Innlent

Próf í HÍ falla niður vegna veðurs

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Miðað er við að prófin sem falla niður í dag verði haldin 17. desember næstkomandi.
Miðað er við að prófin sem falla niður í dag verði haldin 17. desember næstkomandi. Vísir/vilhelm

Öll próf á vegum Háskóla Íslands sem voru á dagskrá nú eftir hádegi falla niður vegna veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, sendi nemendum og starfsfólki skólans í dag.

„Það stefnir í vonskuveður síðdegis og því eru allir hvattir til að halda heimleiðis í tæka tíð og miða við að vera komnir heim áður en óveðrið skellur á um kl. 15. Sérstaklega eru foreldrar hvattir til að sækja börn sín tímanlega,“ segir í tilkynningu rektors.

„Vegna þessa mun allt prófhald á vegum skólans falla niður nú síðdegis og í kvöld. Fyrirhugað er, ef mögulegt, að próf þessa dags verði haldin þriðjudaginn 17. desember.“

Vonskuveður verður víða á landinu í dag. Veður er strax tekið að versna norðvestanlands en á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir að óveður skelli á síðdegis. Veður verður líklega verst í borginni á milli 18 og 21. Þá verður skólahald víða með skertu sniði á landinu, þar á meðal í Reykjavík.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×