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju. 29. desember 2019 17:58 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Sjá meira
Andlát: Vilhjálmur Einarsson Vilhjálmur er meðal fræknustu íþróttamanna Íslendinga fyrr og síðar. 29. desember 2019 15:48
Katrín minnist Vilhjálms Einarssonar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra minnist í dag Vilhjálms Einarssonar á Facebook-síðu sinni. Ráðherrann fer fögrum orðum um íþróttakappann og segir hann þjóðhetju. 29. desember 2019 17:58
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum