Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Fleiri konur íhuga að kæra Kristján Gunnar Valdimarsson lektor við Háskóla Íslands, en þrjár konur hafa þegar kært hann fyrir ofbeldi. Dómari tók sér frest til morguns til að taka ákvörðun um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir honum. Í ljósi framkominnar gagnrýni mun nefnd um eftirlit með lögreglu taka aðgerðir lögreglu við handtöku Kristjáns Gunnars til skoðunar. Fjallað verður ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Ríkisstjóri New York kallar eftir lagabreytingu til að geta kallað sveðjuárás á heimili rabbína réttu nafni, hryðjuverk.

Verð á sérbýli á höfuðborgarsvæðinu lækkaði að nafnvirði á árinu sem er að líða. Á meðan hækkaði fasteignaverð tvöfalt hraðar á landsbyggðinni. Rætt verður við hagfræðing í fréttatímanum sem segir næsta ár verða kaupendum í hag.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis í opinni dagskrá klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×