Ekki ráðlegt að styðjast við spár Yr.no í íslensku óveðri Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. desember 2019 13:07 Margir á Íslandi notast við veðurspár frá norska veðurvefnum yr.no. Skjáskot/yr.no Umhverfisverkfræðingur ráðleggur Íslendingum að taka ekki mark á veðurspám norska veðurvefsins yr.no þegar spáð er óveðri á landinu líkt og í dag. Mun betra sé að styðjast við íslensku veðurlíkönin, sem teikni upp nákvæmari mynd af íslensku óveðri.Sjá einnig: Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um misræmi í veðurspám í færslu sem hann birti á veðurvefnum Bliku.is í morgun. Þar bendir hann á að þrjú mismunandi „fínkvarða spálíkön“ séu keyrð á Íslandi. Veðurstofan keyrir eitt slíkt og veðurvefirnir Blika og Belgingur keyri annað. Oft sé lítilsháttar munur á spánum, sem skipti litlu máli, en núna sé munurinn öllu meiri og mikilvægari – einkum þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins, þar sem spáð er miklu óveðri síðdegis. Spálíkön Bliku (t.v.) og Veðurstofunnar (t.h.) borin saman. Myndirnar eru fengnar úr færslu Sveins á Bliku.is.Mynd/blika.is Þannig geri spá Bliku ráð fyrir vindhraða um eða yfir 24 m/s klukkan 18 á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mest fari vindhraðinn í 28 m/s. Spá Belgings sé eins í grófum dráttum. Veðurstofan gerir hins vegar ráð fyrir minni vindhraða á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt yfir 20 m/s. „En hvað veldur þessu misræmi?“ spyr Sveinn. Yr.no spáir mest 12 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Skjáskotið er tekið um klukkan 13.Skjáskot/Yr.no „Í norðanátt skýlir Esjan öllu jafna stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins. Þannig er norðanáttin yfirleitt hægari á höfuðborgarsvæðinu en í nágrenni þess. Nú er vindur í lofti meiri en sést hefur í langan tíma og gera spár Bliku og Belgings ráð fyrir því að Esjuskólið gefi eftir og sé ekki til staðar í óveðri sem þessu. Á hinn bóginn spáir Harmonie líkanið [líkan Veðurstofunnar] að Esjuskjólið haldi, þrátt fyrir mikla veðurhæð. Erfitt er að áætla hvaða líkan er rétt enda margt sem hefur áhrif á það.“ Þá bendir Sveinn á að undanfarin ár hafi margir á Íslandi notast við veðurspár frá norska veðurvefnum yr.no. Þegar þetta er ritað spá Norðmennirnir aðeins vindi upp á 10 m/s á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag, öllu minni en Veðurstofan, Blika og Belgingur. Sveinn ræður Íslendingum frá því að styðjast við norsku spána frekar en þær íslensku. Yr spái iðulega mun minni vindi á Íslandi en raunin verði. „Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Það líkan er keyrt í mun grófari upplausn en íslensku líkönin og landupplýsingarnar eru mun lakari. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld. Það er í góðu lagi að nota YR á sumrin þegar beðið er eftir góðu veðri, en alls ekki þegar spáð er óveðri eins og núna. Þá er klárlega betra að notast við íslensku líkönin.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfrðingur hjá Veðurstofu Íslands virðist taka undir með Sveini en hún vitnaði í færslu hans á Twitter-reikningi sínum í dag. Hér má lesa færslu Sveins í heild. "Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld." https://t.co/DBaFWseYEB— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 10, 2019 Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. 10. desember 2019 12:34 Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Umhverfisverkfræðingur ráðleggur Íslendingum að taka ekki mark á veðurspám norska veðurvefsins yr.no þegar spáð er óveðri á landinu líkt og í dag. Mun betra sé að styðjast við íslensku veðurlíkönin, sem teikni upp nákvæmari mynd af íslensku óveðri.Sjá einnig: Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Sveinn Gauti Einarsson umhverfisverkfræðingur fjallar um misræmi í veðurspám í færslu sem hann birti á veðurvefnum Bliku.is í morgun. Þar bendir hann á að þrjú mismunandi „fínkvarða spálíkön“ séu keyrð á Íslandi. Veðurstofan keyrir eitt slíkt og veðurvefirnir Blika og Belgingur keyri annað. Oft sé lítilsháttar munur á spánum, sem skipti litlu máli, en núna sé munurinn öllu meiri og mikilvægari – einkum þegar litið er til höfuðborgarsvæðisins, þar sem spáð er miklu óveðri síðdegis. Spálíkön Bliku (t.v.) og Veðurstofunnar (t.h.) borin saman. Myndirnar eru fengnar úr færslu Sveins á Bliku.is.Mynd/blika.is Þannig geri spá Bliku ráð fyrir vindhraða um eða yfir 24 m/s klukkan 18 á höfuðborgarsvæðinu öllu. Mest fari vindhraðinn í 28 m/s. Spá Belgings sé eins í grófum dráttum. Veðurstofan gerir hins vegar ráð fyrir minni vindhraða á höfuðborgarsvæðinu, eða rétt yfir 20 m/s. „En hvað veldur þessu misræmi?“ spyr Sveinn. Yr.no spáir mest 12 metrum á sekúndu á höfuðborgarsvæðinu í dag. Skjáskotið er tekið um klukkan 13.Skjáskot/Yr.no „Í norðanátt skýlir Esjan öllu jafna stærstum hluta höfuðborgarsvæðisins. Þannig er norðanáttin yfirleitt hægari á höfuðborgarsvæðinu en í nágrenni þess. Nú er vindur í lofti meiri en sést hefur í langan tíma og gera spár Bliku og Belgings ráð fyrir því að Esjuskólið gefi eftir og sé ekki til staðar í óveðri sem þessu. Á hinn bóginn spáir Harmonie líkanið [líkan Veðurstofunnar] að Esjuskjólið haldi, þrátt fyrir mikla veðurhæð. Erfitt er að áætla hvaða líkan er rétt enda margt sem hefur áhrif á það.“ Þá bendir Sveinn á að undanfarin ár hafi margir á Íslandi notast við veðurspár frá norska veðurvefnum yr.no. Þegar þetta er ritað spá Norðmennirnir aðeins vindi upp á 10 m/s á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í dag, öllu minni en Veðurstofan, Blika og Belgingur. Sveinn ræður Íslendingum frá því að styðjast við norsku spána frekar en þær íslensku. Yr spái iðulega mun minni vindi á Íslandi en raunin verði. „Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Það líkan er keyrt í mun grófari upplausn en íslensku líkönin og landupplýsingarnar eru mun lakari. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld. Það er í góðu lagi að nota YR á sumrin þegar beðið er eftir góðu veðri, en alls ekki þegar spáð er óveðri eins og núna. Þá er klárlega betra að notast við íslensku líkönin.“ Birta Líf Kristinsdóttir veðurfrðingur hjá Veðurstofu Íslands virðist taka undir með Sveini en hún vitnaði í færslu hans á Twitter-reikningi sínum í dag. Hér má lesa færslu Sveins í heild. "Yr framleiðir mjög góðar spár fyrir Noreg, en leggur lítið upp úr því að spár fyrir Ísland séu góðar. Yr spáir nær alltaf of litlum vindi á Íslandi, og það er ábyggilega raunin núna þegar spáð er 10 - 11 m/s í Reykjavík í kvöld." https://t.co/DBaFWseYEB— Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) December 10, 2019
Óveður 10. og 11. desember 2019 Veður Tengdar fréttir Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. 10. desember 2019 12:34 Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30 Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Sjá meira
Próf í HÍ falla niður vegna veðurs Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum skólans í dag. 10. desember 2019 12:34
Veðurbarinn rúmenskur sjónvarpsmaður kíkti á aðstæður á Laugardalsvelli Veðrið lék ekki við rúmenska sjónvarpsmanninn sem tók upp innslag á Laugardalsvelli. 10. desember 2019 11:30
Veðurvaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Ljóst er að óveðrið mun hafa mikil áhrif á samgöngur, skólahald, atvinnulíf og daglegt líf Íslendinga og mun Vísir flytja fréttir af óveðrinu í allan dag. 10. desember 2019 07:15